Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 15

Skólablaðið - 01.10.1965, Síða 15
- 15 - _ :..mi ri n» 1 : r :moilL ii rnr r " ~Ár—— V ' ' ""II- NÚ mun þess ekki langt að bíða, að Bókasafnið Iþa.ka hefji vetrarstarfsemi sína. Bokasafnið eða lestrarfelagið íþakaj sem stofnað var árið 1880, mun vera elzta fólag, sem nú starfar inna.n skólans. Oft hefur safnið búið við þröngan kost, en þó einna. þrengstan a undanförnum árum, þar sem það hefur orðið að hirast 1 afkima sínum á fþökulofti. NÚ eru í vændum nokk- ur támamót i sögu þess, og verður það rekið i vetur og á komandi árum á nokkuð annan hátt en verið hefur. Skal hér reynt að skýra frá helztu nýjungum 1 starfsemi þess. Safnið verður flutt úr sinum gömlu húsa- kynnum og hefur nú starfsemi sina 1 tveim- ur björtum og rúmgóðum herbergjum 1 suðvesturhorni kjallara "Casa nova". Þeg- ar þetta er ritað, er 1 smíðum innrétting í herbergi þessi, og mun væntanlega verða hægt að opna safnið um mánaðamótin okt. - nov. Á, súðastliðnu vori var hafin flokkun og skráning safnbóka, og lauk henni ekki fyrr en undir mitt sumar. Flokkun þessi er gerð eftir bandarfsku kerfi og byggist á notkun tugakerfis. Hver bók fær ákveðna marktölu eftir efni síhu. Efnisflokkarnir eru 10 talsins og er þeim skipt niður á 10 hundruð. Rit um heimspeki fá t. d. mark- tölu frá 100 til 199, rit um félagsmál 300- 399, bókmenntir 800-899 o. s. frv. Hverju hundraði er siðan deilt niður í tugi. íslenzkar bókmenntir verða t. d. 810-819, enskar 820-829. Þannig má endalaust skipta niður í smærri flokka. BÓkunum mun verða raðað i ská.pa eftir þessum flokkum og hver skápur rækilega merkt- ur, svo að vandalaust verði að rata um safnið. Annars mun liggja frammi bóks þar sem fróðleiksfúsir menn geta glöggv- að sig betur á kerfi þessu. Hin nýja spjaldskrá safnsins er nú fullbúin, vélrituð á þar til gerð spjöld og hin fullkomnasta að allri gerð. Á hverju spjaldi stendur marktala viðkom- andi bókar, höfundur, titill, útgáfustaður og ár og blaðsiðnafjöldi. Emnig eru þar ritaðar athugasemdir, ef einhverjar eru. Raðað er í skrána eftir stafrófsröð höf- unda. Þess skal getið, að íslenzkir höf- undar raðazt eftir íornafni, en erlendir samkvæmt eftirnafni. Bækur þær, sem eru hærri en 25 cm og komast þvi ekki í hillur af venjulegri stærð, eru merktar 4° (les: kvartó) og skal þeirra leitað i sérstökum hillum. Safnið telur nú lauslega áætlað um 5000 bindi. Ber þar einna mest á bók- menntum á ýmsum málum og ævisagna- ritum. Auk þess er þar að finna tals- verðan fjölda bóka um félagsmál, heim- speki, visindi og tækni o. m.fl. Á kom- andi vetri mun verða horfið að þvú að auka. heldur bókakost vísinda og tækni an þess þó að skerða á nokkurn hatt kaup a annars konar bókum. Þess ma geta, að komið hefur i ljós talsvert magn af tíma- ritum, eldri og yngri, þó að sjálfsögðu séu mörg og mikil skörð í það safn víða. Skólaskýrslur eigum við ekki eldri en frá 1940, en við höfum í hyggju að bæta nokkuð þar um, og sömuleiðis hvað snert- ir Skólablaðið, sem aðeins er til frá síð- ustu árum. í bigerð eru nú reglur um starfsemi safnsins, útlán o. fl. Verður með þeim að nokkru, ef ekki öllu leyti, komið i veg fyrir vanhöld þau, sem verið hafa a undanförnum árum á innheimtu bóka. Reglur þessar verða væntanlega fjölrit- aðar, og þeim dreift meðal nemenda. Meðal annars verður komið á fot lan- þegaskrá með nauðsynlegum persónuupp- lýsingum um lánþega. Frh. á bls. 22.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.