SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 24.04.2011, Blaðsíða 48
Þeir fiska sem róa Málþing um verndun, smíði og nýtingu trébáta Víkin – sjóminjasafnið í Reykjavík, föstudaginn 6. maí kl. 13:00 Setning Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna. Ávarp Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Verndun báta – saga, staða og stefna Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri í Þjóðminjasafni Íslands. Að viðhalda handverki Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri í Iðunni fræðslusetri. Trébátamenning í Færeyjum Jónsvein Lamhauge, hafnarstjóri í Þórshöfn í Færeyjum. Húsavíkurleiðin Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík. Smíði og viðgerðir trébáta sem hluti af strandmenningu Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins og verkefnisstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Hvernig má örva meðvitund og skapa betra umhverfi fyrir varðveislu íslenskra trébáta? Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Endursmíði báta sem atvinnumál – áhugaverð verkefni Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði. Samantekt og ráðstefnuslit Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Ráðstefnustjórar Gísli Gíslason hafnarstjóri, Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður Víkurinnar – sjóminjasafnsins í Reykjavík, og Helgi M. Sigurðsson, sviðsstjóri í Víkinni. Aðstandendur málþingsins Faxaflóahafnir sf., Íslenska vitafélagið, Félag um íslenska strandmenningu, Fishernet/Trossan, Samtök iðnaðarins, Víkin – sjóminjasafnið í Reykjavík, Minjasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands, Iðan fræðslusetur, Reykjavíkurborg, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Sjómannasamband Íslands, Samband íslenskra sjóminjasafna. Jón Ragnar og Svalan Jón Ragnar Daðason er eini iðnneminn í trébátasmíði á Íslandi og sá fyrsti í 30 ár! Forfeður hans í báðum ættum voru bátasmiðir og hann viðheldur því dýrmætri handverkskunnáttu sem annars heyrir nánast sögunni til hérlendis. Jón Ragnar er í þann veginn að ljúka endursmíði Svölunnar, árabáts sem langafi hans, Rögnvaldur Lárusson í Stykkishólmi, smíðaði og sjósetti árið 1906. Rögnvaldur var einn afkastamesti bátasmiðurinn í Suðureyjum og við Breiðafjörð en Svalan er eini árabáturinn sem varðveist hefur eftir hann. Siglutré úr Hallormsstaðarskógi bíður eftir því að verða sett í bátinn og á það kemur síðan þversegl, líkt og var á víkingaskipum til forna. Ef að líkum lætur mun Svalan svífa segli þöndu um Sundin blá sumarið 2011, í upprunalegri mynd sinni. A T H Y G L I

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.