SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 6
6 20. mars 2011 Dagur íslenskrar ljóðlistar verður haldinn samtímis í ellefu þýskum borgum 8. júní næstkomandi. Það var tilkynnt á blaða- mannafundi Sögueyjunnar Íslands í Leipzig á fimmtudag og er efnt til hans í samstarfi við bókmenntahúsin og fransk-þýsku sjón- varpsstöðina ARTE, sem helguð er menn- ingarumfjöllun. Þennan dag verður efnt til upplestra á ís- lenskum ljóðum í bókmenntahúsum í Ro- stock, Hamborg, Berlín, Leipzig, Köln, Frankfurt, Stuttgart, München, Zürich, Salzburg og Graz. Það er því ljóst að íslensk ljóðskáld munu gera víðreist. Enginn fer tómhentur heim af þessum bókmenntaviðburði, því hver og einn fær heim með sér „ljóðagjöf“ og verður það stórt safn íslenskrar ljóðlistar. Þá verða sýnd ljóðamyndbönd sem nemar úr Listahá- skóla Íslands gera við ljóð úr bókinni. „Það er löngu tímabært að gera ljóðamyndbönd, sem eiga erindi við fólk, ekkert síður en tónlistarmyndbönd,“ sagði Halldór Guð- mundsson eftir fundinn. Dagur íslenskrar ljóðlistar Thomas Böhm, bókmenntalegur ráðgjafi Sögueyjunnar Íslands, í góðum félagsskap álfameyja á bókasýningunni í Leipzig. Morgunblaðið/Kristinn Þ að var þröng á þingi á íslenska básn- um á bókasýningunni í Leipzig á fimmtudag, þar sem metnaðarfull vorútgáfa þýskra forlaga á 25 íslensk- um höfundum var kynnt og ennfremur að bækur yfir 120 íslenskra höfunda koma út í Þýskalandi árið sem Ísland er heiðursgestur á bókastefnunni í Frankfurt. „Leipzig er stóra bókasýningin fyrir þýsku forlögin, þó að hún sé ekki eins alþjóðleg og Frankfurt, og þar kynna þau vorbókaútgáf- una,“ sagði Halldór Guðmundsson, verkefn- isstjóri Sögueyjunnar Íslands, eftir fundinn. „Leipzig er því frábært tækifæri til að kynna höfunda og ég held að góð mæting þýskra fjöl- miðla sýni vel hvað áhuginn er mikill, enda er þegar búin að vera fín umfjöllun í dagblöð- unum. Það mættu fulltrúar 30-40 fjölmiðla, þar af margir þeir mikilvægustu. Og þetta snýst líka um það að menn kynnist verkefninu og það skapist grunnur til að skrifa og fást við bækur einstakra höfunda, því það eru þeir sem eru í aðalhlutverki. Þess vegna höfum við alltaf höfunda með á blaðamannafundum.“ Forfeðurnir óþjóðalýður Höfundarnir að þessu sinni voru Kristín Marja Baldursdóttir og Einar Kárason. Kristín Marja rifjaði upp árin sem hún bjó í Þýskalandi og tal- aði um hvernig sá tími hefði opnað augu sín fyrir bókmenntum og listum, víkkað sjón- deildarhringinn, og hún ætti því Þjóðverjum mikið að þakka. Einar Kárason bjó til kenningu á staðnum um uppruna íslenskra bókmennta. „Hann má rekja til orðróms á Norðurlöndum um að þetta lið sem flýði Noreg og sigldi til Íslands hefði verið versta pakk, óþjóðalýður sem ekki var húsum hæft, glæpamenn, svikarar og þjófar. Það var vonlaust fyrir Íslendinga að sitja undir þessu og eina svarið sem forfeðrum okkar datt í hug var að skrifa sögur um hversu göfugt fólk og ætt- stórt byggi á Íslandi.“ Hann sagði að núna væru Íslendingar aftur búnir að tapa mannorðinu og ættu til dæmis tvö stærstu gjaldþrot á topp tíu-listanum í sögu kapítalismans í heiminum frá upphafi. „Fullt af fólki hefur tapað peningum, þar á meðal vinir vorir Þjóðverjar. Eina svar okkar er að gera eins og síðast, skrifa bækur og bæta þannig fyrir þetta.“ Aðrir íslenskir höfundar sem taka þátt í bókasýningunni í Leipzig eru Andri Snær Magnason, Gyrðir Elíasson og Sjón, en nýjar þýðingar á bókum eftir þá eru nýkomnar út í Þýskalandi. Þá kynntu ljósmyndarinn Emil Þór Sigurðsson og söngkonan Arndís Halla Ásgeirs- dóttir margmiðlunarbók sem þau unnu saman um Ísland, en hún kemur út í Þýskalandi í vor. Á fimmtudagskvöld var upplestur í Museum der bildenden Künste í Leipzig fyrir troðfullum sal, þar sem rithöfundurinn Kristof Magn- ússon, sem er af íslenskum ættum, og kunnur þýskur leikari, Joachim Król, lásu úr nýút- komnum þýðingum á verkum eftir Indriða G. Þorsteinsson og Óskar Árna Óskarsson. Vitnaði í Tómas Sæmundsson Í gærkvöldi var svo árleg Nótt hinna norrænu bókmennta, þar sem fjöldi norrænna höfunda var kynntur í leikhúsinu NATO. Þeir íslensku höfundar sem lásu upp voru Sjón, Gyrðir Elías- son og Einar Kárason. Gunnar Snorri Gunn- arsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, ávarp- aði samkunduna í upphafi þessarar nætur norræns skáldskapar. Það var vel við hæfi að hann vitnaði í Ferðabók Tómasar Sæmunds- sonar Fjölnismanns og upplifun hans við kom- una til Leipzig á fyrri hluta 19. aldar: „Leipzig er meðal annars nafnfræg fyrir markaði sína sem haldnir eru þrisvar á ári, og er sá um páskana fjölsóktastur, og koma þang- að þá stundum 40.000 aðkomandi úr ýmsum löndum. Er þar þá usli mikill, því bærinn er ei allstór og hefir svo sem 50.000 innbúa. Hefir enginn staður að tiltölu jafnmargar bókhöndl- anir, og reiknast ær yfir 70. Sækja og stundum páskamarkað bókhöndlendur útlendir svo hundruðum skiptir. Er þar og prentaður mesti fjöldi bóka árliga. Eru í Leipzig upplýsing- armeðöl næg, enda er þar og upplýsing mikil, og óvíða er fólk meira gefið fyrir lestur en þar.“ Bækur laga orð- sporið Yfir 120 bækur árið sem Ísland er heiðursgestur Kristín Marja Baldursdóttir og Halldór Guðmundsson lesa upp á bókasýningunni í Leipzig. Morgunblaðið/KristinnVikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Bókasýningin í Leip- zig varð stærsta bókasýningin í Þýska- landi árið 1632, stærri en bókasýn- ingin í Frankfurt. Þannig hélst það til ársins 1945, en þá varð Frankfurt aftur stærri. Yfir tvö þús- und forlög frá um 40 löndum taka þátt og um 1.500 höfundar. Serbía var heiðurs- gestur í ár. Í fyrra var fjögurra daga hátíðin sótt af 156 þúsund manns. Stærst í 300 ár - nýr auglýsingamiðill Nýtt og betra atvinnublað alla fimmtudaga Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is ERATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.