Skólablaðið - 01.04.1961, Qupperneq 24
160 -
A
LLS
staðar
er fólk
aö bíða
ef tir
einhverju. Folk,
ósköp venjulegt;
folk eins og ég og
þu; og kannski,
nei auðvitað bíðum
við líka eftir ein-
hverju. Mergurinn
málsins er bara
þessi : vitum við
nokkuð eftir hverju
við erum að bíða?
Sumir ef til vill,
en þeir eru áreið-
anlega fáir.
Allir þekkja biðina,
biðina eftir ein-
hverju, sem við
vitum ekki hvað er,
en vitum þó, að
mundi breyta öllu
lífi okkar, færa
allt í betra horf,
biðina eftir hinni svokölluðu hamingju.
En hvað er þá þessi hamingja, sem all-
ir þrá? Værum við nokkru bættari, ef
hún birtist okkur einn góðan veðurdaj*
og segði: Her er ég, hvað viltu að eg
geri fyrir þig? Værum við í rauninni
nokkuð betur sett, hefðum við í raun og
veru gott af því, að vera fullkomlega
hamingjusöm? Ég er hrædd um ekki.
Líklega yrðu afleiðingarnar aðeins sjalfs-
elska á hæsta stigi, ásamt öllum þeim
ömurlegu leiðindum, sem fylgdu í kjöl-
far hennar. Þá þyrfti enginn lengur á
neinni hjálp að halda, svo að góðgerða-
samar sálir vissu ekki, hvað þær ættu
af sér að gera.
Tökum ástina. Hvers virði væri
hún, ef enginn þyrfti nokkru sinni að
brjóta heilann um, hvernig bezt væri nú
að leggja sem öruggastar snörur fyrir
þá heittelskuðu? Það mundi hreinlega
eyðileggja allt gamanið. ímyndið ykkur
vesalings karlmennina. Hvað ættu þeir
af sér að gera, ef þeir hefðu ekki leng-
ur neina ástæðu til að elta kvenfólkið a
röndum, til þess að reyna að sannfæra
það um alla hina góðu kosti karlþjóðar-
innar? Væri það ekki dálítið harðbrjósta
af örlögunurr, ef þau sviþtu þá öllum
tækifærum til þess að fullnægja veiðilöng-
un og yfirráðakompLexi þeirra á friðsam-
legan hátt? Og hvað um kvenfólkið?
Ætli þeim brygði ekki ónotalega við, ef
þær hefðu ekkert tækifæri lengur, til að
lata karlmennina ganga á eftir sér með
grasið í skónum, og nota töfravald sitt
til þess að pína þá og plága á allan hátt,
eins og við vitum að það gerir og hefur
gaman af í þokkabót? Æi jú, ætli lífið
yrði ekki altt of tilbreytingalaust og leið-
inlegt.
Ég er líka anzi hrædd um, að mann-
fólkið sé ekki nógu þroskað, til þess að
þola, að allt gengi því eftir vild. Mann-
skepnan er nú einu sinni svoleiðis, að
minnsta kosti enn þá, að hún vill helzt
það, sem ómögulegt er að öðlast, en
kærir sig svo aftur á móti ekkert um
það, sem hún getur fengið.
Allir vita nú, hvað alfullkomið fólk
er leiðinlegt. Guð forði oss frá þeim
tímum, þegar allt mannkynið væri það.
Nei, gerum okkur ánægð með ástandið
eins og það er í dag með öllum sínum
kostum og göllum. Maður veit, hvað
maður hefur, en ekki, hvað maður fær.
Nei annars, höldum okkur við alvör-
una. Margir hafa varið lífi sínu til að
leita hamingjunnar, en fáir eru þeir, sem
finna hana. Kannski er það heldur alls
ekki hún, sem allir eru að bíða eftir.
Kannski er það eitthvað allt annað? Sum-
ir finna það, sem þeir leita, I fegurð-
inni, aðrir við að sökkva sér niður I
störf sín eða umhyggju fyrir öðrum. En
nú vil ég spyrja: er ekki eitthvað æðra
takmark en hamingjan? Eitthvað, sem
felur I sér hamingjuna, en er þó ekki
hún. Hvað er það, sem við erum öll að
bíða eftir?
Þetta hefur orðið yrkisefni skálda og
rithöfunda um aldaraðir, en engum þeirra
hefur tekizt að skilgreina það, þó að þeir
séu annars allra manna færastir að lýsa
tilfinningum sínum og kenndum.
í Grikklandi, Romaborg, á miðöldum og
allt fram til vorra daga hafa menn brot-
ið heilann um þetta, en enginn hefur
komizt að neinni algildri niðurstöðu, ne
tekizt að brjóta það til mergjar. Enn
eru menn að velta þessu fyrir sér.
Frh. á bls 166.