Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 2

Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Jólin 1964 Séra Skarphéðinn Pétursson, prófastuir í Bjarnarnesi: Jólahugleiðing ÆLL OG BLESSAÐUR kæri vinur og gleðileg jól og gott ár! Þér kann að koma það einkennilega fyrir sjónir að ég skuli ávarpa þig svona kunnug- lega og þúa þig í þokkabót. En orsakir eru til alls, líka til þess arna, og ég á erindi við þig, en þessa leið einna bezta að koma því fram. Ef við værum nú tveir saman setztir að samræðum um' hvað myndu þær þá snúast — þegar við værum hættir að tala um veðrið og gagn landsins og nauðsynjar þess? Gæti ekki svo farið, að umræðurnar snerust um lífshætti samtíðar okkar bæði hér og erlendis og hverra úrbóta væri þörf bæði í andlegum og veraldlegum mál- um? Allar a'dir eiga sín einkunnarorð — ein er viðreisnar- öld (hún er erlend og margra alda gömul) önnur land- námisöld svo sturlungaöld, siðbótaröld og margar fleiri mætti nefna. En þegar á að einkenna þessa öld, sem við ’.ifum á, er hún venjulega 'kölluð öld hraðans og þykir réttnefni. Nú vil ég fá þig og aðra góða menn til þess að breyta þessu og endurmeta það. Við lifum á leitaröid — á þeim timum er allir æða fram og aftur — ekki vegna þess, að nú sé verri afkoma, stjórnarhættir eða veðurfar en áður var, heldur vegna þess, að nú finnst betur en áður, að eitthvað vantar, sem ekki ;má vera án. Hvað er eyrðarleysi og skemmtanalöngun okkar og barnanna okkar annað en leit? Og hvað eru átök í al- þjóðamálum annað en leit? É|g ber báðar spurningarnar upp í einu þótt hæpið kunni að vera, því hvoru tveggja myndi ég svara á þann veg, að verið sé að leita að snöggum bletti — og er samt mjög ólíku saman að jafna. Éir ég nú orðinn of háfleigur fyrir þig — eða telurðu þetta, se:m ég er að segja við þig, vera sem hvert annað rugl? Kipptu mér þá niður á jafnsléttu til þín aítur og spurðu mig nánar um hvað ég eigi við — ef stutt er orðið í þér, hvaða erindi ég hafi átt við þig í upphafi. É|g segi þér, að ævi þín er öll einber leit — eins fjöl- breytt og æviskeiðin, eins áköf og hugur þinn er djúpur til, eins ljúfsár og hann er gljúpur. Oft kann þér að virðast eins og þú sért búinn að ná einhverju marki — að nú sé leit þinni lokið —-- en fljótlega kemstu að raun um, að það, sem þú hélzt í barnaskap þínum að væri markmið, var í rauninni aðeins upphaf að nýrri leit og þannig fer í hvert sinn er þú ætlar að leit þinni ljúki. Nú á heilögum jólum er það bón mín til þín, er þetta lest, að þú hug’.eiðir leitarhætti nútíðar og spyrjir — hvaða leið er til út úr þessu völundarhúsi leitarinnar — og ég vil fullyrða við þig, að það eina, sem geti hjálpað þér sé kristin trú. Vissulega kann svo að vera, að jólin sáu þér einungis leyfi frá störfum og barnahuggun, en sönn jól og sönn jó'.agleði er allt annað og miklu meira en þetta. Það er sú fullvissa, að yfir þér sé vakað og um þig hugsað á hverri stund og um leið og þú öðlast þá fullvissu, fær leit þín tilgang — henni er raunverulega lokið. Mundu, að Drottinn — og hann einn — getur gefið þér gleðileg jól. Hittumst heilir. Engin kirkja má vera án tóna. — iíér sjáum við Jón Mýrdal, kirkjuorganista við Norðfjarðarkirkju, leika á pípuorgel kirkjunnar. Ljósm. J. Zoega. Myndin hér að ofan er af kirkj inni að Hofi í Öræfum. Hér má greinilega sjá hinn gamla, íslenzka kirkjubyggingarstíl, sem hér ríkti í aldaraðir, hreinn og einfaldur og fellur vel að landslaginu. Ljósm. Sveinn Guðmundsson. Forsíðumyndina tók Kristján Wium af Vopnafjarðarkirkju.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.