Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 3

Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 3
Jólin 1964 AUSTRI 3 Páll Þorsteinsson. I. BOÐSKAPUR jólanna nær til allra kristinna manna jafnt æðri se:m' lægri. Boðskapurinn um ljós heimsins, kærieika og frið á jörðu. Jólin og áhrif þeirra geta orkað því að „gera kimann að sal og kastala Garðshornið svalt“. Langra kvelda jólaeldur hefur í sannleika veitt íslenzku þjóðinni þrek í þraut og sólarsýn í aldarlangri vegferð. Kjarninn er hinn sami öld af öld, en umbúðir breytileg- ar. Með hverri kynslóð koma börn síns tíma. Þjóðarandinn á hverjum tíma er áhrifamikið afl í þjóðlífinu. Aukin tækni og hagsæld á ■harga lund, þótt misskipt sé, set- ur svip á þjóðlífið um þessar mundir. Annríkið við undirbúning jólanna vex þrátt fyrir þægindin. Verzlunin í jólamánuðinum eykst. Dýrmætar jólagjafir eru fluttar frá manni til manns. — En samt er öldungis óvíst, að sjálf jóla- helgin nái djúpstæðari áhrifum á hugarfar manna en Matthías Jochum'sson lýsir, þegar hann fyr- ir nálega þrem aldarfjórðungum rifjaði upp minningar frá jólum fyrir miðja 19. öld, er hann barn að aldri var heima hjá móður sinni og hlýddi á hennar orð sviptur allri sút með kertisstúf og rauðan vasaklút í hendi — og aldrei skyn né skilningskraftur hans skildi betur en þá boðskap jólanna. II. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp hér á landi, er borin til mik- ils arfs. Fólkið, sem nú er að verða lögráða í þjóðfélaginu, er fætt um það leyti, sem lýðve’.dið var stofnað. Þá var íslenzka þjóð- in leyst úr viðjum erlendra yfir- ráða. Þó að þjóðin sýndi mikinn einhug við stofnun lýðveldis 1944, fékk hún málið þá til úrlausnar nærri sjálfkrafa. Sú kynslóð, sem hóf störf um og eftir síðustu aldamót, hafði raunverulega komið frelsismáli þjóðarinnar i höfn. Þeir, sem nú eru að öðlast lögræði, fá að arfleifð frá hinum eldri stjórnarfarslegt og fjárhags- legt frelsi. Samt steðja að nokkr- ar hættur. Þegar íslenzka þjóðin fagnaði af alhug stofnun lýðve.ld- is, bar þann skugga á, að heims- styrjöld geisaði. I kjölfar hennar kom erlent fjármagn inn í landið í stríðum straumum og skapaði það skilyrði til skjótfengins gróða. Jafnframt hefur stéttaskipting aukizt, stéttabarátta harðnað og virðing fyrir erfðavenjum látið undan síga. Af þessum sökum eru vissar hættur á vegi æskunnar. Þeir, sem hafa föðurlandið fyrir augum, vilja þjóna því og spyrja gjarna: Hvað get ég gert fyrir föðurlandið? En þegar menn hafa fyrir augum ríkið, sem þeir telja að ráði yfir miklu fjármagni, þá hættir mörgum við að spyrja þannig: Hvað veitir ríkið mér og minni stétt? III. Þegar Jón Sigurðsson forseti hóf baráttu fyrir frelsi og hag- sæld íjslenzku þjóðarinnar, taldi hann það miklu skipta að vekja þjóðarandann og beina honum á réttar brautir. I einni af ritgerð- um Jóns forseta segir svo: „Nauðsyn og nytsemd félags- skapar er augljós og margreynd. Eðli mannsins sjálft leiðir til fé- lagsskapar og öll framför mann- 'kynsins er á félagsskap byggð. Uppruni þjóða og ríkja í fornöld verður rakinn til smáfélaga, og svo er félagsskapur innrættur mannlegu eðli, að ekki mun nokk- ur þjóð finnast svo villt, að hún hafi ekki einskonar félagsskap með sér. Öll framför mannkyns- ins í menntun og kunnáttu er grundvölluð fyrst og fremst á fé- lagsskap manna, því öll ráðvísi, kapp og atorka er sprottin af viðskiptum við aðra, og af því, að menn hafa haft lag á að sam- eina krafta sína, reynslu og eft- irtekt til að koma því til vegar, sem menn æsktu og stuðlað gat til framfara og hagsældar alls mannkyns. Öll mann'kynssagan staðfestir þetta. Þar sem félags- andinn hefur verið lifandi, hafa þjóðirnar náð hinum mestu fram- förum í flestum greinum. Þar hef- ur ást á föðurlandi og frelsi skap- að hetjur og spekinga og alls konar merkismenn, sem frægir munu vera, meðan veröldin stend- ur. Þar hefur sérhver fundið til skyldu sinnar við þjóð sína og föðurland og lært að meta gagn og hagræði sjálfs sín minna en gagn og hagræði föðurlands síns og þjóðar sinnar. Þar sem ein- stökum imönnum hefur aftur á móti tekizt að kúga eða drepa félagsandann eða snúa honum svo, að hann yrði þeim einum til vilja, hefur menntunin jafnan orðið lítil eða fallið með öllu. Þegar svo er komið, að menn hafa ekkert lag á að koma sér saman til fé- lagss'kapar, þá verður það úr, að menn verða sérdrægnir, smá- smuglegir, ragir, daufir og dug- lausir og svo smám saman fátæk- ir og auðnulausir“. IV. Á öllum tímum er miki.vægt, að þjóðarandinn sé vakandi og myndi holla strauma í þjóðlífinu. Á þessari öld hefur orðið til og þróazt fjölþættur félagsskapur til heilla landi og Jýð. Búnaðarfélög- in eru að stofni meira en aldar gömul, en þau voru ekki Skipu- lögð sem allsherjar félagsskapur bænda fyrr en á þessari öld. Elzta kaupfélagið hér á landi er rösk’.ega áttatíu ára og Sam- band íslenzkra samvinnufélaga rú'mlega sextíu ára. Verkalýðs- hreyfingin á sér enn styttri sögu hér á landi. Ungmennafélags- EFTIR Pál Þorsteinsson hreyfingin ruddi sér til rúms fyr- ir fimm til sex áratugum. íþrótta- félögin eru eins og afkomand hennar. Unga kynslóðin fær ekki ein- ungis í hendur stjórnfrelsi og mikil fjárráð. Henni eru jafn- framt búin þau skilyrði að geta gengið til starfs í þjálfuðum og skipulögðum félagsmálahreyfing- um, sem hinir eldri hafa stofnað eða eflt og mótað. Mikið er í húfi, ef hugsjónir gleymast, en hagsmunir einir ráða. Kenning hins ástsæla for- seta er enn í fullu gildi og ætti að vera greypt í hug og hjarta hvers íslendings: Þar sem félags- andinn hefur verið lifandi, hafa þjóðirnar náð hinum mestu fram- förum í flestum greinum. En þar sem einstökum mönnum hefur aftur á móti tekizt að kúga eða drepa félagsandann eða snúa honum svo að hann yrði þeim ein- um til vilja, þar hefur menntunin jafnan orðið lítii. — Þar visna rætur lýðræðisins. Lýðveldið Island er eitt hið minnsta ríki veraldar. Sjálfstæði þess og tilvera grundvallast ekki á hnefarétti, seim1 kynni að vera studdur miklu fjármagni, sterku lögregluvaldi eða her. Grundvöll- ur hins íslenzka lýðveldis er mannhelgi og sögurlegur, lagaleg- ur og siðferðilegur réttur þjóðar í eigin landi. Jólaboðskapurinn og siðgæðis- hugsjón kristindómsins er eins og súrdeigið, sem á að sýra allt brauðið. Mannhelgi og virðing fyrir lögum og rétti er ávöxt- ur og afleiðing kristinnar lífs- skoðunar. Því sterkari áhrif sem þetta viðhorf hefur á þjóðarand- ann, því fremur mun þjóð vor í raun og sannleika öðlazt gleðileg I jol. Frjáls er sú drottning Frjáls er sú drottning, er vér sitja sjáum sólroðna á brá með veldistákn í hönd. Öndvegið rúmt er fóðrað bylgjum bláum, brimkögri hvítu skrýtt á jaðars rönd. Drifslæðu mæra liún á herðar breiðir, hnýtir að mitti laufgræn rósa bönd, norðljósa hadd á höfði björtin greiðir, liamingjubarni sess í kjöltu reiðir. Hörfin er tíð, er hún hjá köldum glæðum húmskýjum vafin, fjötrum reyrð og lirjáð sjá mátti barn sitt bjargar rúið gæðum, buðlungavaldi hrakið, nítt og smáð. Óhöpp og plágur eymdartogann spunmi. — Enginn fær klökkva slíkri móður láð. — ólgandi glóðir heitt í brjósti brunnu. Brennandi tár um fölar kinnar runnu. Sæl er sú móðir, sem á reginslóðum sigraða hefur langa þrautarnótt, myrkrið sér hopa fyrir röðlj rjóðium rísandi dags, er vekur líf og þrótt, barnið sitt veit með hugsjón helga og bjarta hafa sinn rétt í jörmungreipar sótt, sér það í eigin tignarskrúða skarta, sk.vnjar þess ást þó bindast sínu hjarta. Þ. Jóh., Svínafelli. Þj óðarandinn

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.