SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 31
24. apríl 2011 31 E iríkur Björn Björgvinsson fæddist á því herrans ári 1966, sama ár og fyrsta íslenska sjónvarps- útsendingin fór í loftið. Hann ólst upp sem Fram- ari í Háaleitishverfinu í Reykjavík fram á ung- lingsárin en lagði land undir fót 1986 og gerðist „atvinnumaður“ í knattspyrnu á Húsavík, eins og hann tekur til orða. „Þar kynntist ég eiginkonu minni, Ölmu Jó- hönnu Árnadóttur, og hef ekki búið í Reykjavík síðan.“ Eiríkur Björn lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni 1990 og stundaði framhalds- nám í íþróttafræðum við Íþróttaháskólann í Köln í Þýska- landi 1990 til 1994. Hann starfaði í framhaldi af því sem íþrótta- og tómstundafulltrúi á Egilsstöðum og á Akureyri á árunum 1994 til 2002. Hann hefur starfað sem bæjarstjóri frá árinu 2002, fyrst á Héraði og nú á Akureyri. Íþróttir hafa alla tíð skipað stóran sess í lífi Eiríks. „Ég hef verið svo heppinn að geta nýtt mér reynslu á því sviði bæði í starfi og leik,“ segir hann. Úr myndaalbúminu Eiríkur Björn Björgvinsson bæj- arstjóri á Akureyri grefur upp nokkur skemmtileg sýnishorn úr fjölskyldualbúminu. Íþróttir í leik og starfi Frumburðurinn Árni Björn nýfæddur. Hann kom í heiminn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 1997. Glókollur í blúnduskyrtu tveggja ára gamall. Æskufélagarnir ég og Halldór Baldvinsson á góðum sumardegi á Háaleitisbrautinni. Fimm ára gamall, lengst til vinstri, með foreldrum mínum, Björgvini Ragnari og Guðnýju Kristjönu, og bræðrum, Hjálmari Valgeiri og Helga Má árið 1971. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í knattspyrnu með Fram, 1982. Þessir drengir eru reynslunni ríkari í dag. Ég er annar frá vinstri í fremri röð. Nokkuð þekkt mótív! Við hjónin á Indlandi 2006 með hofið Taj Mahal, eina fegurstu byggingu heims, í baksýn. Fjölskyldan sumarið 2010; Árni Björn, Alma Jóhanna með Hákon Bjarnar og ég með Birni Eiðar, skömmu áður en við fluttum til Akureyrar. Með yngsta soninn, Hákon Bjarnar, sem fæddist á gamlárskvöld árið 2009. Myndarlegir bræður; Birnir Eiðar Eiríksson, 2 ára, Árni Björn sem er að verða 14, og Hákon Bjarnar, 1 árs. Kynntist eiginkonu minni, Ölmu Jóhönnu Árnadóttur, ungri Húsavíkurmær, árið 1986. Í unglingalandsleik á móti Englendingum á Valbjarnarvelli 1984. Hlotnaðist sá heiður að vera fyrirliði liðsins í þessum leik en fyr- irliði Englands var Tony nokkur Adams síðar fyrirliði Arsenal og enska A-landsliðsins. Við bræðurnir, Helgi Már og ég, í Atlavík 1974. Þá grunlaus um að eiga síðar eftir að verða bæjarstjóri sveitarfélagsins. Gott ef ekki sést í Lagarfljótsorminn í bakgrunni!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.