Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 27.01.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Ef maður tekur einhverja sem hefur komið út nýlega þá verð ég að segja The Social Network. Það er allt unaðslegt við hana. Ég hlusta stundum á „soundtrackið“ bara til að peppa mig upp. Sjónvarpsþáttur Ég er að horfa mest á Modern Family núna, en annars er Dexter í uppáhaldi. Þá meina ég á eftir 16 and Pregnant augljóslega. Bók Ég les afar lítið. Ég les aðallega glærur og alls kyns glósupakka, en ef ég á að mæla með einni af þeim fáu bókum sem ég hef lesið þá verð ég að mæla með Rich Dad Poor Dad. Mikilvægur lestur fyrir alla. Plata Besta plata sem ég hef hlustað á nýlega er My Beautiful Dark Twisted Fantasy eftir Kanye West. Hún hefur fengið ótrúlega góða dóma og mun ekki svekkja neinn sem fjárfestir í henni. Vefsíða FlickMyLife.com er frábær síða sem ég sæki daglega. Það er eiginlega ekkert ófyndið á henni. Ég er samt ótrúlega ósáttur með að Kolb in the wild sé ekki lengur fastur liður þar. Ég þarf minn Kolb in the wild skammt! Staður Ef þú þarft að finna mig þá eru svona 87% líkur á að ég sé að „climaxa“ á kjúklingastaðnum í Suðurveri yfir einhverri máltíð. Ég hef verið fastakúnni þar síðan ég man eftir mér. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Síðast en ekki síst » Henrik Biering, tónlistarmaður, fílar: LOKAPRÓFIÐ fílófaxið GRÍNGÍTARKVÖLD Kosningamiðstöð Vöku 20:30 Vaka, félag lýðræðissinnaðrastúdenta, heldur gríngítar- kvöld í kosningamiðstöð sinni en þar koma fram grínkvendin Saga Garðarsdóttir, Ugla Egilsdóttir og Alma Geirdal. Að því loknu mun söngkonan Margrét Rúnarsdóttir taka lagið. Allir eru velkomnir en kosningamiðstöðin er á Tryggvagötu 4-6. LESBÍSKT UPPISTAND Trúnó 21:00 Lessuvinafélagið stendurfyrir næstum því allesbísku uppistandskvöldi þar sem fram koma nokkrar af fyndustu hinsegin konum landsins. Meðal þeirra er Íris Ellenberger úr Uppistöðufélaginu og Sigríður Eir Zóphanías- dóttir. Saga Garðarsdóttir, uppistandsstelpa, verður heiðursgestur. Aðgangur er ókeypis. FÁVITAR Á FAKTORÝ Faktorý 21:00 Þórhallur Þórhallsson,fyndnasti maður Íslands árið 2007, verður með uppistand ásamt góðum félögum. Frítt er inn á skemmtunina en hann segir fólk þó eiga eftir að „hlæja fyrir allan peninginn“. GUNNI ÞÓRÐAR Kaffihúsið á Álafossi 21:00 Goðsögnin Gunnar Þórðarsonmætir með gítarinn á kaffihúsið í Álafosskvos í Mosfellsbæ og tekur öll sín bestu lög. Aðgangseyrir 2.000 krónur. fimmtud27jan | 27. janúar 2011 | skólinn AFMÆLISTÓNLEIKAR HEIÐU Bakkus 21:15 Tónlistarkonan RagnheiðurEiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða, fagnar því að hafa náð 40 ára afmæli með tónleikum ásamt hljómsveitinni Hellvar á Bakkus. Það er Elana frá New York sem hit- ar upp. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:15. VARSJÁRBANDALAGIÐ Rósenberg 22:00 Hljómsveitin Varsjárbanda-lagið heldur tvenna tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg þessa helg- ina, klukkan 22 á föstudagskvöld og klukkan 22:30 á laugardagskvöld. Hljómsveitin spilar fjöruga austurevrópska tónlist og er gjarnan mikið fjör á tónleikum þeirra. Miðaverð er 1.500 krónur. SVITABALL Faktorý 20:30 Röskva, samtök félags-hyggjufólks við HÍ, heldur ball á Faktorý þar sem hljómsveitin Retro Stefson kemur fram. Aðgangur er ókeypis. föstudag28jan laugarda29jan Hljómsveitin goðsagnakennda Trúboðarnir heldur tónleika á Sódóma á fimmtudagskvöld. „Ég náði því persónulega meti að þruma upp 150 kílóum í bekkpressu um daginn og mun það svo sannarlega koma að góðum notum á tónleikunum,“ segir Snorri Barón Jónsson, gítarleikari sveitarinnar. „Prógrammið er hlaðið perlum framtíðar- innar en við erum búnir að taka okkur þrjú ár í það að semja, æfa og skúra þessa músík sem verður flutt gestum og gangandi,“ segir Snorri enn fremur. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og mun Gísli Einarsson fara með gamanmál áður en hið sanna trúboð Trúboðanna hefst. Auk Snorra er hljómsveitin skipuð þeim Heiðari Inga Svanssyni á bassa, Magnúsi Magnússyni á trommur og Karli Örvarssyni söngvara. „Viðkvæmir eru beðnir um að taka með sér tappa eða eyrnaskjól þar sem það má gera ráð fyrir að það verði umtalsverður hávaði,“ segir Snorri. ÚTIDÚR Á FAKTORÝ Faktorý 22:00 Hljómsveitirnar Útidúr, Valdi-mar og Just Another Snake Culture. Þrjár skemmtilegar sveitir og stígur sú fyrsta á stokk klukkan 23. Frítt inn. Bekkpressan kemur að notum Sódóma Fimmtudagskvöld kl. 22

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.