Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 13
Hæð: 183 sentímetrar. Besta hlutverk: Jake Tyler Brigance í A Time To Kill. Staðreynd: Matthew McCon- aughey notar aldrei rakspíra eða svitalyktareyði. Það hefur líklega ekki verið geðslegt fyrir Penelope Cruz að leika á móti honum í kvikmyndinni Sahara. Eitruð tilvitnun: „Hver þarf hús þegar hægt er að búa í hjólhýsi?“ 1969Fæddist þann 4.nóvember í Uvalde í Texas-fylki Bandaríkjanna. 1993Lék í Dazed AndConfused sem skaut honum upp á stjörnuhim- ininn. Meðal leikara í þessari költ-mynd voru einnig Ben Affleck og Milla Jovovich. 1996 Stimplaði sig inn í Hollywood þegar hann fékk stórt hlutverk í kvikmynd- inni A Time To Kill og lék þar á móti Söndru Bullock og Kevin Spacey. 1998Leikstýrði ogskrifaði handritið að stuttmyndinni The Rebel sem flaug ekki hátt. Myndin fær 3,6 af 10 mögulegum í einkunn á Imdb.com. 1999Var handtekinn áheimili sínu vegna óláta snemma morguns og vörslu kannabisefna. Nágrannar hans hringdu á lögreglu þar sem Matthew lék óstjórnlega hátt á bongótrommurnar nakinn á ókristilegum tíma. Hann slapp með sekt. 1999Lék hinn húðlataEd í kvikmyndinni EdTV. Eftir hlutverkið varð Matt- hew áskrifandi að hlutverkum í rómantískum gamanmyndum og lék í hverri slíkri á fætur annarri næstu árin. 2005Valinn kynþokka-fyllsti maður veraldar af People‘s Magazine. 2006 Kynntist barnsmóður sinni, brasilísku fyrirsætunni og sjónvarps- konunni Camila Alves, sem hann býr nú með í Malibu. Þau eiga saman tvö börn. Matthew McConaughey FERILLINN 13FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Monitor Frumsýningar helgarinnar Jake Gyllenhaal og Anne Hathaway léku líka par í kvikmyndinni Brokeback Mountain. ÞETTA ER ÁST, SATT OG SANNAÐ Popp- korn Sarah Jessica Parker er þekktust sem Carrie Bradshaw en vill nú breyta til og er með nokkur verkefni í bígerð. Hún nældi í bitastætt hlutverk í kvikmynd- inni New Year‘s Eve sem allir sannir aðdáend- ur rómantískra gamanmynda bíða spenntir eftir og mun einnig leika í kvikmyndinni Married And Cheating sem segir frá þremur pörum í sambandskrísu. Tom Hanks berst við sjóræningja í nýjustu mynd sinni sem hefur ekki fengið nafn ennþá. Myndin segir frá sjómanninum Phillips, leiknum af Hanks, sem verður fyrir árás sjóræningja frá Sómalíu úti á reginhafi. Phillips bauð sjálfan sig fram sem gísl og eyddi þremur sólarhringum á sjóræningjaskipinu. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2009. Fyrsta leikstjóraverkefni Drew Barrymore, Whip It, heppnaðist ágætlega og nú er hún æst að komast aftur í leikstjórastólinn. Næsta verkefni Barrymore er kvikmyndin How To Be Single sem er byggð á skáldsögu eftir Liz Tuccillo. Myndin er í svipuðum stíl og rómantíska gamanmyndin Valentine‘s Day og segir frá ástum og örlögum nokkurra íbúa í New York. kvikmyndir Unknown Leikstjóri: Jaume Collet-Serra. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Diane Kruger og January Jones. Lengd: 113 mínútur. Dómar: IMDB: 7,2 / Metacritic: 5,6 / Rotten Tomatoes: 55%. Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin. Love and Other Drugs Leikstjóri: Edward Zwick. Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Anne Hathaway, Oliver Platt og Hank Azaria. Dómar: IMDB: 6,6 / Metacritic: 5,5/ Rotten Tomatoes: 48%. Aldurstakmark: 7 ára. Lengd: 112 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Jamie fær vinnu hjá lyfjafyrirtæki og vinnur sig fljótt og örugglega upp met- orðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum á kvenfólk. Þegar hann hittir Maggie kynnist hann loks jafnoka sínum. Hún sér strax í gegnum hann og eru þau orðin bólfélagar á innan við hálftíma frá fyrsta stefnumót- inu. Þau fella hugi saman en brátt fara kvillar hjá þeim báðum og veikindi hennar að setja strik í sambandið. Hér er á ferðinni aðeins öðruvísi geimverumynd en maður hefur séð áður. Við fylgjumst ekki með öllum Bandaríkjunum berjast við geimver- urnar með forsetanum og ameríska fánanum í forgrunni heldur er athyglinni beint að einum herflokki. Það fannst mér skemmtilegt. Svolítið eins og að horfa á Black Hawk Down nema andstæðingarnir eru geimverur. Mér fannst líka gott að amer- ískum þjóðernissetningum var haldið í lágmarki og öskrin voru meira í formi einfaldra „sýnum þeim hvað í okkur býr“ hvatningarorða. Veik persónusköpun en flottar brellur Einn helsti veikleiki myndarinnar er handritið. Það var á köflum full klisjukennt og þá sérstaklega í byrjun myndarinnar þegar persónur voru kynntar til leiks. Það var ekki eytt miklum tíma í persónurnar sem gerði það að verkum að manni var eiginlega alveg sama um þær. Þetta voru bara ein- hverjar stereótýpur sem maður hefur séð milljón sinnum áður. Einn að fara að gifta sig, einn á von á barni og einn 17 ára sem hefur aldrei upplifað neitt á ævinni. Svo koma auðvitað tvö börn til sögunnar sem þarf að hossast með í gegnum öll lætin, kona sem er dýralæknir og spænskur innflytjandi. Aaron Eckhart, aðalleikari myndarinnar, er þó svalur og gerir þetta vel. Mér var ekki sama um hann. Þrátt fyrir það er hér á ferðinni mjög fín Hollywood stórslysamynd. Öll tæknivinnsla er til fyrirmyndar, hljóðið er fáránlega gott og tæknibrellurnar rosaleg- ar. Þetta er líklega ein af þessum myndum sem þú annað hvort fílar eða fílar ekki, en ég hafði gaman af henni og hún hélt mér allan tímann. Verður kannski aldrei nein klassík en mjög skemmtileg bíóferð engu að síður. Hún fær líka plús fyrir að vera ekki í þrívídd. Kristján Sturla Bjarnason Battle: Los Angeles K V I K M Y N D Fínasta stórslysamynd Leikstjóri: Jonathan Liebesman. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Michelle Rodriguez, Bridget Moynahan og Ne-Yo. Lengd: 116 mínútur. Lengd: IMDB: 6,7 / Metacritic: 6,6 / Rotten Tomatoes: 33%. Season of the Witch Leikstjóri: Dominic Sena. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Ron Perlman og Claire Foy. Dómar: IMDB: 5,5 / Metacritic: 2,8 / Rotten Tomatoes: 5% Aldurstakmark: 14 ára. Lengd: 95 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Biutiful Leikstjóri: Alejandro González Iñárritua. Aðalhlutverk: Javier Bardem, Maricel Álvarez og Hanaa Bouchaiby. Dómar: IMDB: 7,6 / Metacritic: 66% / Rotten Tomatoes: 5,8. Aldurstakmark: 12 ára. Lengd: 148 mínútur. Kvikmyndahús: Háskólabíó. Mars Needs Moms Leikstjóri: Simon Wells. Leikraddir: Seth Rogen, Joan Cusack, Breckin Meyer og Elisabeth Harnois. Dómar: IMDB: 4,3 / Metacritic: 4,9 / Rotten Tomatoes: 38% Aldurstakmark: Leyfð öllum. Lengd: 88 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.