SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 30
30 20. mars 2011 O kkur Íslendingum hefur gengið illa að takast á við þá grund- vallarveikleika í samfélagsgerð okkar, sem hrunið fyrir tveimur árum leiddi í ljós. Krafa mót- mælenda á götum Reykjavíkur í árs- byrjun 2009 var meira lýðræði. Krafan í opinberum umræðum var um meira gagnsæi. Veikleikar samfélagsins, sem áttu mikinn þátt í hruninu, voru návígið, kunningsskapur, vinatengsl, í stuttu máli klíkuskapur. Nánast dag hvern berast okkur fréttir, sem benda til þess að ekkert hafi breytzt. Viðhorfið meðal stjórnmálamanna til kröfunnar um aukið lýðræði er í bezta falli blendið. Einu áþreifanlegu dæmin um aukið lýðræði eru tvær þjóðar- atkvæðagreiðslur, sem forseti Íslands hefur efnt til í krafti eldgamalla stjórn- arskrárákvæða, sem eru mjög umdeild og raunar komin pólitísk samstaða um að breyta. Er þó ekki með þessum orðum gert lítið úr mikilvægi þess, að þær at- kvæðagreiðslur hafi farið fram og muni fara fram. Meirihluti Alþingis felldi tillögu um að þjóðin sjálf tæki ákvörðun um hvort hún vildi sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tók á síðustu stundu ákvörðun um að styðja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III. Það er áleitin spurning, hvort gagnsæið er ekki jafnvel minna í opinberri stjórn- sýslu en það var. Það veit enginn utan skilanefnda gömlu bankanna sjálfra hvað þær eru að gera. Jafnvel Fjármálaeftirlitið segir að umsjón þess með störfum þeirra sé takmörkunum háð. Meðferð nýju bankanna á því, sem að þeim snýr, er nánast lokuð bók. Fyrir hrun höfðu stórfyrirtæki þess tíma almannatengla í sinni þjónustu, sem höfðu það verkefni að segja að það sem var að gerast á vegum fyrirtækjanna væri þveröfugt við það, sem raunverulega var að gerast. En það virðist engu máli skipta þótt ný andlit komi í gömul störf. Þótt ríkisstjórnin hafi lagt óvenju skýrar línur um launakjör æðstu stjórnenda í upphafi valdatíma síns er því haldið fram í fullri alvöru af opinberum trúnaðarmönnum að þreföld og fjórföld þau laun í banka- geiranum séu í samræmi við eigenda- stefnu ríkisins! Nú má að vísu segja, að hvorki ríki né almenningi komi við hver launakjör stjórnenda tveggja banka af þremur séu vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. tók ákvörðun um að einka- væða þessa banka á ný fljótlega eftir hrun án þess að setja nýja umbótalöggjöf um bankageirann. Þeir eru að langmestu leyti í eigu erlendra aðila. En auðvitað getur ríkisstjórn haft áhrif á afstöðu fulltrúa bankasýslunar í stjórnum þessara banka. Hvað ætli valdi því að það gengur svona illa að breyta samfélaginu? Af hverju þessi tregða til að auka lýðræði? Af hverju þessi viðleitni til þess að halda öllu lokuðu? Eina breytingin er sú, að það eru komnar nýjar klíkur í stað þeirra gömlu. Þetta eru spurningar, sem enginn hreyfir á Alþingi. Hvers vegna ekki? Getur verið að einn helzti vandinn sé fólginn í grunnstofnunum lýðveldisins á borð við stjórnmálaflokkana sjálfa? Það fer nánast ekkert stefnumarkandi starf fram á vegum stjórnmálaflokka á Ís- landi. Þeir hafa hvorki áhuga á stefnu- mörkun né umræðum um nýjar hug- myndir. Þeir halda fundi til þess að taka á móti boðskap. Að svo miklu leyti, sem einhver ný stefnumörkun fer fram á Íslandi, gerist það í þingflokkum en þó aðallega á veg- um þeirra flokka, sem eru í ríkisstjórn hverju sinni með aðstoð embættismanna og sérfræðinga. Háskólarnir eru ekki vettvangur nýrrar stefnumörkunar í samfélaginu vegna þess að sérfræðingar þeirra eru alltaf ráðnir til starfa á vegum þeirra, sem með völdin fara hverju sinni, og það fer þá eftir því hverjir sitja í valdastólum hverjir eru ráðnir. Innan stjórnmálaflokkanna, sem eiga að vera meðal grunnstoða lýðræðisins, er mjög takmarkað lýðræði. Þar blómstrar fulltrúalýðræðið með kostum sínum og göllum. Flokkarnir eru ekki vettvangur átaka um stefnumál. Þeir eru vettvangur átaka á milli hagsmunahópa, sem telja að lykilstaða í stjórnmálaflokki færi þeim völd og áhrif annars staðar í samfélaginu og hafa rétt fyrir sér. Þingmennirnir þurfa á þessum hags- munahópum og flokksklíkum að halda til þess að ná kjöri í næsta prófkjöri. Þess vegna rugga þeir ekki bátnum á Alþingi. Þetta eru þeir fjötrar, sem samfélagið er í, og þess vegna hefur enginn stjórn- málamaður gengið fram fyrir skjöldu eftir hrun og boðað uppreisn gegn þessu gamla valdakerfi, sem leið undir lok eða hefði átt að líða undir lok með hruninu. Við Íslendingar erum ekki eina þjóðin, sem á við svona vandamál að stríða. Stjórnmálaskýrendur segja að afhroð Fianna Fail í írsku kosningunum hafi ekki bara verið afhroð þess stjórnmálaflokks heldur nokkurra fjölskyldna, sem stjórn- að höfðu Írlandi í krafti hans. Kannast nokkur við slíkt hér?! Ítalía er eitt sam- tvinnað hagsmunabandalag flokka og fyrirtækja, hagsmunahópa og flokks- klíkna – að ekki sé talað um mafíu. Það eina, sem hefur gerzt á Íslandi eftir hrun, er að nú eru ekki lengur til pen- ingar til þess að kaupa margvíslega þjón- ustu af þessum hagsmunahópum en þeg- ar peningar koma aftur verður til á ný hið banvæna bandalag stjórnmála og við- skiptalífs, sem leiddi til hrunsins. Það bandalag verður ekki brotið á bak aftur nema með beinu lýðræði, því lýð- ræði þar sem fólkið sjálft tekur allar meginákvarðanir, hvort sem er á lands- vísu eða í sveitarstjórnum. Er einhver stjórnmálamaður á ferð, sem ætlar að taka forystu í baráttu fyrir beinu lýðræði? Banvænt bandalag og beint lýðræði Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is S vo þú ert litla konan sem áttir upptökin að þessu mikla stríði.“ Með þessum orðum á Abraham Lincoln Bandaríkjaforseti að hafa heilsað rithöf- undinum Harriet Beecher Stowe þegar fundum þeirra bar saman við upphaf þrælastríðsins 1861. Þarna var forsetinn að vísa til skáldsögu Stowe, Kofa Tómasar frænda, sem tók með mjög gagnrýnum hætti á þræla- haldi. Bókin kom fyrst út á þessum degi árið 1852. Rétt er að halda því til haga að umdeilt er hvort Lincoln hafi yfir höfuð látið ummælin falla en þau birtust fyrst á prenti 1896. Sumir segja að ónefndir bókapáfar hafi skáldað þau upp til að gera meira úr áhrifum bókmennta á þjóðfélags- legar breytingar. Hvað sem því líður vakti Kofi Tómasar frænda gríð- arlega athygli í Bandaríkjunum og víðar þegar bókin kom út og þegar upp var staðið varð hún önnur söluhæsta bók nítjándu aldarinnar vestra – á eftir sjálfri Biblíunni. Eng- um blöðum er um það að fletta að bókin hafði ótvíræð áhrif í baráttunni gegn þrælahaldi og kynti undir átökum (Suðurríkjamenn kunnu Stowe engar þakkir fyrir inn- leggið) enda þótt hún hafi ef til vill ekki ein og sér hrint af stokkunum heilli styrjöld. Kofi Tómasar frænda hafði jafnframt mikil áhrif á þróun mótmælabókmennta og pólitískra bókmennta almennt. Harriet Beecher Stowe var kennari við kvennaskóla í Hartford og kunnur afnámssinni. Hvatinn að bókinni var setning laga árið 1850 sem bönnuðu fólki að aðstoða þræla á flótta en það höfðu Stowe og eiginmaður hennar einmitt gert. Fyrirmyndin að söguhetjunni, Tómasi gamla frænda, var Josiah Henson, fyrrverandi þræll sem flúð hafði til Kanada. Hann bjó þar sem frjáls maður þegar endurminningar hans komu út árið 1849 og aðstoðaði flóttaþræla við að hefja nýtt líf. Eftir vinsældir Kofa Tóm- asar frænda endurútgaf Henson bók sína, undir yf- irskriftinni Minningar Tómasar frænda, og ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin og Evrópu. Safn er nú þar sem Henson bjó í Ontario en kofinn sem hann dvaldist í með- an hann var í ánauð hefur ekki varðveist. Stowe byggði Kofa Tómasar frænda einnig að hluta á samtölum við þræla sem flúið höfðu þrælaríkið Kentucky en margir starfsmenn járnbrautanna í Cincinnati höfðu samúð með frelsisbaráttu þræla og hjálpuðu þeim gjarnan að komast undan. Upprunalega var Kofi Tómasar frænda framhaldssaga í riti afnámssinna, National Era, og hóf göngu sína sum- arið 1851. Vegna vinsælda sögunnar lagði ritstjórinn, John Jewett, til við Stowe að hún skrifaði heila bók um efnið. Hún var efins til að byrja með en lét tilleiðast. Svo sannfærður var Jewett um að bókin myndi njóta hylli að hann fékk teiknarann Hammatt Billings til að skreyta sex heilar síður fyrir fyrstu prentun – sem þótti afar djarft á þessum tíma. Fyrsta upplag bókarinnar seld- ist fljótt upp og margar fleiri prentanir voru gerðar, þar á meðal viðhafnarútgáfa árið 1853 með hvorki fleiri né færri en 117 myndskreytingum eftir Billings. Eftir það datt eft- irspurn niður og Jewett fór á höfuðið. Það var ekki fyrr en bókaútgáfan Ticknor & Fields komst yfir útgáfuréttinn síðla árs 1862 að farið var að prenta Kofa Tómasar frænda á ný. Bókin hefur verið þýdd á öll helstu tungumál (varð meðal annars fyrsta bandaríska skáldsagan til að koma út á kínversku) og seldist víðast hvar vel, ekki síst í Bretlandi en talið er að hálf önnur milljón eintaka hafi verið í um- ferð fljótlega eftir útgáfuna sumarið 1852. Obbinn af þeim eintökum voru þó eftirprentanir, eins og raunar í Banda- ríkjunum líka. Áhrif Kofa Tómasar frænda voru margvísleg og að sumu leyti óvænt. Þannig upplýsti sálfræðingurinn Sig- mund Freud síðar að hann þekkti til fjölda sjúklinga, sem þjáðust af sadó-masókisma, sem hefðu lært sitthvað af lýsingum á hýðingum þræla í bókinni. orri@mbl.is Kofi Tóm- asar frænda kemur út Harriet Beecher Stowe höfundur Kofa Tómasar frænda. ’ Þegar upp var staðið varð hún önnur söluhæsta bók nítjándu aldarinnar vestra – á eftir sjálfri Biblíunni. Eva og Tómas frændi, teikning eftir Edwin Longsden Long. Á þessum degi 20. mars 1852

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.