Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 15

Austri - 15.12.1972, Blaðsíða 15
Neskaupstað, jólin 1972. AUSTRI 15 Happdræili Háskóla íslands greiffiir yfir fjögur hundruð milljónir króna í vinninga á ári, sem er 70% af heildarveltunni, og er því glæsilegasta happ- drætti landsins. Hvernig á að spila? Happdrætti Háskóla íslands er eina happdrættið hér á landi, sem gefur viðskiptavinum fleiri en einn möguleika til spila- mennsku. Með tilkomu au!kaflo'k.kanna E, F. G og H getur við- skiptavinurinn aukið „breidd“ spilamennskunnar, eða tvöfald- að, íþrefaldað eða fjórfaldað vinninginn. Þá spilamennsku nefn- um við ,,ÞVERSUM“. Aft.ur á móti ihafa einstaklingar og starfshópar ’haft mikla á- nægju um áraraðir að spila á raðir af miðum, en sú spila- mennska hefur verið nefnd „LANGSUM“. Það er með spilamennsku í ihappdrættum eins og svo margt annað í mannfélaginu, að fleira en eitt sjónarmið kemur til greina. Sumir vilja hafa stóra vinninga, svo þá muni verulega um það, þegar miðinn þeirra kemur upp. Aðrir telja það meiri ánægju að fá oftar vinning, þótt vinningurinn sé ekki svo hár; leggja á það höfuðáherzlu, að „spila frítt“. Happdrætti Háskóla Islands fer bil beggja. Þeir, sem óska að fá stóran vinning, þegar miðinn þeirra kemur upp, geta spilað „ÞVERSUM" og átt tvo eða fleri miða af hverju númeri. En þeir, sem kjósa heldur að verða otftar varir, ættu að spila „LANGSUM" og eiga raðir af miðum. SPILAFÉLÖG I áratugi ihafa menn spilað á raðir af miðum. Hafa myndazt sam- tök manna í þessum tilgangi, sem eiga saman mismunandi lang- ar raðir af miðum. Mjög algengt er að þessi félög eigi 25—50 miða í röð. Þá er vitað um mörg stærri félög, sem eiga allt upp í 100 miða og dæmi eru til um allt að 200, og jafnvel 300 miða- röðum í eigu sama sameignarfélagsins. Ólíkustu sjónarmið bindá menn saman í þessum spilafélögum, Bridgekiúbbar, saumaklúbbar, ferðaklúbbar, ifræindur og vinir„ starfsfélagar, skoðanabræður, nágrannar og s-ambýlisfóik og svona mætti lengi telja. Góffifúslega endurnýiffi tímanlega. Sala á hlutamiffium og endumýjin til 1. flokks 1973 hefst 27. desember. Viðskiptavinir happdrættisins eiga forkaupsrétt að miðum sínum til 10. janúar. Góðfúslega endurnýið sem fyrst til að forðast biðraðir seinustu dagana. Verð miðanna 200 krónur á mánuði. Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs óskum vér viðskiptavinum vorum um land allt TrYggingamiðslöðin hf. REYKJAVlK

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.