SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 45
24. apríl 2011 45 Þ að bar við eitt sinn á búgarðinum Miklabæ að dýrin gerðu uppreisn til að losna undan kúgun og arðráni. Mikilvægasta boðorð byltingarinnar var „öll dýr eru jöfn“, en svínin sáu sér leik á borði og skeyttu aftan við: „en sum eru jafnari en önnur“. Eftir því sem fram leið minnkaði vald svínanna og þeim þótti sem að sér væri sótt. Svar við því var að endurskipuleggja kúg- un öðru sinni, snúa faðirvorinu upp á andskotann og merkingu orða á hvolf – í stað þess að þau væru kúg- arar og hin dýrin fórnarlömb reyndu þau að telja hinum dýrunum trú um að þau væru í raun hin kúg- uðu, hin dýrin væru bara heltekin af „fórn- arlambakúltúr“. Til að undirstrika þetta skrifuðu þau bókina Fórnarlambakúltúrinn sem kom úr á ís- lensku fyrir stuttu. Fórnarlambakúltúr, sem David G. Green kallar svo, er þegar þeir sem telja sig hafa orðið útundan leita eftir því að hlut sinn bættan, konur, litir, sam- kynhneigðir, fatlaðir og svo má telja, og eru fyrir vikið flokkaðir sem fórnarlömb sem þurfti sérstakan stuðning hins opinbera. Framarlega í bókinni beitir Green tölfræðiútúrsnúningi til að sýna fram á að í raun sé mesti minnihlutinn hvítir karlmenn, því 73% bresku þjóðarinnar séu opinberlega skilgreind sem fórnarlömb. Hann telur og að sú skilgreining sé mikil ógn við frjálslynda lýðræðishefð – allir þeir sem leiti réttar síns í skjóli þess að þeir séu fórn- arlömb séu að grafa undan frelsi og réttlæti. Green leggur mikla áherslu á þann grunnþátt frjálslyndisstefnunnar að „einstaklinga skuli meta á grunni umbreytanlegra einstaklingsbundinna verð- leika en ekki þeirra einkenna, sem þeim eru eignaðir við fæðingu“ og eins að ein af kennisetningum frjáls- lyndisstefnu sé „að einstaklingar geta risið yfir að- stæður sínar“. Víst er þetta fín draumsýn, en vand- inn sá að fæstir geta risið svo yfir aðstæður sínar að þeir geti breytt litarafti sínu eða kyni og hljóta því að sitja fastir í fórnarlambakúltúrnum. Hvernig má annars skilja þá staðreynd að konur eru iðulega með lægra tímakaup en karlar og þó yfirleitt með meiri menntun en karlarnir? Af röksemdafærslu Green er það þeim sjálfum að kenna, þær hafa ekki „risið yfir aðstæður sínar“. Sama má segja um lita, af hverju eru þeir líklegri til að vera atvinnulausir en hvítir og af hverju eru þeir með lægri laun þegar þeir þó fá vinnu? Það hlýtur að vera þeim sjálfum að kenna, þeir hafa ekki „risið yfir aðstæður sínar“, eða hvað? Röksemdir Green sem hann rekur í bók sinni eru áþekkar þeim sem skoðanabræður hans viðra víða um heim, þar á meðal hér á landi. Það breytir því ekki að þær eru í besta falli einfeldningslegar og í versta falli ísmeygilegir meðvitaðir fordómar. Green og félagar skilja ekki af hverju þeir sem hafa það skítt, fá ekki vinnu, stöðuhækkun eða kauphækkun, geta bara ekki andskotast í að „rísa yfir aðstæður sínar“. Ekki vantar að þeir eru með frasana á hreinu, skreyta mál sitt með vísunum í mikla hugsuði, en skilja ekki að frasarnir koma að engum notum þegar grunnskipan þjóðfélagsins er ekki í lagi, að sam- félagið er undirlagt af klíkuskap, meðvituðum og ómeðvituðum. Það eru síðan einmitt þeir sem hafa notið góðs af því innbyggða óréttlæti sem sem kveinka sér helst yfir „fórnarlambakúltúr“. Út í gegnum bókina þvælir Green út og suður, bál- reiður yfir öllum þessum fórnarlömbum sem séu að krefjast réttinda og bættrar stöðu. Hann reynir að vera rökfastur, en gengur ekki nema miðlungi vel. Látum vera að hann skuli blanda göróttan drykk úr sannleik, hálfsannleik, útúrsnúningum og for- dómum, rækilega kryddað með tittlingaskít og út- úrsnúningi, en hann notar líka hugtök svo óná- kvæmt að gengisfellir algjörlega málstað hans. Dæmi: Múslimar eru fyrir honum ein heild og hann segir gjarnan múslimar eru á móti hinu eða þessu, þeim finnst hitt eða þetta. Víst er algengt að menn geri þetta á bloggsíðum og jafnvel í dagblöðum, en ekki gjaldgengt í riti sem vill að maður taki það al- varlega. Múslimar eru ríflega hálfur annar milljarður í heiminum og þá talin með ýmis afbrigði islam sem eru ólíkari en til að mynda mótmælendur og kaþ- ólikkar. Sá sem steypir þeim öllu í sama mót í rök- fimleikaskyni er bara kjáni og þarf sárlega að „rísa yfir aðstæður sínar“, svo mikið er víst. Sumir jafnari en aðrir BÆKUR Fórnarlambakúltúrinn mnnnn Eftir David G. Green. Ugla gefur út. 132 bls. kilja. Árni Matthíasson Þ að er góður íslenskur siður að gefa bækur í fermingargjöf. Þetta er siður sem rétt er að viðhalda, þrátt fyrir ákveðinn mótþróa sem vart verður hjá fermingarbörnum. Í þeim efnum er rétt að hafa vit fyrir barninu. Gömul fermingarbörn muna flest hver að þeim þótti á sínum tíma ekki sérlega mikið til þess koma að fá orðabók, Íslands- klukkuna eða ljóðasafn Steins Steinarr í fermingargjöf. Þó- nokkrum árum seinna þegar aðrar gjafir höfðu týnst, eyði- lagst eða gleymst voru þessar bækur enn uppi í hillu og höfðu verið lesnar. Auðvitað er það skiljanlegt að gestir vilji ekki valda ferming- arbarninu vonbrigðum með því að gefa því bók í staðinn fyrir pening, en þarna er rétt að hafa langtímasjónarmið í huga. Þótt fermingarbarnið hugsi: „Æ, er þetta bara bók!“ þá fyllist það þakklæti síðar meir. Kunningjakona mín hefur regluna um bókagjöf á ferming- ardaginn mjög í hávegum. Hún lenti reyndar í nokkrum vand- ræðum um daginn þegar hún fór í fermingarveislu til ungrar tildurrófu sem vildi bara pening, en lét það samt ekki draga verulega úr sér kjark. Keypti ljóðasafn og áritaði til fermingarbarnsins og sagði hróðug að víst væri að þessari gjöf yrði ekki hægt að skipta. Ég hef yfirleitt valið að gefa ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar í fermingargjöf, einfaldlega vegna þess að hann er uppá- haldsskáldið mitt, en viðurkenni að ljóðasafn Steins Steinarr gerir svipað gagn. Eða Tómasar Guð- mundssonar. Svo má ekki gleyma Passíusálmunum. Það er skáldskapur sem ferming- arbarnið verður að fá, jafnvel þótt það fari ekki að meta hann fyrr en á elliárum. Bækur skipta máli og sá sem gefur góða bók er að leggja sitt af mörkum til að efla þroska þess sem gjöfina fær. Peningar gleðja eitt augnablik en góð bók veitir langvarandi ánægju og er lífstíðareign. ’ Auðvitað er það skiljanlegt að gestir vilji ekki valda ferming- arbarninu von- brigðum með því að gefa því bók í staðinn fyrir pening, en þarna er rétt að hafa langtímasjónarmið í huga. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Æ, er þetta bara bók! LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar HLJÓÐHEIMAR 26.2.–22.5. 2011 - Salur 2 VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 - Salur 1 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010–31.12. 2012 - Salir 3 og 4 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA Opið á Skírdag og laugardag. Gleðilega páska! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Á gráu svæði Hrafnhildur Arnardóttir (23.3. - 29.5. 2011) GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 9. apríl til 15. maí Elín Pjet. Bjarnason ÖLL ERUM VIÐ EINSKONAR TRÚÐAR Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Gleðilega páska! Lokað á páskadag og 2. í páskum. Opið aðra daga 11-17. Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonr frá upphafi 20. aldar. Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 IS(not) | (EI)land Samstarf 5 pólskra ljósmyndara og 5 íslenskra rithöfunda föstudaginn langa kl. 16 Sýningarspjall með Sigurbjörgu Þrastardóttur Úr kössum og koffortum Gamlar ljósmyndir frá Hveragerði og nágrenni OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 Lokað annan í páskum AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Sunnudaginn 17. apríl kl. 15 19. mars – 1. maí 201 Varanlegt augnablik Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hringsson 19. mars – 1. maí Birgir Andrésson og vinir Eggert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Reynir Jónsson og Ragna Róbertsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. Lokað páskadag www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.