SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 18
18 20. mars 2011 F rá heimsstyrjöldinni síðari hefur aldrei verið jafnmikil þörf fyrir öflugt stjórnkerfi í Japan og nú þegar landið tekst á við hrikaleg eftirköst risaskjálfta og flóðbylgju sem kostaði þúsundir manna lífið. Ofan á hamfarirnar bættist hætta á alvarlegri geislamengun frá kjarnorkuveri og neyð nær hálfrar milljónar flóttamanna sem misstu heimili sín. Hamfarirnar í Japan sýndu hversu ber- skjölduð öflugustu iðnveldi heims geta verið gagnvart náttúruöflunum og af- hjúpuðu vanmátt eins af stærstu stjórn- kerfum heims. Japanskir ráðamenn hafa sætt vaxandi gagnrýni fyrir sein og fálm- kennd viðbrögð við jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem jafnaði heilu bæina og þorpin við jörðu. Japanar hafa verið þekktir fyrir góða skipulagningu og ólíkt fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí fyrir rúmu ári ætlast Japanar til þess að embættismenn þeirra standi vel í stykkinu þegar jarðskjálftar ríða yfir. Margir Japanar skilja þess vegna ekki hvers vegna yfir 620.000 heimili skuli enn vera án rafmagns og 1,6 millj- ónir bygginga án rennandi vatns í einu auðugasta ríki heims. Um 450.000 manns, sem misstu heim- ili sín, hafast nú við í bráðabirgðaskýlum í allt að fimm stiga frosti í norðanverðu landinu og víða er skortur á matvælum og eldsneyti. „Ég bjóst aldrei við því að slíkt gæti gerst í Japan nútímans. Þetta er eins og skáldskapur,“ hafði The Washington Post eftir íbúa borgarinnar Ishinomaki. „Hér er allt í óreiðu“ Blaðamaður The Washington Post í Is- hinomaki hefur eftir nokkrum borgar- búanna að ríkisvaldið hafi í raun gefist upp á því að sinna skyldum sínum við íbúana. „Stjórnin gerir ekki neitt. Emb- ættismennirnir eru ekki hérna,“ sagði skólastjóri barnaskóla þar sem hann rek- ur neyðarathvarf fyrir 1.200 manns ásamt 20 kennurum sem tóku að sér að sjá fólkinu fyrir matvælum. Ráðhús borgarinnar er undir vatni, símarnir dauðir og yfirmennirnir uppteknir við að sinna eigin vandamálum. „Hér er allt í óreiðu. Ég fæ engin fyrirmæli,“ sagði borgarstarfsmaður sem gafst upp á bið- inni eftir fyrirmælum og bauðst til að hjálpa kennurunum. The New York Times segir að nátt- úruhamfarirnar og eftirköst þeirra hafi afhjúpað hversu veikt og forystulaust japanska stjórnkerfið sé. Leiðtogar landsins búi ekki yfir þeirri kunnáttu sem nauðsynleg sé við slíkar aðstæður til að þjappa þjóðinni saman, örva hana til dáða, vera fljótir að finna lausnir og fá öfluga skriffinna í samvinnu við sig. „Japan hefur aldrei staðið frammi fyrir svo alvarlegri prófraun,“ hafði The New York Times eftir Takeshi Sasaki, prófess- or í stjórnmálafræði við Gakushuin- háskóla. „Á sama tíma hefur myndast tómarúm vegna forystuleysis.“ Stjórnin hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir fálmkennd viðbrögð við geisluninni frá Fukushima Daichi-orkuverinu og fyrir að veita ekki fjölmiðlunum og al- menningi nægar upplýsingar um hætt- una. Ráðherrarnir hafa reitt sig nær al- gerlega á upplýsingar frá fyrirtækinu sem rekur orkuverið. Upplýsingarnar hafa komið seint og verið mjög óljósar. The New York Times segir að tregðuna til að veita upplýsingar um ástandið í kjarnorkuverinu megi m.a. rekja til þess að yfirvöldin óttist að ofsahræðsla breið- ist út meðal almennings í Japan, eina landinu sem orðið hefur fyrir kjarn- orkuárás. Vinstrisinnaðir fjölmiðlar í Japan hafa haft efasemdir um kjarnorku- framleiðsluna og orkufyrirtækin óttast að fréttir um geislunina verði vatn á myllu andstæðinga kjarnorkuvera. Sá hængur er hins vegar á að skorturinn á upplýs- ingum hefur orðið til þess að fjölmiðlarn- ir hafa ýkt geislunarhættuna, að því er The New York Times hefur eftir jap- önskum sérfræðingi í kjarnorkumálum. Ekki vitað um afdrif tuga þúsunda Virða má stjórninni það til vorkunnar að náttúruhamfarirnar höfðu hrikalegar af- leiðingar og vandamálin eru mjög erfið úrlausnar. Talið er að margir mánuðir líði þar til ljóst verður hversu margir fórust í hamförunum. Skýrt var frá því á föstudag að 6.911 lík hefðu fundist og 10.316 til viðbótar væri saknað. Viðbúið er að þessar tölur hækki vegna þess að á listanum yfir þá, sem saknað er, eru aðeins nöfn sem tilkynnt hafa verið til yfirvalda. Í sumum bæjum og hverfum hurfu svo margir í náttúru- hamförunum að í mörgum tilvikum er enginn eftir til að tilkynna nöfn þeirra sem hurfu. T.a.m. voru um 5.000 manns flutt á brott frá bænum Otuchi en ekki er vitað um afdrif rúmlega 9.000 íbúa hans. Um 220 lík hafa fundist í bænum og að- eins sjö nöfn eru á opinbera listanum yfir þá sem saknað er. Svipaða sögu er að segja um nokkra aðra bæi þar sem ekki er vitað um afdrif þúsunda manna sem eru ekki á opinbera listanum yfir þá sem til- kynnt hefur verið um. Í bænum Minam- isanriku er t.a.m. ekki vitað um afdrif 10.000 manna sem eru ekki á opinbera listanum. Vanmáttur afhjúpaður Hamfarirnar í Japan sýndu hversu berskjölduð öflugustu iðnveldi heims geta verið gagnvart náttúruöflunum og afhjúpuðu vanmátt eins af stærstu stjórnkerfum heims. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skip á þurru landi innan um rústir bygginga eftir að flóðbylgjan hreif það með sér í bænum Kesennuma í norðurhluta Japans eftir jarðskjálftann mikla 11. mars. Tuga þúsunda manna er saknað eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Japan og mann- tjónið er það mesta í landinu frá árinu 1923 þegar yfir 142.000 manns fórust í jarðskjálfta. Um 463.000 manns hafa þurft að flýja heimkynni sín vegna hamfaranna eða hættu á alvarlegri geislun frá kjarnorkuveri. 1,6 milljónir bygginga eru án rennandi vatns og 621.439 heimili eru enn án rafmagns, rúmri viku eftir hamfarirnar. 80.422 byggingar skemmdust í náttúruhamför- unum. Þar af eyðilögðust 4.798 byggingar. Seðlabanki Japans dældi um 34 billjónum jena, eða 47.000 milljörðum króna, í peningamarkaði landsins eftir að japanska hlutabréfa- vísitalan Nikkei lækkaði um 16% á tveimur dögum. Bank- inn DBS í Singapúr áætlar að efnahagslega tjónið nemi 100 milljörðum dollara, 11.500 milljörðum króna, eða sem svarar 2% af vergri landsframleiðslu Japans. ‹ EFTIRKÖSTIN Í TÖLUM › »

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.