SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2011 „Ég myndi segja að endurútreikningur á húsnæðislánum gangi vel miðað við okkar áætlanir,“ segir Una Steins- dóttir framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Íslandsbanka. „Við erum að vinna í fjölda samn- inga, höfum lokið við bílalánin og er- um komin vel á veg með húsnæð- islánin og áætlum að ljúka þeim að stærstum hluta í lok maí, en verðum að vinna að flóknum samningum inn í júní. Það hefur komið fram að við göngum ögn lengra en lögin segja, fjöldi samn- inga er því upp undir 4 þúsund og meðallækkun um 40%.“ Hún segir það hafa legið ljóst fyrir í desember, þegar lögin voru sett, að Íslandsbanki yrði seinni en aðrir bankar. „Við vissum þá að við myndum ekki getað lokið við samningana í febrúar, en sú tímasetning er í frumvarpinu. Það spilar líka inn í að við göngum lengra en lögin kveða á um, þar er fyrst og fremst talað um lánsasamninga með veði í eigin húsnæði og lán sem falla undir skilgrein- ingu um vaxtabætur, en við setjum það ekki fyrir okkur. Auk þess vorum við með tugþúsundir bílalánasamninga, það veldur meira álagi hjá okk- ur. Hún segir eitt að endurreikna lánin og annað að ganga frá uppgjör við viðskiptavini. „Tölur hjá okkur sýna að innan við 30 til 40% af þeim sem hafa fengið sinn endurreikning birtan í net- banka hafa gengið frá sínum málum. Við hvetjum við- skiptavini til að koma í útibúin og höfum frá upp- hafi haft ákvæði í okkar samningum um betri rétt, það er að viðskiptavinir muni alltaf njóta þess ef í ljós kemur að réttur þeirra sé meiri en samningarnir kveða á um. Við bjóðum einnig upp á önnur úrræði, eins og 110% leiðina og höfuð- stólslækkun og geta viðskiptavinir valið það sem er hagkvæmast fyrir þá. En það hefur verið um- ræða í þjóðfélaginu um óvissu, sem hefur truflað ákvarðanir hjá fólki. Það er engum gott að þetta taki langan tíma, hvorki viðskiptavinum né bönk- unum.“ Ákvæði um betri rétt viðskiptavina Una Steinsdóttir E nn er unnið að endurútreikningi á húsnæðislánum þúsunda heimila, en áður en dómur Hæstaréttar féll voru 37 þúsund heimili með gengistryggt lán í einhverju formi og 9% heimila með hús- næðislán voru með gengistryggð húsnæðislán. Kemur í ljós eftir páska Íslandsbanki vinnur enn að endurútreikn- ingum á erlendum lánum, en Landsbankinn hefur lokið þeirri vinnu og Arion banki að langmestu leyti. Um leið er umboðsmaður skuldara með það til skoðunar hvort bank- arnir og aðrar fjármálastofnanir séu ekki allir að endurreikna lánin úr erlendri gjaldmiðlum yfir í krónu með sama hætti. „Við óskuðum eftir endurútreikningi á föst- um dæmum svo við sæjum mismuninn og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er að skoða dæmin fyrir okkur,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri kynningarsviðs Um- boðsmanns skuldara. „Það kemur í ljós eftir páska hver niðurstaðan verður úr þeim út- reikningum.“ Þá er einkum til athugunar, hvort verið sé að reikna húsnæðislán og bílalán á mismun- andi hátt, en því hefur verið haldið fram að bankar geri það með öðrum hætti en fjár- mögnunarfyrirtækin. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, hefur bent á það í viðtali í Morgunblaðinu að heppilegra hefði verið að hafa skýrari reglugerð um það hvern- ig ætti að reikna lánin út. „Það er ýmislegt sem engin niðurstaða fæst um fyrr en búið verður að útkljá það fyrir dómstólum, eins og hvort heimild sé til að reikna vaxtavexti,“ segir Svanborg. Flestir koma betur út Aðspurð hvernig fólk kemur almennt út úr þessum endurútreikningi segir Svanborg það misjafnt. „Það eru flestir að koma betur út, en kannski ekki eins vel og þeir áttu von á,“ seg- ir hún. „En það fer líka eftir því hvenær lánin voru tekin. Ef þetta eru eldri lán, þar sem fólk hefur í langan tíma verið greiða minna en endurútreikningar segja til um að það hefði átt að greiða, þá hefur það auðvitað áhrif til hækkunar.“ Hún segir að fjármálastofnanir eigi í meiri vandræðum með að reikna út sum lán, þar sem hafa orðið skuldaraskipti og greiðslusaga sé flókin, og síðan séu einhver lán sem þær vilji ekki endurreikna, af því að þær telji að þær falli ekki undir endurútreikning. Það hafi til dæmis komið fram í fréttum að 29 lánþegar hjá Lýsingu hafi fengið bréf þess efnis að þeir væru með erlent lán en ekki gengistryggt. „Og þeir eru að bíða eftir hæstaréttardómi.“ En hvað ef fólk er ósátt við endurútreikn- ingana – hvað á það þá til bragðs að taka? „Það getur sent okkur endurútreikninga og beðið okkur um að fara yfir þá,“ segir Svan- borg. „Svo virðist sem fólk sé ósátt við ým- islegt, jafnvel þó að almennt sé farið eftir lög- unum. Fólk þarf ekki að vera í greiðsluaðlögun eða greiðsluerfiðleikum til að leita til okkar. Ætli við höfum ekki fengið um 200 beiðnir um að fara yfir endurútreikninga á lánum. En af því að við höfum beðið eftir niðurstöðum frá Raunvísindastofnun höfum við beðið með að senda út niðurstöður. Þegar þeir útreikningar liggja fyrir verðum við ekki lengi að afgreiða þau mál. Svo er spurning hverju skoðun Raunvísindastofnunar skilar, hvort við sendum fjármálafyrirtækjum erindi um að reikna upp á nýtt, eða hvað það verð- ur.“ Þúsundir heimila búa við óvissu Umboðsmaður skuldara fer yfir endurútreikning Um 9% heimila með húsnæðislán voru með gengistryggð lán. Morgunblaðið/ÞÖK Vikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Kostnaður fjár- málakerfisins af dóm- unum er metinn 40- 50 milljarðar króna, ef aðeins er litið til lána heimila.  Bókfært virði geng- istryggðra húsnæð- islána var rúmir 78 milljarðar í marslok 2010.  Bókfært virði geng- istryggðra bílalána einstaklinga var rúm- ur 61 milljarður í marslok 2010.  Bókfært virði ann- arra gengistryggðra lána einstaklinga var rúmir 45 milljarðar í marslok 2010. 40 til 50 milljarðar Frá sóknarnefnd Borgarsóknar Sóknarnefnd Borgarsóknar hefur afráðið að hefjast handa í sumar um tiltektir og lagfæringar í kirkjugarðinum að Borg á Mýrum. Bætt verður aðgengi í garðinn, grisjaður trjágróður og fleira sem nauðsynlegt er að gera. Gott væri ef aðstandendur leiða sem telja sig hafa eitthvað við þessar framkvæmdir að athuga og/eða hafa einhverjar hugmyndir um aðgerðir myndu setja sig í samband við undirritaðan í síma 617 5351 eða senda rafpóst á netfangið einaro@limtrevirnet.is Tekið skal fram að tré verða ekki fjarlægð af legstöðum nema með leyfi aðstandenda utan þeirra trjáa sem dæmd eru ólífvæn eða sem hindra aðgengi að öðrum leiðum. Gott væri ef aðstandendur leiða sem steinsteypureitir eru byggðir um, skoði þá og íhugi framtíð þeirra því margir slíkir eru orðnir afar lélegir og lýti að þeim í garðinum. Fyrir hönd sóknarnefndar Borgarsóknar, Einar Óskarsson S K E S S U H O R N 2 0 1 1

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.