SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Qupperneq 18
18 24. apríl 2011 haldið að þessir einstaklingar ættu þakkir skildar fyrir að synda á móti straumnum. Ég held að engum Íslendingi dyljist í dag, að skynsamlegra hefði verið að fara sér hægar í þessu máli, þegar við vorum að fjalla um Icesave I. En þrýstingurinn var gríðarlegur að drífa afgreiðslu málsins í gegn, m.a. vegna þess að það varð að klára Icesave fyrir ESB-umsóknina. Menn voru smeykir um að Bretar og Hollendingar myndu ekki samþykkja aðildarumsókn Íslands að ESB nema Icesave-málið hefði verið klárað. Það hefur síðan komið á daginn að undanförnu, að hollensk stjórnvöld hafa verið uppi með ýmsar hótanir í garð Ís- lendinga og gefið það skýrt til kynna, að Icesave er aðgöngumiðinn að ESB. Hvað varðar ummæli Steingríms um snögg sinnaskipti mín, þá liggur ljóst fyr- ir að þetta var engin skyndiákvörðun hjá mér. Ég hef verið ósáttur við stefnuna í Evrópusambandsmálum; ég hef verið ósáttur við forgangsröðunina í ríkisfjár- málum; ég hef verið ósáttur við það hvernig stjórnkerfið og embættis- mannakerfið hefur varið mestu af tíma sínum og orku í verkefni sem í raun og veru eru ekki brýnustu úrlausnarefni okkar Íslendinga nú um stundir. Þessi af- staða mín kom fram við afgreiðslu fjár- laga, þar sem ég greiddi ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpinu. Fyrir þetta fékk ég og við auðvitað miklar ákúrur frá forystu flokksins. Þegar svo Atli Gíslason og Lilja Mós- esdóttir gengu úr þingflokknum í kjöl- farið á þessu þá gerðu þau grein fyrir því á mjög málefnalegan hátt. Ég vonaðist til þess að úrsögn þeirra úr þingflokki VG myndi leiða það af sér að menn segðu að svona gengi þetta ekki lengur, nú yrðum við að setjast niður, skoða hvort ekki væri eitthvað í mál- flutningi þeirra sem hvetti þingflokkinn og forystuna til að taka almenn vinnu- brögð og málefnaáherslur til endurskoð- unar. Þessi viðhorf reifaði ég inni í þing- flokknum, en niðurstaðan af því varð sú að ekkert var gert með svona athuga- semdir, heldur var af fullri hörku ráðist í það að henda Atla Gíslasyni og Lilju Mós- esdóttur út úr öllum nefndum sem þau sátu í fyrir VG. Ég var mjög ósáttur við þessa fram- komu í garð þessara góðu félaga okkar, sem hafa ávallt talað fyrir stefnumálum Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs. Það var allt í lagi í augum forystu VG að reyna að þurrka út áhrif þeirra á þingi og jafnvel sagt að frekar ætti Sjálf- stæðisflokkur að fá sætin heldur en þau tvö. Slík var heiftin.“ Komið miklu meira en nóg Ásmundur segir að Atli Gíslason hafi staðið sig afar vel sem formaður í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd og það hafi verið mikil sátt um hans störf í nefndinni, þvert á flokka. Hann hafi því verið mjög ósáttur við að honum var hent þar út og ákveðið að víkja sjálfur úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, til þess að Atli Gíslason gæti tekið hans sæti. „Svo batt ég miklar vonir við að það yrðu jákvæðar breytingar í störfum þing- flokksins þegar Guðfríður Lilja var að koma aftur til starfa eftir barneignarfrí. Hún hefur staðið sig afar vel sem þing- flokksformaður og á margan hátt haldið okkur öllum saman í þeim ólgusjó sem verið hefur. Það var í hennar fjarveru og á vakt annarra sem Atli og Lilju hrökkl- uðust úr flokknum en á fyrsta degi sem Guðfríður Lilja kemur inn þá er reynt að taka þennan oddvita fjölmennasta kjör- dæmis landsins af lífi í ómerkilegu valda- brölti. Þarna var enn og aftur reynt að bjóða upp í illdeilur í stað sátta. Ég sagði við sjálfan mig: Nú er komið miklu meira en nóg. Þegar ég skoða þessi tvö ár í samhengi, þá finnst mér einmitt að ég hafi sýnt for- ystu VG mjög mikla þolinmæði. Það á við um Evrópusambandsmálin og margt, margt fleira. Ég hef reynt að nálgast viðfangsefnin þannig, að það hlytu að vera jákvæðar breytingar í farvatninu. En þær létu því miður aldrei á sér kræla.“ – Þú, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir eruð enn félagar í VG. Um það hefur ver- ið rætt að þið stofnið, jafnvel strax eftir páska, ykkar þriggja manna þingflokk. Er ekki óhjákvæmilegt að til einhvers konar uppgjörs komi á milli fylkinga á næsta landsfundi VG? „Ég skal ekki segja hvort uppgjör sé í farvatninu en hitt er ljóst að ég hef aldrei verið að slást um embætti við einn eða neinn. Mín afstaða er og hefur frá fyrsta degi verið mótuð út frá málefnum.“ Finn hjá mér köllun – Ásmundur Einar, bóndi í Dölunum, þú hefur verið þingmaður í tvö ár, þótt þú hafir verið virkur félagi í VG í meira en áratug. Hvað hyggst þú fyrir? Ætlar þú aftur í framboð næst þegar verður kosið, hvenær sem það svo verður? „Ég hafði starfað innan VG í kjördæm- inu í tæpan áratug, þegar ég gaf kost á mér í prófkjör VG 2009. Ég átti nú ekkert sérstaklega von á því að lenda í þriðja sæti, en þar lenti ég og enn síður átti ég von á því að við fengjum þrjá þingmenn í kjördæminu, því við höfðum áður bara átt einn þingmann í kjördæminu. Það var því mjög óvænt, að ég settist hér inn á þing fyrir tæpum tveimur ár- um. Ég var staðráðinn í því þegar ég kom á Alþingi, að ég ætlaði ekki að verða lífstíð- arpólitíkus. Ég myndi vinna og hugsa út frá málefnalegri afstöðu til hvers máls fyrir sig, án þess að vera eitthvað að hugsa um að ota eigin tota. Þannig séð er það ekkert sérstakt markmið hjá mér að ílengjast í pólitík. En ég hef trú á því að þau sjónarmið sem ég hef staðið fyrir, hvað varðar ein- stök málefni, vinnubrögð og breyttar áherslur skipti miklu máli. Ég finn því ennþá hjá mér köllun til þess að taka áfram þátt í þessu starfi og er enn fullur af krafti til þess að berjast fyrir góðum málefnum. Svo verður bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég held það sé ekki tímabært að gefa frekari yf- irlýsingar um pólitíska framtíð mína.“ Ásmundur Einar er ungur að ár- um, aðeins 28 ára. Hann er sauð- fjárbóndi á Lambeyrum í Dala- sýslu, búfræðingur frá Hvanneyri og með B.Sc.-gráðu í almennum búvísindum frá Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri. Hér er hann heima á Lambeyrum, með konu sinni Sunnu Birnu Helga- dóttur og dætrum þeirra, Júlíu Hlín, þriggja ára, og Aðalheiði Ellu, fimm ára, sem heldur á kið- lingnum. Ásmundur Einar hefur löngum barist hart gegn aðild- arumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Hann er m.a. formaður Heimssýnar, félagsskapar sem berst gegn að- ild Íslands að Evrópusambandinu. Einhverjir hafa haldið því fram að Ásmundur Einar sé af þessum sökum eins máls maður. – En er það endilega svo? Hvað segir hinn 28 ára gamli sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dalasýslu um slíkar stað- hæfingar? Á hann sér kannski aðra sýn en Heimssýn, svo sem í landbúnaðar- og atvinnumálum Íslendinga? „Það er vissulega rétt, að ég hef lagt mikla áherslu á baráttuna gegn aðildarumsókninni og þar hef ég verið mest áberandi. En það er fjöldi annarra mála sem ég hef áhuga á að berjast fyrir og þar eru atvinnumálin efst á baugi. Það verður að útrýma atvinnuleysinu og afla þjóðarbúinu aukinna tekna. Það gerum við með því að nýta auðlindir okkar skynsamlega, veita grunn- atvinnuvegunum trausta umgjörð og með því að standa vel við bakið á greinum sem eru að sækja fram eins og ferðaþjónustunni, hugverkaiðnaðinum og sköp- unargreinunum. Atvinnuleysið er mikil meinsemd og ég tel að ríkis- stjórnin hafi alls ekki staðið sig nægilega vel í að berjast gegn því. Meðal annars þess vegna studdi ég ekki fjár- lagafrumvarpið sem ég tel að geti bæði dýpkað kreppuna og fest atvinnuleysið í sessi. Svo verður að muna að vel- ferðarmál eru líka atvinnumál. Það var ófyrirgefanlegt Sóknarfærin liggja mjög víða hvernig vegið var harkalega og án nokkurs samráðs að heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar og þar með að lífvænlegri búsetu. Uppbygging á landsbyggðinni og landbúnaðurinn er mér ofarlega í huga. Eftirspurn eftir íslenska lambakjöt- inu vex mjög hratt og okkur býðst nú í fyrsta skipti mjög gott verð fyrir útflutt dilkakjöt t.d. í Bandaríkjunum og víðar. Mjólkurframleiðslan á einnig bjarta framtíð sé rétt á málum haldið. Við þurfum að halda áfram að sinna landbúnaðinum með uppbyggilegum hætti og leita jafn- framt nýrra sóknarfæra. Sóknarfærin liggja t.d. í nýjum greinum eins og olíu- og repjurækt. Við getum auk þess stórlega aukið korn- rækt á Íslandi og gætum orðið sjálfum okkur nóg varð- andi korn til búvöruframleiðslu. Ekki má síðan gleyma atvinnugreinum eins og loðdýrarækt, garðyrkju og hestamennsku, sem allar eiga bjarta framtíð. Næg verkefni sem bíða Hvað aðra uppbyggingu á landsbyggðinni varðar þá fel- ast mjög miklir möguleikar í auknum tekjum af ferða- þjónustunni og þess vegna þarf að hlúa vel að öllum þjónustugreinum, t.d. safnastarfsemi og fleiru, sem ég hef lagt áherslu á að styðja við. Almennt vil ég sjá fjölda lítilla og meðalstórra fyrir- tækja verða til í þéttbýliskjörnum út um landið. Við eig- um að stórefla atvinnuskapandi stuðningskerfi nýsköp- unarmiðstöðva og Byggðastofnunar samhliða því að gera miklar kröfur um árangur af starfseminni. Tæki- færin eru svo ótal mörg, m.a. vegna nýrra möguleika sem skapast hafa í sölu og dreifingu á netinu. Ég hef þá draumsýn, sem sumum getur þótt gamal- dags, að vilja sjá stóreflingu byggðar um land allt. Það gerum við með því að nýta þekkingu okkar og sérstöðu til að stofna ný fyrirtæki og störf. Þetta var eitt af því góða sem Finnar gerðu á sínum tíma. Þeir settu upp sjóði sem studdu sérstaklega við uppbyggingu fyrirtækja með atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun í huga. Út úr þessu átaki komu mörg gríðarlega stór og öflug fyrirtæki, jafn- vel alþjóðleg, eins og Nokia, sem fór á flug í kreppunni. Við þurfum að beina kröftum okkar í þessa átt, að setja fjármuni í verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og skila gjaldeyri inn í landið, og nýta til þess mannauð, hugvit og auðlindir. Mér finnst hafa vantað í tíð núverandi ríkisstjórnar að næg áhersla hafi verið lögð á uppbyggingu atvinnulífs- ins. Eina leiðin til að komast frá kreppunni er að vinna sig út úr henni. Afköst stjórnsýslunnar eru takmörkuð og ESB-umsóknin sogar til sín gríðarlega mikla orku og brennir upp takmarkaðan tíma og fjármuni sem væri betur varið í uppbyggingu. Gegn þessu hef ég verið að berjast og hef þurft að nota til þess mikið af kröftum mínum. En þegar sigur hefur unnist í þeirri orustu eru næg verkefni sem bíða.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.