Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinn Arndís Ey og Sesselja Hlín hanna undir nafninu Violet and her freaks og hafa nú gefið út sína fyrstu línu og opnað heimasíðu. Make Up Store var að fá nýja og fallega línu sem ber nafnið Pixel. Línan er litrík og hægt að leika sér með hana og blanda saman skemmtilegum litum. Helga Gabríela sýndi Stílnum fallega förðun og notaði meðal annars liti úr Pixel-línunni. Útkoman minnir einna helst á útlit frá stríðsárunum. Virkilega fallegt. „Ég byrjaði á því að bera „Skin Serum“ á húðina, það gefur fallega áferð fyrir farðann og bætir endingu hans. Því næst bar ég „Liquid Foundation“ á húðina. Það er léttur rakagefandi farði sem gefur mátulegan glans. Fyrir hyljara notaði ég þrískipta „Cover All“ mixið. Til að fá flott „highlight“ í kringum augnsvæðið og á kinnbeinin notaði ég „Reflex Cover light“ og til að fá ljómann í húðina notaði ég „Wonder Powder“ en það er steinefnapúður sem þú getur notað eitt og sér eða yfir farða. Mér finnst æðislegt að blanda því út í rakakremið mitt, þá kemur falleg áferð á húðina. Á augun notaði ég blýantinn „Seduced by the Dark“ úr nýju Pixel-línunni hringinn í kringum augun og inn í vatnslínuna. Síðan bar ég á „Velvet“ augnskugga og „Devil dust“ sem er laus augnskuggi. Til að blanda og fá mýktina í augnförðunina notaði ég „Brown Sugar“ augnskugga. Í lokin dubbaði ég smá „Morning Breeze“, lausan augnskugga yfir. Til að fá fallega skyggingu á andlitið notaði ég „Nut“ kinnalit og „Beam“ sólarpúður. Í kinnarnar notaði ég „Apollo High Tech Lighter“ og „Must Have“ bleiklitaðan kinnalit. Á varirnar „Burlesque“ varablýant, „Devil“ varalit og smá „Oui“ varagloss yfir“. Sirkusstjórinn Violet stjórnar og heimtar MÓDEL: SIGRÚN EVA FATNAÐUR OG SKART: TOPSHOPFÖRÐUN: HELGA GABRÍELA HJÁ MAKE UP STORE Fáguð förðun frá Make Up Store PIXEL GEFURLÍFINU LIT ARNDÍS EY OG SESSELJA HLÍN Fatahönnuðirnir Arndís Ey og Sesselja Hlín eru hæfileikaríkar stúlkur. Stöllurnar hafa báðar stundað klæðskeranám við Tækniskóla Íslands og hafa verið að hanna í sitthvoru lagi síðustu árin en hafa nú sameinað krafta sína. „Við kynntumst síðasta sumar og bara smullum saman, ótrúlega fyndið því við erum svo svakalega ólíkir hönnuðir, gjörsamlega svart og hvítt en saman náum við að sameina besta úr báðum heimum,“ segir Arndís. Þær hanna undir nafninu Violet and her freaks og fyrsta lína þeirra ber nafnið Bearded Lady. „Við lékum okkur rosalega mikið með hringi, þríhyrn- inga og kassa og hún öskrar 90‘s enda báðar miklir unnendur 10. áratugarins. Svo er Sirkus búinn að vera stórt og meira áberandi „inspiration“ hjá okkur svona yfir heildina litið. Þetta byggist á því að Violet eða Fjóla á íslensku sé sirkusstjórinn og línurnar eru „freak-in“ hennar og fyrsta „freak-ið“ okkar, línan, heitir Bearded Lady“. Heimasíða þeirra hefur nú opnað undir slóðinni www.violetandherfreaks.com en stelpurnar hönnuðu síðuna sjálfar ásamt Atla Viðari Þor- steinssyni. „Heimasíðan gefur okkur tækifæri á að sýna fólki hvað við erum að gera og pælinguna á bakvið línuna okkar“. Á heimasíðunni er hægt að versla fötin þeirra en þær hanna fyrir bæði stelpu og stráka, buxur, kjóla, boli, sokka, sundboli, legg- ings, skart og fleira. „Við erum að hanna nánast allt, nema skó. Við erum að drukkna úr metnaði fyrir þessa línu. Eins og fram kemur í texta á heimasíðunni þá er Violet svolítið að stjórna okkur og heimtar meira og meira, þannig að við verðum bara að hlýða“.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.