Austri - 21.01.1977, Síða 7
Egilsstöðum, 21. janúar 1977.
AUSTRI
7
£ojóf(óðovariyir í Neskoupstoð
Snjóflóðanefnd Neskaupstaðar skil-
aði áliti í október síðastliðnum.
Nefndin var skipuð í september 1975
og vann að athugunum á snjóflóða-
vörnum í samvinnu við erlenda sér-
fræðinga. Nefndina skipuðu: Hjör-
leifur Guttormsson formaður, Hauk-
ur Ólafsson, Ólafur Gunnarsson,
Stefán Pálmason og Stefán Þor-
leifsson. Starfsmaður hefndarinnar
var Þórarinn Magnússon bæjarverk-
fræðingur. Álit nefndarinnar fer hér
á eftir, ásamt samþykkt bæjarstjórn-
ar Neskaupstaðar því viðvíkjandi.
1.
Nefndin mælir eindregið með því,
að starf athugunarmanns snjóflóða
í Neskaupstað verði til frambúðax
og unnið samkvæmt erindisbréfi
sem mótað hefur verið um starfið.
Eðlilegt er að starfsrammi athugun-
annanns verði endurskoðaður frá
ári til árs af almannavarnanefnd
eftir því sem þurfa þykir í ljósi
fenginnar reynslu.
2.
Almannavarnanefnd hafi á hverj-
um tíma tilbúna rýmingaráætlun og
aðrar skipulegar varúðarráðstafanir
og björgunaraðgerðir með tilliti til
snjóflóða. Vísar snjóflóðanefnd til
framkominnar tillögu NGI um rým-
ingu og ábendinga um veðurfars-
aðstæður, er leitt geta til snjóflóða.
Hefur almannavarnanefnd fengið
drög að viðmiðunarreglum fyrir at-
hugunarmann snjóflóða og nefndina
til að styðjast við í þessu sambandi,
en þær reglur þarf að þróa með
aukinni vitneskju.
Ákvörðun um rýmingu tekur al-
mannavarnanefnd eftir eigin mati
hverju sinni, en nefnd okkar telur
óhjákvæmilegt að beita rýmingu í
varúðarskyni við tilteknar aðstæður,
sem stöðugt má endurmeta í ljósi
nýrra upplýsinga og að fenginni
reynslu.
3!
Við skipulag byggðar gildi sú
meginregla að byggja ekki hús til
íbúðar eða atvinnureksturs á svæð-
um, sem talið er af sérfróðum aðil-
um að snjóflóð geti náð til.
Verði allt land kaupstaðarins
neðan við eðlileg byggðarmörk
flokkað og kortlagt með tilliti til
snjóflóðahættu eftir sama kerfi
(rauð, blá, gul og hvít svæði) og
tekið hefur verið upp víða erlendis
í þessu skyni (Sviss, Noregur)1.
Komi til álita að reisa hús á áður
óbyggðum svæðum, sem snjóflóð
gætu fallið á, verði það aðeins gert
að vandlega athuguðu máli og að
fengnum tiilögum sérfróðra aðila
um varnarvirki og hönnun mann-
virkja. Alls ekki verði byrjað að
byggja á slíkum svæðum fyrr en
skipulag þeirra með tilliti til snjó-
flóðavarna hefur verið fullmótað og
staðfest af réttum aðilum og afstaða
tekin til byggingar varnarmann-
virkja og fjármagn tryggt í því
skyni.
4.
Snjóflóðanefnd hefur fengið sér-
fræðilegt mat á snjóflóðahættu gagn-
vart núverandi byggð í kaupstaðn-
um og tillögur um varnarvirki.
Nefndin telur brýnt að fá hið fyrsta
mótaðar reglur eða sett lög eftir því
sem rétt þykir um það, hver bera
skuli kostnað og taka ákvarðanir
um gerð hugsanlegra varnai'virkja.
Að mati nefndarinnar er tilgangs-
laust að tala um slík varnai'virki
nema fyrir liggi að ríkið eða hlið-
stæður aðili (viðlagatrygging) greiði
kostnað við byggingu þeirra að
mestu eða öllu leyti. Að þeim for-
sendum gefnum telur nefndin mjög
æskilegt, að komið verði í áföngum
upp varnarvirkjum ofan byggðar
þar sem mest er í húfi. Vísar nefnd-
in til tillagna NGI um forgangs-
röðun varðandi varnarvirki og gerir
ekki athugasemdir við þær hug-
myndir. Hins vegar þarf nánari at-
hugun að fara fram á tæknilegum
forsendum slíkra varnarvirkja, m.a.
jarðtæknilegar kannanir.
í vissum tilfellum getur komið
til álita að kaupa upp eignir á
hættusvæðunum í stað þess að reisa
þar varnarvirki, en slíkt má ekki
verða til þess að öðru jöfnu að
seinka varnaraðgerðum og tryggt
þarf að vera að slíkt húsnæði yrði
ekki áfram notað til íveru.
Eftir að varnarvirki hafa verið
reist, er eðlilegt að endurmeta fyrri
reglur um rýmingu viðkomandi
svæðis. Þó ber að hafa í huga, að
þrátt fyrir varnarvirki fæst ekki full-
komið öryggi, en mjög yrði undir
umfangi þeirra komið, hversu á
þau má treysta. Tillögur NGI gera
ráð fyrir þeim möguleika, að slík
virki yrðu reist í áföngum á hverj-
um stað einkum þegar um jarð-
vegshauga er að ræða.
5.
Vegna snjóflóðasvæða, þar sem
þegar er komin byggð, telur nefndin
að taka beri mið af eftirfarandi:
5. 1. Ekki verði bætt við byggð á
slíkum svæðum frá því sem nú
e.r, nema reist verði varnar-
virki sem réttlæta endurmat
á flokkun slíkra svæða.
5. 2. Heimilað verði viðhald nú-
verandi mannvirkj a, íbúðar-
og atvinnuhúsnæðis, að því
tilskyldu að slíkt leiði ekki
til að fleiri dvelji að jafnaði
á viðkomandi svæði. Jafn-
framt verði eigendum fast-
eigna á snjóflóðasvæðum veitt
ráð um æskilega styrkingu
mannvirkja og breytingar, er
veitt gætu aukið öryggi gagn-
vart snjóflóðum.
Þegar atvinnufyrirtæki á snjó-
flóðasvæðum eiga í hlut, er
sérstök nauðsyn að réttir aðil-
ar (skipulags- og bygginga-
nefnd) horfist í augu við vaxt-
arþörf þeirra í fyrirsjáanlegri
framtíð, áður en meiriháttar
viðhald eða viðbyggingar eru
héimilaðar. Kemur þá til álita
að stuðla að flutningi slíkra
fyrirtækja eða reisa varnar-
virki, er réttlætti áframhald-
andi uppbyggingu þeirra á
sama stað.
6.
Nefndin telur þörf á að sem fyrst
verði könnuð réttarstaða aðila í
sambandi við þær reglur og aðgerð-
ir til varnar gegn snjóflóðum, sem
hér er mælt með, svo og vegna
annarra aðgerða, er bæjaryfirvöld
kunna að ákveða.
7.
■ Snjóflóðanefnd telur rétt að bæj-
arbúum verði veittar hlutlægar upp-
lýsingar og fræðsla um snjóflóð og
hættu af þeim og þær meginreglur,
er lagðar verða til grundvallar ör-
yggisráðstöfunum af hálfu almanna-
varna vegna snjóflóðahættu. Telur
nefndin, að aðeins með slíkri
vitneskju almennings um forsendur
varúðarráðstafana, sé líklegt að þær
beri þann árangur, sem að er stefnt.
Jafnframt ber að leggja áherslu á
að kenna almenningi að nýta kosti
snævarins til útilífs, enda sé þá
jafnframt tekið eðlilegt tillit til
snjóflóðahættu, m.a. við staðsetn-
ingu og rekstur skíðatogbrauta.
8.
Snjóflóðanefnd hefur þegar gert
tillögur til almannavarnanefndar
Neskaupstaðar um samstarf al-
mannavarna á Austurlandi við öfl-
un og dreifingu upplýsinga um snjó-
flóð og æskilegar varúðarráðstaf-
anir, svo og um aðild ýmissa aðila
að því starfi, sbr. bréf snjóflóða-
nefndar frá 11. des. 1975
Á sama hátt hvetur nefndin
bæjaryfirvöld og almannavarnir í
Neskaupstað til að leita samvinnu
og hafa frumkvæði um aðgerðir til
eflingar snjóflóðavarna á lands-
mælikvarða. Neskaupstaður býr á
þessu sviði við svipaðar aðstæður
og mörg önnur byggðarlög í land-
inu, en sú dýrkeypta reynsla sem
hér hefur fengist leggur okkur
nokkrar skyldur á herðar um for-
ystu til að koma í veg fyrir, að slík-
ir atburðir komi mönnum aftur í
opna skjöldu.
9.
Snjóflóðanefnd vekur athygli bæj-
arstjórnar á þeirri hættu, sem byggð
getur stafað af skriðuföllum og aur-
flóðum og tillit þarf að taka til við
skipulag byggðar. Bendir ýmislegt
til, að slík hætta sé oft á sömu
svæðum og snjóflóð falla yfir. Þarf
þetta sérstakrar úttektar við að mati
nefndarinnar, einnig með hliðsjón af
hugsanlegum varnarvirkjum gegn
snjóflóðum.
10.
Snjóflóðanefnd er ljóst, að marg-
háttaður vandi fylgii' þeim aðstæð-
um, sem ljósar hafa orðið í fram-
haldi af snjóflóðunum í desember
1974. Við honum ber mönnum að
bregðast af raunsæi og með mark-
vissum aðgerðum er tryggi sem
mest öryggi fyrir íbúa byggðarlags-
ins í bráð og lengd.
Bæj aryf irvöld og almannavarnir
verða því að framkvæma þær fyrir-
byggjandi aðgerðir, sem tök eru á
og vitneskja leyfir hverju sinni, og-
gera kröfur sem réttmætt er um
stuðning ríkisins og annarra aðila
við þær aðgerðir.
SAMÞYKKT
BÆJARSTJÓRNAR
NESKAUPSTAÐAR
I samræmi við álit snjóflóða-
nefndar samþykkti bæjarstjórn að
tillögu bæjarráðs á fundi sínum 10.
des. 1976:
a) Að athugunarmaður snjóflóða í
Neskaupstað starfi áfram þar til
annað verði ákveðið.
b) J Að skipulegar varúðarráðstafan-
ir verði í höndum almannavarna-
nefndar og mælist bæjarstjórn
til við almannavarnanefnd Nes-
kaupstaðar, að eflt verði sam-
starf við almannavarnanefndir
á Austurlandi.
c) Að bæjarstjóra verði falið að láta
gera tillögu að eðlilegum byggð-
armörkum innan núverandi lög-
sagnarumdæmis.
Ennfremur, að svæði innan
byggðarmarka verði flokkað
með tilliti til snjóflóðahættu og
gerðar verði tillögur um reglur
varðandi byggingar á áður ó-
byggðum svæðum og snjóflóða-
svæðum, þar sem þegar er kom-
in byggð.
d) Að fela bæjarverkfræðingi gerð
frumáætlunar fyrir jarðtækni-
lega könnun ofan byggðar í Nes-
kaupstað.
Að lokum þakkar bæjarstjórn
Neskaupstaðar snjóflóðanefndinni og
sérfræðingum NGI fyrir mikil og
vel unnin störf.
TIL SÖLU
Rafmagnsritvél, Brother, lítið notuð (nýyfir-
farin), skrifstofuvél. Verð kr. 50.000.00
Einnig gömul Remington ritvél, stór vals, ekki
rafmagn, æfingavél. Verð kr. 5.000.00
Reiknivél, Olivetti, 7ára. strimill, lítið notuð.
Verð kr. 20.000.00
Tveir armstólar. Verð kr. 10.000.00 stk.
Sími 1280. kl. 9.00 - 17.00