Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 12

Austri - 15.12.1964, Blaðsíða 12
12 AUSTRI Jólin 1964. ir Jóhönnu og gerðum við það. Þá fórum við inn í Sandhús og flengdum fyrst Egil, en síðan fórum við upp á loft og flengdum Jóa og Baldur ógurlega fast. Svo fórum við aftur út að Brekku og Jóa flengdi þá alla á ný, Vilhjálm, Pál og Fúsa. En morguninn eftir bárust þær leiðinlegu fréttir, að það hefði verið Sigurjón frá Eldleysu sem við flengdum í rúmi Jóa, en ekki Jói sjálfur! (Heimastíll, febr. ’64). ----- --------- ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR: Ferð um fjöll og heiðar Það var í vor að við pabhi fórum gangandi til Seyðisfjarðar. Veður var frem- ur gott, en þoku- slæðingur. Klukkan var far- in að ganga sex, þegar lagt var af stað. Við röbbuðum1 saman á leiðinni og vorum í bezta skapi. Við lögðum nú í mesta bratt- ann og gekk vel. Þar var dálátið skarð sem maður gengur í gegn- um og klettar báðum megin. Þar sáum við kjálka úr hesti og eina jöklasóley. Pabbi sagði mér sögu um mann og hesta, sem hröpuðu þarna. Hestarnir dóu, en maður- inn slapp lifandi. Svo héldum við áfram og yfir fjallið. Nú fórum við að gæða okkur á nestinu og drukkum vatn með. Svo héldum við áfram og allt gekk vel. Það fór að halla niður í móti og komum við niður í Aust- dalinn. Þar voru fjórar eða fimm útigangskindur. Sýndist okkur markið vera sýlt í stúf, en það er markið heima. Svo sáum við líka lóu og fjögur lóuegg í hreiðri. Þokan var orðin nokkuð dimm. Og enn héldum við áfram og inn að Þórarinsstöðum. Þar fórum við útaf veginum, sem liggur heim að Hánefsstöðum og pabbi ætlaði að villast framhjá bænum. Við bönkuðum uppá og Svanþrúður kom til dyra og bauð okkur vel- komin. Við fórum inn í baðher- bergið og snyrtum okkur til og fórum í önnur föt. Og pabbi var svo sveittur að hann varð að fara í bað, en ég fór fram að tala við fólkið. Svo kom pabbi og við sett- umst að snæðingi og fórum síðan að hátta. Kl. sjö morguninn eftir fór pabbi inn í kaupstað til Her- manns og Guðnýjar. En ég fór út í fjós og horfði á þegar verið var að mjólka. Og ekki má gleyma því, að ég fór oft að skoða tarf- inn og þá bölvaði hann mikið. Eftir mjaltir fór ég með Jóni inn í bæ, þangað sem pabbi var. Þar sá ég afar gamla konu, sem lá í rúminu. Guðný gaf mér app- elsínu og svo fór ég að tala við gömlu konuna. Og ég þurfti að tala nok'kuð hátt svo að hún heyrði. Mig minnir hún vera 93 ára gömul. Ég fór í mörg hús til, og sá margt gam'alt fólk. Og svo fórum við með voða fínum manni á landróver upp í Hérað. Hann heitir víst Sigurður og á heima á Reyðarfirði. Hann keyrði nokkuð hart. Við skoðuðum Guttonmslund og svo Gróðrastöðina. Þar sáum við margt skrítið. Svo fórum við upp í Hallormsstaðaskóla, þar fengum við góðan mat og frk. Guðrún forstöðukona sýndi okk- ur húsið. Eftir það fóruim' við tii Sigurðar Blöndal. Það var einn strákur þar sem hét Benedikt, hann var ailtaf að stríða mér. Svo hittum við Hrafn og fór- um síðan út af Hafursá og þar var nú gaman að vera. Síðasta daginn fórum við út að Þrándarstöðum. Þar sá ég 100 hænur og fékk dýrindismat. Jó- hann fór með okkur á Guddunni langt inn á Slenjudal og krakk- arnir fylgdu okkur. Þar kvöddum við þau og fórum að labba af stað heim. Inn á heiði mættum við Fúsa, Boggu, Hjala, Steina. Kidda og Stebba og fórum imeð þeim heim á bílnum. Hann stóð neðan við snjóinn, sem var efst. Þetta var bara skemmtilegt ferðalag, þó ég imissti reyndar bæði af bíói og balli heima. (Heimastíll, des. ’63). — &------------ BJÖRN JÓNSSON: Ævintýri í Reykja- vík Það er gaman að Reykjajvík, mér finndii ekki kvöldið se var hjá minni, því ég að ska sagði, að ég fara heim. Mamma sagði, að við værum komin svo langt að það væri ekki hægt að komast heim í kvöld og þetta mundi lagast þeg- ar ég væri búinn að sofa. Og það reyndist vera svo. Nú var það einn dag, að við mamma og Helga fórum í hús eitt. Þar sýndi ein stelpa okkur Grýlu, að minnsta kosti sagði hún það væri Grýla. Hún lá á legu- bekk niðri í kjallara, steinsofandi og hún hraut hátt. Mér sýndist hún hafa voða stóra vömb og stór pottur stóð þar rétt hjá, se.m hún hefur sjálfsagt ætlað að sjóða eitthvað í. Það héldum við Helga að minnsta kosti. Við þorðum ekki að láta heyra neitt í okkur svo hún vaknaði ekki, því við vorum hrædd um að hún mundi taka okkur ef hún vaknaði. Svo var það einn dag, að við mamma og Helga vorum að fara niður á símstöð til að tala við pabba. Það var mikið af fólki fyrir utan símstöðina. Allt í einu kom strákur á skellinöðru og hjólaði niður tröppur sem lágu inn í garð. Mig langaði að sjá hvert hann færi og hljóp inn í garðinn á eftir honum. En þar var þá enginn svo ég gat ekki fengið að skoða hjólið. Þegar ég kom út á götuna aftur var mamma horf- in svo ég varð hræddur og fór að öskra og hljóp af stað, en mamma heyrði ekki til mín. Þá kom gömul kona og sagði: Ert þú búinn að týna mömmu þinni, veslingurinn? Éig skal hjálpa þér að finna hana. — Svo labbaði hún af stað upp hæðina fyrir utan símstöðina. En þá kom mam.Tia gangandi og kallaði á mig. Þegar ég var í Reykjavík var ég líka í sandmokstri með einum strák. — Við vorum að moka. En svo fann ég upp á því að standa upp :með sandrekuna fulla af sandi og henda sandinum yfir okkur báða. Þarna stóð vagn rétt hjá sandkassanum með litlu barai í og hafði sandurinn fokið yfir barnið í vagnum. Barnið fór að skæla. — Þá kom stelpa og skammaði mig fyrir að henda sandinum upp í loftið því sandur- inn gæti fokið í augun á fólki. Svo kallaði hún á konuna, sem átti að passa, að börnin gerðu enga skömm við sandmoksturinn. Og hún sagði, að ég mætti aldrei henda sandi upp í loftið og helzt ekki moka honum út fyrir kass- ann. Hún hjálpaði stelpunni að hreinsa úr vagninum og af barn- inu. Og svo fór stelpan burt með barnið. (Skólablaðið, 29. apríl ’60). Nýju bækurnar Að þessu sinni gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út eftirtald- ar bækur: 1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd mörgum myndum. Um 300 blaðsíður í stóru broti. Hefur verið sérstaklega til útgáfunnar vandað. Útsöluverð 350.00 kr., félagsverð 280.00 kr. 2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas Kristjáns- son eand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa verks kom út á síðasta ári, og hlaut þá afbragðs dóma. Félagsverð 170.00 kr. 3. Með liuga og hamri, jarðfræðibækur Jakobs H. Líndals, bónda og jarðfræðings á Lækjamóti. Sigurður Þórarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400 b.aðsíður, prýdd myndum. Út- söluverð 360.00 kr., félagsverð 285.00 kr. 4. Saga Maríumyndar, eftir dr. Seimu Jónsdóttur, Prýdd mörg- uim myndum. Upplag er mjög lítið. Útsöluverð 350.00 kr., félagsverð 280.00 kr. 5. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli. Útsöiuverð 280.00 kr„ félagsverð 170.00 kr. 6. í Skugga Valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdótt- ur. Útsöluverð 280.00 kr., félagsverð 170.00 kr. 7. Öm Arnarson (Magnús Stefánsson, skáld), eftir Kristján Ólafsson. Útsöluverð 140.00 kr„ félagsverð 110.00 kr. 8. Leiðin til skáldskapar, um sögur Gunnars Gunnarssonar, eftir Sigurjón Björnsson. Útsöluverð 140.00 kr„ félagsverð 110.00 kr. 9. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen, Sigurður Guðmundsson þýddi. Útsöluverð 140.00 kr„ félagsv. 110.00 kr. 10. Mýs og inenn, eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh. Sigurðsson þýddi. Útsöluverð 140.00 kr„ félagsverð 110.00 kr. 11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal. 120 blað- síður. Upplag er lítið. Úisöluverð 180.00 kr„ félagsverð 140 kr. 12. Ævintýraleikir, 3. hefti, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Útsölu- verð 70.00 kr„ félagsverð 55.00 kr. Bókamenn: Það borgar sig að gerast félagsimenn í Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð. Snúið yður til næsta umboðsmanns. Bókaútgáfa Menningarsjóðs

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.