SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 43
20. mars 2011 43 hundrað þúsund krónur áður en það get- ur byrjað að lesa og það stendur í mörg- um. Og það verður að vera hægt að kaupa íslenskar rafbækur hjá íslenskum netbóksölum, hverjir sem þeir verða. Nokkur fyrirtæki vinna nú að því að gera það mögulegt og þess verður vart langt að bíða að fyrstu þjónustuaðilarnir í þessari nýju verslun stígi fram úr skugg- unum. En þá verða menn að nota aðra lesara en þá sem mest er rætt um, Kindle og iPad, lesara sem eru ekki búnir til fyrir lokuð kerfi, og það er svo sem nóg af þeim á markaðnum. En slík viðskipti verða ekkert óskaplega frábrugðin bók- sölu eins og hún er í dag. Fyrirtæki mun halda utan um skrárnar á rafrænu bók- unum og geyma þær, verða einhvers konar lager. Síðan getur hver sem er opnað vefverslun. Sá sem mun ná mest- um árangri þar er sá sem hefur bestan aðgang að viðskiptavinunum. Félag íslenskra bókaútgefenda lítur á það sem hlutverk sitt að stuðla að því að þessi markaður fái að vaxa á eigin for- sendum og að hann búi við góða innviði. Við viljum að það verði til eðlilegt fram- hald af núverandi bókamarkaði. Alls staðar hanga þessir markaðir saman, prentmarkaðurinn og rafræni markaður- inn. Þetta er breyting, ekki bylting.“ Skólabókamarkaður hruninn Kristján segir að Félag íslenskra bókaút- gefenda hafi framsæknar hugmyndir um útgáfu skólaefnis í rafrænu formi fyrir framhaldsskóla. Duga skólabækurnar ekki lengur? „Markaður fyrir framhaldsskólabækur er hruninn og það veldur því að útgef- endur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að þróa nýtt efni,“ segir Kristján. „Það sem hefur gerst er að nemendur í fram- haldsskólum á Íslandi virðast ekki líta á það sem hlutverk sitt að greiða fyrir námsefni og telja sjálfsagt mál að fá það ókeypis. Hins vegar gera þeir sér enga grein fyrir að það sem þeir telja rétt að fá frítt er búið til af einkareknum fyrir- tækjum og einstaklingum. Hið opinbera niðurgreiðir þetta efni ekki nema að mjög litlu leyti í gegnum svokallaðan Þróunarsjóð námsgagna. Það hvílir einn- ig fræðsluskylda á herðum stórnvalda fyrir öll börn upp að 18 ár aldri. Það þýðir að nánast hver kjaftur fer í framhalds- skóla þannig að fræðilega séð ætti mark- aðurinn að vera stór. Hins vegar hefur hann dregist saman í réttu hlutfalli við fjölgun nemenda. Skiptibókamarkaðir spila líka stórt hlutverk. Endursöluaðilar hafa miklu meira upp úr því að selja not- aðar bækur en nýjar. Þeir hafa því breytt skólabókamarkaðnum í fornbókasölu. Krakkarnir og fjölskyldur þeirra hafa þá mynd í kollinum að þeir séu að spara gríðarlega á skiptibókamörkuðum en það má setja mörg spurningarmerki við þann gróða. Fulltrúar okkar fóru á stúfana í haust og fundu ótrúlegt hrat á mark- aðnum. Útfylltar verkefnabækur, bækur í henglum sem var verið að selja allt upp í áttunda og níunda sinn, bækur sem komu út um 1970. Allt var þetta selt á furðulega háu verði. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er bara ónýtt. Mun- urinn á verði nýrrar kilju og þeirrar sem verið var að selja í níunda sinn, alla út- krotaða og rifna og tætta og í henglum, var hins vegar ekki nema 500 kr. En neytandinn trúir því að þetta sé málið, það sé nánast verið að svindla á honum með því að selja honum gæðavöru. Við þetta er nánast vonlaust að keppa og því fór sem fór. Það verður að hugsa þessi mál alger- lega upp á nýtt. Staðan er einfaldlega þessi: Útgefendur hafa ekki efni á að búa til nýtt kennsluefni. Ríkið vill ekki greiða fyrir nýtt kennsluefni. Þess vegna verður kennsluefni framtíðarinnar í formi út- jaskaðra bóka og gúgls á netinu. En við höfum komið þeim skilaboðum til skóla- stjórnenda, kennslubókahöfunda og menntamálaráðuneytis að ef við viljum búa til gæðaefni á íslensku fyrir þennan breiða og stóra hóp nemenda, og um leið svara kröfum um meiri sveigjanleika í vali á námsefni fyrir ólíka skóla, þá verði að leggja prentaðar bækur fyrir róða og horfa til rafrænnar útgáfu.“ Kennsluefni á netinu Hvernig er þessi rafræna útgáfa skóla- bóka hugsuð? „Allt kennsluefni verður einfaldlega gert aðgengilegt á netinu, hömlulaust, en tekið upp mjög sanngjarnt pappírsgjald, svipað því og nú er greitt fyrir ljósritun. Við erum sannfærð um að þetta gæti gert að verkum að menn sæju sér hag í því að búa til nýtt kennsluefni. Við höfum rætt þessa hugmynd um rafrænt kennsluefni við kollega okkar í nágrannalöndunum og allir segja að ef okkur takist þetta verði hér til ein merkilegasta tilraun til rafrænnar útgáfu sem sést hafi til þessa. Þessar hugmyndir hafa mætt skilningi og gott betur, verið tekið með kostum og kynjum af skólafólki. “ En hvernig gengur bókaútgáfa al- mennt á Íslandi? „Bransinn hefur staðið af sér kreppuna furðu vel. Á árunum 2006-2008 jókst heildarumfang íslenska bókamarkaðar- ins um heilan milljarð, úr rétt tæpum fjórum milljörðum í fimm en dalaði að- eins árið 2009. Við vitum ekki enn tölur fyrir árið 2010 en gerum ráð fyrir að um- fangið sé svipað og 2009. Við höfum séð ákveðnar breytingar á neyslumynstrinu. Hin gríðarlega aukning sem varð í bók- sölu á árunum 2006-2008 virðist hafa stafað af því að fólk keypti miklu meira af bókum fyrir sig sjálft en áður. Hin mikla sala á til dæmis bókum Stiegs Larssons og Arnaldar Indriðasonar skýrist ekki bara af gjafasölu fyrir jólin. Við höfum haft áhyggjur af því að kreppan bíti mest á þennan markað vegna þess að bóka- kaupendur hafi ekki næga fjármuni milli handanna. Gjafamarkaðurinn, og þá sér- staklega jólabókamarkaðurinn, hefur hins vegar haldið sínum styrk. Bókaútgáfa á sér djúpar rætur á Íslandi. Hér hafa verið gefnar út bækur síðan um miðja 16. öld og rannsóknir sýna að á all- flestum heimilum á 18. öld voru til nokk- ur kjarnarit prentaðra bóka. Bókin er ein af helstu uppfinningum mannkyns og miðlun á textum og upplýsingum er eitt helsta drifafl samtímans. Ég get því ekki annað séð en komandi ár séu einn sam- felldur suðupottur bullandi tækifæra.“ ’ Og það verður að vera hægt að kaupa íslenskar rafbækur hjá íslenskum netbóksöl- um, hverjir sem þeir verða. Nokkur fyrirtæki vinna nú að því að gera það mögulegt og þess verður vart langt að bíða að fyrstu þjónustuað- ilarnir í þessari nýju versl- un stígi fram úr skugg- unum. Morgunblaðið/RAX Kristján B. Jónasson: „Ég get því ekki annað séð en komandi ár séu einn samfelldur suðu- pottur bullandi tækifæra.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.