SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 20.03.2011, Blaðsíða 26
26 20. mars 2011 H eilagur Jósef, eins og hann birtist í táknmynd íkonsins, kallar fram ímynd persónunnar sjálfrar: sælu, frið og göfugleika, – traust- vekjandi „réttlátur maður“ í biblíulegum skilningi. Það er því einmitt þessi maður sem Guð felur tvo mestu dýrgripi sína – Jesús og Maríu. Af „réttlæti“ heilags Jósefs stafar einstök útgeislun úthellt frá Guð- dómnum. Föðurleg umhyggja hans endurspeglar Guð- dómlega umhyggju og felur því í sér – líkt og föðurleg umhyggja Guðs – alheim. Enn þann dag í dag má treysta því að hver sá sem leggur traust sitt á fyrirbæn heilags Jósefs mun uppskera vernd hans líkt og Jesús og María voru umvafin umhyggju hans. Bæn mettuð trú er sá valdur sem gerir það að verkum að heilagur Jósef, maður trúrækninnar, er til reiðu hvar og hvenær sem hann er beðinn árnaðar. Ímynd heilags Jósefs á íkoninu birtist á bakgrunni ís- lensks landslags – opin, óhindruð víðátta, sem umlykur bæinn okkar og er einkennandi fyrir Hafnarfjörð. Heil- agur Jósef er staðsettur á grunni Karmelklausturs okkar – á stað þar sem hann er tignaður, elskaður og beðinn árn- aðarbæna á allskonar ögurstundum, sem gerir nærveru hans stöðuga í klaustrinu meðal okkar. Hér, og nú er leyndardómur Nasaret ávallt lifandi meðal okkar, því heilagur Jósef er fastur andlegur dvalargestur í klaustrinu okkar. Ástrík umhyggja Ísland allt er umvafið ástríkri umhyggju hans – á íkoninu birtist sú ímynd á táknrænan hátt í landslagi landsins – sú sama umhyggja og fólgin er í bænum okkar. Tákn- mynd bæna okkar birtist í appelsínugulum „gullnum“ bjarma, sem smýgur inn í hvert minnsta smáatriði. App- elsínuguli liturinn táknar, á íkoninu, einnig andlega hreinsun og brennandi eld kærleikans – sem baðar allt gullnum bjarma jafnvel klettahamra Esjunnar, sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Þótt íslenskt landslag sé að mestu íklætt grjóti og hrauni er græni lit- urinn ríkjandi, sem vekur hughrif frjósamra dala – líkt og um væri að ræða Gósenland það, sem Jósef Egyptalands og fjölskyldu hans var ánafnað til ábúðar. (1M 47:6). Hér er um andlega táknmynd að ræða: sérhver sá staður, þar sem Heilagur Andi tekur sér bólfestu, umbreytist í slíkan iðjagrænan, frjósaman dal. Á íkona táknmáli er græni lit- urinn táknmynd Heilags Anda og ímynd eilífs lífs, litur vonarinnar, andlegrar endurfæðingar og velgengni. Fyrir árnað heilags Jósefs biðjum við að þessu landi hlotnist þessar náðargjafir svo það verði dvalarstaður þókn- anlegur Jesú Kristi. Á íkoninu snýr heilagur Jósef sér alfarið að Jesú. Lík- amsstellingin, varfærinn, útbreiddur armur hans – sem Jesúbarnið hvílir á líkt og stoð – minnir á að hann er al- gjörlega helgaður hlutverki sínu sem fósturfaðir. Hvað varðar myndræna stöðu Jesú, þá birtist Hann hér, sem barn er hjúfrar sig að heilögum Jósef og gefur þannig til kynna, á táknrænan hátt, undirgefni sína undir vilja hins himneska Föður allt til fórnardauða kærleikans. Þar sem Hann er hluti af Heilagri Þrenningu, þá er hugur hans og hjarta algjörlega helgað málefnum Himnaföðurins og áætlun Hans um sáluhjálp, þótt Hann, eðli málsins sam- kvæmt, sé undirgefinn Jósef sem fóstursonur. Kufl Hans leiftrar blóðrauður, sem er litur táknrænn fyrir eilífa miskunn. Höfuðband heilags Jósefs er í sama lit tákn þess að Hann er hluti af þessum leyndardómi, þótt hans hlut- deild hvíli fremur á stoðum leyndardóma trúarinnar. Skilur hjörtu manna Smá pyngja hvílir á bringu Jósefs líkt og hangir í kapellu okkar, þangað sem við látum í bænaefni sem berum fram sem árnaðarbænir til heilags Jósefs. Á þeirri stundu sem Jesúbarninu birtist miðinn úr bænapyngjunni, sem skreytt er ímynd klaustursins okkar, þá ber heilagur Jós- ef, sem skilur hjörtu manna á djúpvitran hátt, fram árn- aðarbænir sínar til Jesú. En um slíkar árnaðarbænir má lesa t.d. í Gamla Testamentinu, en þar segir að þá sé „líf herra míns bundið í bundini lifandi manna hjá Drottni“. (1 Sam 25:29) Þannig er fyrirbænin einnig ávallt varðveitt í hjarta Jósefs og fyrir ásjónu Jesú. Á bænapyngjuna er ritað á latínu: „Ite ad Ioseph“ (Snúðu þér til Jósefs). – Þessi sömu orð voru töluð af Far- aó er hann beindi fólki sínu til Jósefs í Egyptalandi á tím- um hinna sjö hallærisára (1M 41:55). Jósef í Egyptalandi var án efa bæði „hygginn og vitur,“ eins og Faraó komst að orði, maður sem „Guðs andi býr í,“ en segja má að að þessu leyti hafi hann verið líkingarmynd heilags Jósefs. En þrátt fyrir mikilfengleik Jósefs í Egyptalandi, hversu æðri og magnaðri persónuleiki er ekki verndardýrlingur okkar – sjálfur fósturfaðir Jesú Krists! Hin lifandi trú á sértæka árnun Jósefs gagntekur andlegt líf Karmelregl- unnar, sérstaklega með tilliti til heilagrar Teresu af Jesú frá Avila. Í eftirbreytni eftir henni „snúum við okkur til Jósefs“ fullar trausts að hann muni vel fyrir sjá klaustri okkar, öllum íbúum þess og landi þessu til heilla. Kufl heilags Jósefs er skær fjólublár á litinn. Fyrr á öld- um var fjólublái liturinn (litur sem var mjög í hávegum hafður og dýr) tákn um fegurð og velmegun, tákn valds og tignar. Hann virðist hafa verið tileinkaður konungum, konungbornum fjölskyldum og æðstu valdhöfum. Á íkonamáli er fjólublátt, sem á veraldlega vísu var litur jarðneskra konunga og yfirmanna, litur táknmyndar Guðs. Íklæddur Kristi Fjólublái liturinn á kufli Jósefs, sem gefur frá sér skæran ljóma, er táknmynd þess að vera íklæddur Kristi, og – á vissan hátt – virðist sem Hann skíni í gegnum kuflinn. Jesús einn er fjársjóður heilags Jósefs. Á sama hátt og Jes- ús býr í hjarta Jósefs að baki hinum fjólubláa kufli, þá má á táknrænan hátt minnast þess að í hinni fátæklegu, lít- ilmótlegu Nasaret, gat maður gengið bak við fjólubláa fortjaldið, sem skilur milli Hins heilaga og Hins allrahelg- asta (2M 26:31-34), þar sem einungis æðstipresturinn, samkvæmt Gamla testamentinu, mátti inn ganga íklæddur fjólubláum kufli (2M 28:31). Það er ekki fyrr en Holdtekjan á sér stað að mannleg vera er þess megnug að snerta Guð sinn, Immanuel, sem þýðir „Guð með oss“ (Mt 1: 23). Það er enn ein útgáfa af þessum lit, sem hér um ræðir: mjög óvenjulegur litblær, sem er einkennandi fyrir himin á norðurslóðum – einskonar lillafjólublár litur sem renn- ur saman við fjólubláa skugga fjallanna og snævar – og sem svo oft má greina í íslensku landslagi – enn ein tákn- myndin um tilvist heilags Jósefs í þessu hálfgerða heim- skautslandi, Íslandi. Ytri klæðnaður heilags Jósefs er ein- föld brún svunta. Brúni liturinn er táknrænn fyrir jörð, efni, fórn og fátækt. Sá litur einkenndi einmitt líf heilags Jósefs, manns sem vann hörðum höndum og helgaði sig algjörlega jarðneskri velferð og öryggi fjölskyldu sinnar. Brauðið sem heilagur Jósef er að leggja sér til munns vísar til hins nána sambands milli hans og Jesú. Með Honum nærist hann daglega, líkt og við á Evkaristíunni, en á sama tíma sér heilagur Jósef Honum farborða sem gaf honum lífið sjálft. Íkonið er þannig uppfullt af háleit- um leyndardómum, líkt og líf heilags Jósefs, eins fyrsta vitnis að þeim undraverða leyndardómi Holdtekjunni er Guð gerðist maður. Hin ljúfa viðvera Móður Guðs talar sínu máli. Hið táknræna liljumunstur á kufli Jósefs vísar til þeirrar ástar í hjónabandi sem tengir hann órjúfanlega Maríu. Sama myndlíking birtist hér á kufli Jesú, uppsprettu hreinleika og ástar, en á sama tíma er Hann „hinn blessaði ávöxtur lífs Maríu.“ Lilju myndmálið tengir maður ósjálfrátt við liljurnar á kufli Himnadrottningarinnar frá Czestochowa, en hún er, ásamt heilögum Jósef, verndari Karmelklaust- urs okkar. Í Heilagri ritningu er kuflinn táknrænn fyrir stöðu persónunnar og má því segja að líkingarmynd lilj- unnar sameini á ákveðinn, táknrænan hátt hjörtu Jesú, Maríu og Jósefs. Verndar kuflinn við vinnu Rétt er að geta þess að snið og litur svuntu heilags Jósefs er fyrirmynd skapúlars Karmelíta. Frá því snemma á liðnum öldum hefur slík svunta þjónað til að vernda kuflinn við vinnu. Allt frá birtingu heilags Símonar Stock, sem var yfirmaður Karmelreglunnar (13. öld) var skapúlarið álitið tákn frá Móður Guðs um vernd hennar yfir allri Karmelreglunni. Eftir því sem tímar liðu breidd- ist helgun skapúlarsins út þar til hún náði til gjörvallrar kirkjunnar. Að bera skapúlarið þýðir algjör helgun til heiðurs hinni Flekklausu Meyju. Erfitt væri að finna manneskju sem bæri öflugri helgun í brjósti til Maríu en heilagan Jósef hinn skíra bónda hennar. Það að Jósef er klæddur skapúlar táknar að hann er líkur Maríu um hug- arfar og verknað. Þegar litið er á íkonið, er sem hin heilaga Guðsmóðir hafi verið hér að verki fyrir stuttri stundu og sé, ef til vill, ennþá hér, ósýnileg, horfandi með sínu elskulega augna- ráði á Jesúm og Jósef. Því það voru hennar hendur sem upprunalega saumuðu út hinn listilega skrautsaum á báðum kuflunum. Það voru hennar hendur, sem á sínum tíma breiddu fölbláan dúk á hefilbekk smiðsins heilags Jósefs og hún sem bar fram mat og brauð það, sem svo táknrænt er fyrir Jesúm sjálfan, sem hún fæddi. Einnig er að finna á borði hennar granatepli, sem minna ósjálfrátt á textann úr „Ljóðaljóðum,“ þar sem segir: „Ástareplin anga og yfir dyrum okkar eru alls konar dýrir ávextir, nýir og gamlir, unnusti minn, ég hefi geymt þér þá“ (Ll 7:14). Granatepli voru um aldaraðir tákn um konunglegt vald. Hin fjölmörgu frækorn ávaxtarins voru táknræn fyrir frjósemi og kraft lífsins. Sendiboðar Móse, sem sendir voru til að kanna Kanaanland, snéru aftur og báru, meðal annars, með sér þennan ávöxt, granateplin, sem tákn um ríkidæmi og frjósemi landsins (M4 13:23). Höf- undur „Ljóðaljóða“ líkir fegurð brúðarinnar við gran- atepli: „Vangi þinn er eins og kinn á granatepli út um skýluraufina“ (Ll 4:3) þar sem, aftur á móti, í kristni það er táknmynd eilífs lífs. Að lokum, og með tilvísun til hins andlega lífs Karmelíta, þá lítur hl. Jóhannes af Krossi á granateplið sem táknmynd um leyndardóma Krists og Sæla, friður og göfugleiki Íkon þetta af hl. Jósef verndardýrlingi Karmelklausturs hinnar óflekkuðu meyjar frá Jasna Gora og heilags Jósefs í Hafnarfirði, Íslandi, er málað af berfættri Karmelnunnu í Hafnarfirði í tilefni af sjötugustu stofnhátíð klaustursins og 25. stórhátíð í tilefni af komu fyrstu pólsku nunnanna til Ís- lands. Grein þessi er eftir nunnurnar og er til skýringar á íkoninu en dagur hl. Jósefs er 19. mars.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.