Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 5

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 5
5 Stíllinn býður hér upp á þrjár sniðugar, heimatilbúnar aðferðir til að losna við fílapensla. Þetta eru einfaldar og auðveldar aðferðir sem virka vel fyrir húðina. Viltu losna við fílapensla? 1Blandaðu saman tæplega hálfum desilítra afvatni við nokkra dropa af te-tréolíu. Dýfðu bómul í blönduna og nuddaðu laust á þau svæði sem þarf. Gerðu þetta tvisvar á dag þangað til þú ferð að sjá framfarir. 2Önnur aðferð er að sjóða vatn í potti ogsetja te-tréolíu út í. Á meðan vatnið er að sjóða er gott að standa við pottinn og láta gufuna opna fyrir svitaholurnar. Síðan geturðu farið að kreista! En settu örlítið af te-tréolíu eftir átökin, þar sem hún er sótthreinsandi. 3Þriðja og síðasta aðferðin felur í sér hunangsgrænan temaska. Uppskrift að maskanum: • 1 tsk eplaedik • 2 tsk hunang • 5 tsk sykur • 2 tsk grænt te og svo hrært saman. Þegar maskinn er tilbúinn berðu hann á sýktu svæðin og bíður í 10-15 mínútur. Síðan þværðu maskann af með volgu vatni. Stíllinn kíkti í nokkra framhaldsskóla og tók púlsinn á tískunni. Rauðakrossbúðin virðist vera mjög vinsæl og þeir sem nenna að gramsa geta eflaust fundið þar ýmsa falda fjársjóði. Búð Rauðakrossins eftirsóknarverð RAGNA BJÖRK BERNBURG 18 ára á þriðja ári í Versló Hvar verslaru helst fötin þín? Topshop og KronKron aðal- lega. Svo versla ég líka úti mjög mikið Hvað ætlar þú að gera í sumar? Það er bara óákveðið. VESTI – ZARA TREFILL – VINKONA MÍN Á HANN BUXUR – TOPSHOP PEYSA – AMERICAN APPAREL SKÓR – ERLENDIS ALEXANDER HARALDSSON, 16 ára á fyrsta ári í Verzló Hvar verslar þú fötin þín helst? Annað hvort hérna heima eða úti, það er misjafnt. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana? Bara alls konar nýtt. Ekkert sérstakt þannig, aðallega hipp hopp, BOLUR – SAUTJÁN PEYSA – URBAN BUXUR – SMASH, KRINGLUNNI SKÓR – KEYPTI ÞÁ Í BANDARÍKJUNUM ELÍN ELÍSABET EINARSDÓTTIR 18 ára á þriðja ári í MH Hvar verslar þú helst fötin þín? Ég fer svolítið í Spúútnik eða Nostalgíu. En síðan á ég eiginlega aldrei pening, svo að Rauðakrossbúðin er vinur minn. Hvar ertu að vinna? Ég er að vinna á Faktorý. KOLBRÚN ÝR STURLUDÓTTIR 16 ára á fyrsta ári í FG Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla bara að vinna og hafa gaman. Hvað hlustar þú á þegar þú ferð að skemmta þér? Bara þetta týpíska, FM- tónlist og svona. Hvar verslar þú fötin þín? Misjafnt. KÁPA – FÉKK HANA Í RAUÐAKROSSBÚÐINNI Á MJÖG LÍTINN PENING TREFILL – FÉKK HANN GEFINS FRÁ FRÆNKU MINNI SEM ÉG BÝ HJÁ, LANGÖMMUSYSTIR MÍN ÁTTI HANN HÚFA – RAUÐAKROSS- BÚÐIN VESKI – SPÚÚTNIK SKÓR – BÚÐ Í PARÍS ARNAR STEFÁNSSON 19 ára á lokaári í FÁ Hvað ertu að fara að gera í sumar? Vinna bara og fara til útlanda. Hvað er uppáhalds- blaðið þitt? Monitor er gott blað. Ég les það alltaf þegar ég kem í skólann. ÚLPA – INTERSPORT PEYSAN – H&M Í SVÍÞJÓÐ BUXUR – KRONKRON SKÓR – KEYPTIR Í BANDARÍKJUNUM KINNAT (frá Bandaríkjunum) 17 ára á öðru ári í FB Hvað ætlarðu að gera í sumar? Fara til Boston og fá mér tattú. Hvar ertu að vinna? Ég er að bera út Morgunblaðið. HRINGUR – ACCESSORIZE BOLUR – SPARKZ LEGGINGS – JÚNÍFORM SKÓR – ÞEIR ERU ÚR RETRO BJÖRGVIN JÓNSSON 17 ára á öðru ári í Fjölbraut í Garðabæ Hvar verslar þú fötin þín? Ég kaupi mér föt aðallega erlendis. Hvað er í ipodnum þínum þessa dagana? Um þessar mundir er ég aðallega að hlusta á Notorious B.I.G., Daft Punk, Vampire Weekend og Jimi Hendrix. Annars er ipodinn fullur af alls konar drasli. PEYSA – KEYPTI HANA Í EINHVERRI BÚÐ Í NEW YORK BUXUR – URBAN OUTFITTERS SKÓR – ADIDAS DARREN (frá Filippseyjum) 17 ára á öðru ári í FB Hvar ertu að vinna? Ég vinn í Royal Extreme. Hvað ætlarðu að gera í sumar? Ég fer kannski til Bandaríkjanna að heimsækja frænku mína í Virginíu. KÁPA – RAUÐAKROSS BÚÐIN TASKA – KOLAPORTIÐ SKÓR – SPÚÚTNIK EYRNALOKKAR – HÓKUS PÓKUS KÁPA – ROKK OG RÓSIR SKYRTA – RAUÐAKROSSBÚÐIN BUXUR – SAUTJÁN SKÓR – RAUÐAKROSSBÚÐIN HÁLSMEN – KINNAT BJÓ ÞAÐ TIL MAGNÚS BJARTUR ÓLAFSSON 16 ára á fyrsta ári í Borgó Hvað er í ipodnum? Aðallega indírokk. Ekki þessi svona týpíska tónlist, hún er alltaf sú sama um djamm, hvað þú átt og hvað þú átt ekki eða ég er mikið betri en þú. Hvaða braut ertu á? Ég er í margmiðlun- arhönnun að læra BOLUR – JACK & JONES BUXUR – BRIM JAKKI – BLEND SKÓR – SKÓR.IS HUNANG GETUR VERIÐ MARGRA MEINA BÓT FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Monitor

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.