Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Spurning um Boner Bleik górilla í fararbroddi BJARKI FREYR MAGNÚSSON Fæðingardagur: 15.8.’93 Sérþekkingarsvið: Landafræði. Hver er uppáhaldsspurningin þín sem liðið hefur fengið í keppninni? Spurning sem við fengum ein- hverntímann í hraðaspurningum: „Hver er formaður LÍÚ?“ Hver er mamman/pabbinn í liðinu? Laufey er náttúrlega mamman og stjórnar þessu öllu. Hvað þarf til að ná árangri í Gettu betur? Þetta klassíska; stanslausar æfingar og góður svefn. LAUFEY HARALDSDÓTTIR Fæðingardagur: 4.4.’92 Sérþekkingarsvið: Það myndu vera dægurmál. Bleiki flokkurinn í Trivial. Nú þurfa Gettu betur-keppendur að sofa mikið. Hefur þig dreymt Gettu betur? Það hefur einu sinni komið fyrir. Ég fékk martröð um að ég væri að verða sein á keppni. Finnurðu fyrir pressu verandi tveimur sigrum frá því að verða fyrsta stelpan til að vinna Gettu betur? Já, smá. Það væri mjög gaman að vera fyrsta stelpan til að vinna þetta. Það er alveg komið að því. SÆÞÓR PÉTUR KJARTANSSON Fæðingardagur: 20.4.’93 Sérþekkingarsvið: Landafræði og líffræði. Ef þú fengir að ráða hvaða söng stuðningsmenn myndu syngja þegar þú kynnir nafn þitt í keppni, hvert væri það? Ekkert sérstakt fyrir mig en það ætti að syngja Batman-lagið þegar Hans Marteinn kynnir sig. Að keppa í Gettu betur er… erfitt. Hvað þarf til að ná langt í Gettu betur? Ætli það sé ekki bara sambland af vinnu og hæfileikum, eins og með flest annað. HANS MARTEINN HELGASON Fæðingardagur: 18.10’93 Sérþekkingarsvið: Ekkert. Hver væri draumaspyrillinn þinn í Gettu betur? Logi Bergmann Eiðsson. Hvernig er keppnisdeginum háttað? Höldum okkur rólegum, lærum eitthvað og lesum. Stefnirðu á sæti í Útsvarsliði Garðabæjar á næsta ári? Nei. ARNAR GUNNARSSON Fæðingardagur: 25.4.’91 Sérþekkingarsvið: Dægur- menning. Hver er uppáhaldsspurningin þín sem liðið hefur fengið í keppninni? Í síðustu keppni var spurt um forseta efri deildar þingsins í Bandaríkjunum sem heitir John Boner. Þjálfarinn var búinn að fara yfir það með okkur fyrir keppnina og svo var einmitt spurt um hann í bjöllu og okkur fannst það frekar fyndið. Hver er pabbinn í liðinu? Ég þarf náttúrlega að sjá um að strákarnir borði á réttum tíma og svona sem elsti maður liðsins. BJARNI LÚÐVÍKSSON Fæðingardagur: 21.9.’93 Sérþekkingarsvið: Ísland. Ef þú mættir ráða hvaða lag klapplið Kvennó syngi um þig, hvert væri óskalagið? Veit það ekki, síðast sungu þau lagið „Baby“ með Justin Bieber með nafninu mínu. Það var allt í lagi. Draumaspyrill í Gettu betur? Edda Hermannsdóttir. Að keppa í Gettu betur er… Pass! Lið Kvennaskólans í ár hefur komið sterkt til leiks og vann sér sæti í undanúrslitum með sigri á MA, 27-24. Aðspurður segist Bjarni Lúðvíkssons, miðjumaður liðsins, halda að um sé að ræða fyrsta skipti sem skólinn kemst í undanúrslit keppninnar. Hann bætir við að stemningin fyrir keppninni vaxi með degi og sigri hverjum innan skólans. Lukkudýr skólans hefur vakið athygli að undanförnu en það er bleik górilla með boxhanska. Spennandi verður að sjá hvort það sjáist ekki glitta í górilluna bleiku í sjónvarpsútsendingu á laugardaginn næstkomandi! Lið FG komst með sigri á Borgarholtsskóla, 20-17, um síð- ustu helgi í undanúrslit Gettu betur í fyrsta sinn í sögu skólans. Aldursforseti liðsins, Arnar Gunnarsson, segir það gaman að skrifa sig inn í sögu skólans hvað Gettu betur varðar og vonar að þeir setji fordæmi fyrir komandi ár. Hann segist ekki finna fyrir pressu frá samnemendum en segir að stemningin og áhugi fólks í skólanum hafi vaxið mjög á hans fjórum árum í skólanum. Garðabær státar af meistaratitli í Útsvari frá því í fyrra en bæjarfé- lagið datt út úr keppni þessa vetrar á dögunum. Spurn- ingin er hvort það væri ekki ráð að láta Gettu betur-lið FG og spurningalið Garðabæjar mætast til að útkljá hvaða tríó sé snjallasta spurningatríó bæjarins. FG – KVENNÓ Undanúrslit í Gettu betur

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.