Austri - 21.01.1977, Side 1
K^mstri
22. árgangur. Egilsstöðum, 21. janúar 1977. 3. tölublað.
Vegurinn um Oddsskarð
Á Austurlandi er akfært að kalla
fimmtán fjallvegi, heiðar, skörð og
hálsa. Telja má eina tuttugu firði
í Múlaþingi, sem tengst hafa vega-
kerfinu með einhverjum hætti. 1
Skaftafellssýslu eru yfir fimmtíu
brýr, samtals á fjórða km að lengd.
Og aðalvegurinn um endilangt Aust-
urlandskjördæmi er ámóta langur og
leiðin frá Egilsstöðum til Reykja-
víkur eða 740 km.
Það þótti í mikið ráðist, þegar
Jakob glímdi við Guð, enda gerði
hann það í draumi. Það nálgast líka
fífldirfsku að fáeinar hi-æður takast
á hendur að vega allt Island. I óska-
draumum okkar er vegur vegur og
þar þykir mörgum gaman. En í vöku
verða þeir ekki viðskila vegirnir og
peningarnir. Og fyrir alþingismenn
heyrir það til munaðar að hugsa um
vegagerð frá öðru sjónarhorni.
Haustið 1973 sást hilla undir lok
brúarsmiðar á Skeiðará. Þá tók ég
saman frásögu - þátt af brúargerð
í Skaftafellssýslu og birti í jólablaði
Austra. Nú nálgast sá tími, að not-
hæf verði jarðgöngin í Oddsskarði
ef allt fer samkvæmt áætlun. Það
verður næststærsta og jafnframt ný-
stárlegasta vegaframkvæmd á Aust-
urlandi. Þetta verður nokkuð dýr
vegur. Og val vegarstæðisins — leið-
arinnar — átti sér töluverðan að-
draganda. Sýnist vel ómaks vert að
rifja upp nokkra þætti þeirrar sögu,
og verður m.a. stuðst við heimildir
frá vegamálaskrifstofunni, blaðavið-
tal við Einar sáluga Jónsson verk-
stjóra og frásagnir heimamanna.
Upprifjun þessi verður á engan
hátt tæmandi. En hún minnir á
merka sögu og svo á hitt hver nauð-
syn er að skrá frásagnir af atburð-
um meðan þeir enn eru í fersku
minni og heimildir handbærar. En á
hvort tveggja sýndist mér nokkuð
skorta, þegar ég tók að rifja upp
þessa atburði.
Það er örðugt fyrir þá, sem um
alllangt skeið hafa vanist jarðýtum
og áþekkum vinnuvélum öðrum, að
setja sig í spor þeirra, sem unnu að
vegagerð áður en þessi tæki komu
til sögu. Bíllinn kom nokkru fyrr.
Og sannleikurinn var sá, að vega-
gerðarmenn á íslandi voru óstöðv-
andi strax í byrjun — þótt þeir að
sjálfsögðu færu sínar eigin leiðir!
Fyrsta meiri háttar vegarlagning
á Austurlandi átti sér raunar stað
áður en bíll kom á austurslóðir.
Vegurinn um Fagradal var lagður
á árunum 1903 til 1909. Hann var
Snjómokstur í Oddsskarði.
gerður fyrir hestvagna eins og kunn-
ugt er, en reyndist bílfær að mestu
þegar fyrsti bíllinn fór um Fagradal
árið 1917.
Fagradalsbraut var tilkomumikið
nafn og stóð eitt sér um áraskeið.
— Ég held það geti ekki flokkast
undir áróður þó sagt sé, að á stjórn-
arárum Tryggva Þórhallssonar og
Jónasar Jónssonar 1927 - 1931 hófst
nýr kapituli í framfarasögu íslend-
inga. Vegagerð á íslandi fékk þá
slíka vítamínsprautu að úr skar.
Hvarvetna var hafist handa, leitað
leiða og leiðir ruddar með hökum og
skóflum. Val vegastæða var vitan-
lega mjög háð þeirri ”tækni“ sem þá
var fyrir hendi. Að vegurinn nýtt-
ist sem flestum byggðum bólum var
og mikils vert.
Norðanverðir Austfirðir voru sér-
staklega erfiðir, fjöll há og brött og
náðu í sjó fram á nesoddum. Á milli
Eskifjarðar og Norðfjarðar voru
ýmsar leiðir skoðaðar: Oddsskarð,
sem var fjölfarið gangandi og ríð-
andi mönnum. Hrafnaskörð, sem
liggja út og upp frá Helgustöðum,
en síðan mátti fara um Hnúka og
komið niður á Skuggahlíðarbjörg eða
neðanvert í Oddsdal. Út Helgustaða-
hrepp um Víkurheiði, Dys, Viðfjörð,
Glámuskriður, Hellisfjörð og Hellis-
fjarðarskriður til Norðfjarðar.
Árið 1930 skoðar Jón ísleifsson
verkstjóri leiðir til Norðfjarðar frá
Eskifirði, annars vegar um Krossa-
nes, hins vegar um ”Vaðlaheiði“,
eins og það er orðað í skýrslu hans,
sem dagsett er á Eskifirði 6. maí
1930. Vegurinn um Víkurheiði og
Dys hefir þá nýlega verið tekinn í
tölu sýsluvega.
Næst athugar leiðir Jón Jónsson
”frá Flatey“ síðlasumars 1931. Hann
er á Oddsskarði 7. - 8. september og
hefir þá áður farið Víkurheiði og
Dys og með sjó til Norðfjarðar. At-
hugun hans er allnákvæm og sund-
urliðuð. Dómur Jóns Jónssonar er
afdráttarlaus:
”Þrátt fyrir þá annmarka sem á
þessari leið (Viðfj.) eru, er ekki
álitamál að velja hana heldur til þess
að gera bílveg en um Oddsskarð. Það
liggur svo hátt að snjó leysir þar
ekki fyrr en kemur langt fram á
sumar."
Sveinn Ólafsson í Firði.
Á sumarþingi 1931 flytur Sveinn
Ólafsson í Firði tillögu um að taka
í tölu þjóðvega: ”a. Norðfjarðarveg-
ur, frá Eskifirði um Norðfjöi'ð að
Nesi.“ Ennfremur Mjóaf jarðarveg
og Fáskrúðsfjarðarveg. Voru þessar
tillögur allar samþykktar óbreyttar
1933.
Hannes Arnórsson skilar frumá-
Auglýsinga- og
áskriftasími
AUSTRA
er 97-1335
ætlun um kostnað við vegagerð um
Víkurheiði til Norðfjarðar 19. jan-
úar 1933, 85 þús. kr.
Engum þessara manna líst á Odds-
skarð. Og Kristján Jóhannsson verk-
stjóri telur að Geir Zoega vegamála-
stjóri hafi einkum sett fyrir sig hina
miklu hæð, 660 m yfir sjávarmál.
Ingvar Pálmason.
Guðjón í Skuggahlíð telur, að árið
áður hafi þeir Ólafur Sveinsson
bankagjaldkeri á Eskifirði og Ólaf-
ur Helgason bóndi á Helgustöðum
komið að Skuggahlíð þeirra erinda
að fá vörubíl, sem Ármann Her-
mannsson átti og kanna, hvort hægt
væri að koma honum yfir Hnúka og
Hrafnaskörð. Bíllinn var að sjálf-
sögðu aðeins með drif á afturhjól-
um og komst ekki nema inn í Sneið-
ingarnar innan við Skuggahlíð. Nú
hefir verið farið með jeppa hluta af
þessari leið en það er önnur saga.
Vegagerð út frá Eskifirði mun
hafa byrjað um 1934. En áður höfðu
verið gerðir vegbútar á byggðinni.
Árið 1938 er vegur kominn að svo-
kölluðu Klifi nokkuð innan við bæinn
Viðfjörð. Þá var staldrað við og enn
hugað að nýju vegarstæði til Hellis-
fjarðar yfir og um Hnúka niður í
Oddsdal. En á árunum 1941 og 1942
var lokið við veginn niður að sjó. Þar
var gerð bryggja og teknar upp
fastar ferjuferðir að sumrinu. Munu
þær raunar hafa byrjað strax 1941.
En Kaupfélag Héraðsbúa tók upp
áætlunarferðir milli Akureyrar og
Viðfjarðar árið 1943. Bílar voru
fluttir með bátnum og ekið um borð
og frá borði. Aðeins einn bíll varð
tekinn í senn og eingöngu litlir bílar.
Fastar ferðir munu hafa verið tvær
á viku yfir sumartímann, (ca 2 mán.)
og aukaferðir eftir þörfum. Þessar
framhald á bls. 3