SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 9
20. mars 2011 9 H ver man ekki eftir blúsuðu dívunni Alison Moyet sem gerði garðinn fræg- an með dúettinum Yazoo snemma á níunda áratug síðustu aldar? Hvað í ósköpunum varð um hana? Geneviève Alison Jane Moyet fæddist í Billericay á Englandi 1961 og verður því fimmtug í sumar. Hún er af ensku og frönsku foreldri og lærði meðal annars píanóstillingar á ung- lingsárum. Hún var í ýmsum pönk-, rokk- og blúsböndum í kringum 1980 en færði sig inn á miðjuna í poppheimum árið 1982 þegar hún stofnaði rafdú- ettinn Yazoo ásamt Vince Clark, fyrrverandi félaga í Depeche Mode. Í Bandaríkjunum stytti dúettinn nafn sitt í Yaz til að forðast rugling við plötuútgáf- una Yazoo Records. Yazoo sló strax í gegn með lögum á borð við Only You og Don’t Go og tók upp tvær breiðskífur. Moyet og Clarke leystu sveit- ina óvænt upp ári síðar og héldu hvort í sína áttina. Hún stofnaði til sólóferils á vegum CBS, öðr- um þræði vegna þess að sú út- gáfa hafði haft átrúnaðargyðju hennar, Janis Joplin, á sínum snærum. Moyet viðhélt vin- sældum sínum fyrst um sinn með plötunni Alf, sem var gælu- nafn hennar á pönkárunum, en hún náði alla leið á topp breska vinsældalistans. Þekktasta lagið af þeirri plötu er líklega All Cried Out. Þá tróð Moyet upp á Live Aid-tónleikunum sumarið 1985 ásamt annarri stjörnu sem lítið hefur farið fyrir í seinni tíð, Paul Young. Vinnur að sólóplötu Á tíunda áratugnum fjaraði undan Moyet en hún hefur verið að ná sér á strik undanfarin ár. Var meðal annars sérstakur gestur á tónleikaferð Jools Hol- lands um Bretland á síðasta ári. Hún vinnur um þessar mundir að sinni áttundu sólóplötu ásamt Guy nokkrum Sigsworth. Fyrir þremur árum komu Moyet og Clarke aftur saman á nokkrum tónleikum undir merkjum Yazoo. Moyet hefur aðeins reynt fyrir sér í leikhúsi en eldskírn sína hlaut hún í söngleiknum Chi- cago á West End í Lundúnum fyrir réttum áratug. Fyrsti eiginmaður Moyet var hárgreiðslumaðurinn Malcolm Lee. Þau skildu. Hún var um tíma í sambandi við rótarann Kim McCarthy en seinni eig- inmaður Moyet er skólaleið- beinandinn David Ballard. Moy- et á börn með öllum þessum mönnum, einn son og tvær dætur. Hún er harður aðdáandi knattspyrnuliðs Southend Utd. Hvað varð um … Alison Moyet Alison Moyet á tónleikum árið 2008. Moyet ásamt Vince Clark á Yazoo-árunum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.