Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 17

Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 17
Jólin 1964 AUSTRI 17 inum um viðtal, leit á hann með iskaldri þögninni, en grenjaði síðan eilitið, eins og til að láta í ijósi mótmæli sín: Af hverju er fólk ð að rifa mig út úr hlýjunni og fara með i.nig út í þennan kulda? — var eins og hún vildi srgja. Innan stundar horfðum við á eftir Reyðarfjarðarbílnum inn Mýrargötuna með reyðfirzku fjöiskylduna innanborðs. Sú litla var nú að kveðja fæðingarstað sinn og halda til væntanlegra í tthaga. Þetta vekur hjá manni þá hugsun, að þeir eru nú orðnir TEXTI: KRISTJÁN IN GÖLFSSON LJÓSMYNDIR: JÓHANN ZOfiGA alimargir Austfirðingarnir, sem eiga að kalla má „falskan fæð- ingarstað". Þeir eru fæddir í Nes- kaupstað, dvelja þar 7—8 fyrstu daga ævi sinnar, og síðan e. t. v. aldrei meir. Þetta kann að valda, ættfræðingum framtíðarinnar vandræðum. En þó sú þjóðlega og virðingarveirða stétt manna skyidi nú fá höfuðverk af öllu saman, skyidi engin nútímakona setja það fyrir sig, heldur ala barn sitt, þar sem hún telur ör- uggast og þægilegast. En um það bil sem bíllinn hverfur, rennur hér annar bíll í hlað. Það er sjúkrabíllinn. Út úr honurn stígur Stefán Þorleifsson, framkvæ!.ndastjóri stofnunarinn- ar, einmitt annar þeirra manna, sem við höfðum áhuga fyrir að hitta að máli. Og innan tíðar erum við kom- in með Stefáni inn á skrifstofu hans í sjúkrahúsinu. — Segðu mér, Stefán, hvenær var fyrst hafizt handa uim bygg- ingu þessa sjúkrahúss? — Hinn eiginlegi frumkvöðull málsins mun mega teljast séra Guðmundur heitinn Helgason, er var á sínum tíma formaður und- irbúningsnefndar, sem fjalla sky.di um þessi imál. — Þú hefur e. t. v. hafið af- skipti þín af þeim með tilkomu 1 eirrar nefndar? — Nei, ekki var það nú, held- ur kom ég inn í byggingarnefnd sjúkrahússins haustið 1955, tók sæti Lúðvíks Jósepssonar alþm,, þegar hann fór suður. I bygg- ingarstjórninni áttu ennfreiTiur sæti þeir Jón Lundi Baldursson, sparisjóðsstjóri, og Þorstefnn Árnason, þáverandi héraðslæknir. Um þessar mundir var verið að ljúka sjálfri húsbyggingunni, en hinsvegar innréttingar allar cftir, svo og útvegun útbúnaðar. Sýnilegt þótti, að ráða þyrfti séistakan mann til að hafa með höndum framkvæmdastjórn þeirrar starfsemi, og var ég ráð- inn framkvæmdastjóri sjúkra- hússins. — Og loks var það vígt. . . ? — 18. janúar 1957. Það d<i' tvo stóratburði í sögu Neskaup- staðar upp á þann dag. Annars vegar vígsla hússins, og hins vegar koma togarans Gerpis. Eins og gefur að skilja var þetta því merkisdagur hér um slóðir, i Á stofu nr. 11. enda kom hálf ríkisstjórnin þá- verandi, hingað austur til að samfagna okkur. — Hún hefur sæmt ykk'ir Pjórðungssjúkrahússnafnbótinni um leið? —■ Nei, ekki var það nú. Það var ekki fyrr en á árinu 1958, að sjúkrahúsin á ísafirði og í Nes- kaupstað voru gerð að fjórðungs- sjúkrahúsum. Sjúkrahúsið á Isa- firði hafði um langan aldur þjónað Vestfirðingum og sjáan- legt var, að okkar mundi bíða. lík þjónusta hér eystra. Það sýndi sig strax á fyrsta árinu varðandi okkar hús, þegar 60% sjúklinganna komu að úr öðrum byggðariögum. — Hafa ekki fjórðungssjúkra- húsin ýmis hlunnindi umfram t. d. venjuleg bæjarsjúkrahús? — Munurinn var lengi sá, að þau höfðu 10 krónum hærri styrk á legudag, en önnur sjúkrahús. Nú er þetta hinsvegar breytt hvað styrkinn snertir og búið að flokka sjúkrahúsin niður, eftir því, hvort um er að ræða skipt deildarsjúkrahús, sjúkrahús með 1 deiid, eða sjúkraskýli. Nú, þá má heldur ekki gleyma því, að byggingarkostnaðurinn frá því Ráðskonan og ein af starfsstúlku m hennar hella á könnuna. Matarvagninn á ferðinni.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.