Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Julianne Hough flaggaði föngulegum línum sínum í þessum litla svarta kjól frá Camilla and Marc en það gerði Fergie einnig skömmu áður. Fergie klúðrar kjólnum með því að reyna að sýna eins mikið af brjóstunum og mögulegt er og aftursleikt hárið gerir ekki mikið fyrir hana. Hough er hins vegar smekkleg með skvísulegt slegið hár og hefur því vinninginn. Kardashian-systur keppast í einu og öllu og í þetta skiptið ákváðu þær Kim og Khloe að klæðast sama kjólnum með stuttu millibili. Kjóllinn fer hinni lögulegu Kim mun betur og liturinn sem hún valdi gerir meira fyrir dökkhærða. Kim skellti sér einnig í smart hlébarðaskó við en Khloe fór öruggu leiðina með svörtum einföldum hælum. Leikkonan Evan Rachel Wood klæddist sama kjól og söngkonan Shakira í vetur og tókst Wood mun betur upp. Reyndar hefði hún mátt sleppa svörtu beltinu í mittið en Shakira tapar augljóslega vegna hvítu sokkabuxnanna og svörtu stígvélanna sem passa alls ekki við kjólinn. Reyndar lítur út eins og Wood sé líka í hvítum sokkabuxum en ekki láta blekkjast. Skvísurnar Eva Mendes og Jenny McCarthy klæddust báðar þessum ósmarta kjól frá Stellu McCartney á rauða dreglinum nýlega. McCarthy ákvað að taka hárið upp og klæddist svörtum einföldum hælum við en Mendes tók gullgell- una á þetta og hafði hárið slegið við gyllta skó og gyllt veski. Stíllinn dæmir jafntefli í þessari erfiðu viðureign. Stjörnustríð „Mig er búið að langa til að gera þetta lengi en hef ekki þorað að kýla á þetta fyrr en núna,“ segir Edda Ýr Aspelund sem opnaði fataverslunina Lólu á Laugavegi 55 í síðustu viku ásamt kærastanum Haraldi Leví Gunn- arssyni. „Ég hef mikinn áhuga á fötum og tísku svo það er langþráður draumur að fá að vinna í kringum slíkt,“ segir Edda sem er menntaður textíl- og fatahönnuður. Persónuleg þjónusta „Fötin eru í alls konar stílum frá mismunandi áratugum svo það er úr nógu að velja,“ segir Edda og bætir við að Lóla reyni að bjóða upp á hagstæð verð. „Það vantar alltaf vintage- búðir í miðbæinn og við munum reyna að hafa úrvalið sem best þó búðin sé lítil,“ segir hún og bendir á að Lóla sé notaleg búð sem bjóði upp á persónulega þjónustu. „Búðin er minni í sniðum en margar og ég verð ein að vinna svo það verður heimilislegt andrúmsloft í Lólu.“ Eitthvað fyrir alla Á boðstólnum eru flíkur bæði fyrir herra og dömur og segir Edda úrvalið svipað fyrir bæði kynin. „Strákarnir ættu að fagna því við erum með mikið af vörum fyrir þá,“ segir Edda og bætir við að allir aldurshópar geti komið og verslað í Lólu. „Í gær kom eldri kona og keypti sér blússu svo það er allur aldur að versla hjá okkur,“ segir Edda ánægð við góðar viðtökur í fyrstu vikunni. „Fólk er mikið búið að ramba hérna inn og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar,“ segir Edda spennt fyrir framhaldinu. Textíl- og fatahönnuðurinn Edda Ýr Aspelund opnaði vintage-fataverslunina Lólu á Laugavegi fyrir viku síðan. Stíllinn kíkti í heimsókn og fékk að vita hvað verður á boðstólnum í Lólu. Notalegt og heimilislegt andrúmsloft NOTUÐ FÖT Í NOTALEGU ANDRÚMSLOFTI INNI Í LÓLU Naomi brúð- armær Kate Moss? Ofurfyrirsæturnar Kate Moss og Naomi Campbell hafa verið góðar vin- konur síðan þær sigruðu heiminn á tíunda áratugnum. Í nýjasta tölublaði Vogue talar Campbell um brúðkaup Moss sem fer fram þann 2. júlí en hún vildi ekki gefa upp hvort hún yrði brúðarmey í brúðkaupinu. „Þá væri ég að kjafta frá,“ sagði Campbell sem er mjög ánægð með að vinkonan Moss sé á leiðinni upp að altarinu. „Ég er svo stolt af Kate,“ sagði Cambell og lofaði einnig tilvonandi eiginmann hennar. „Ég elska Jamie, hann er sá eini rétti fyrir hana. Þetta verður yndislegur dagur og við erum alltaf að tala sam- an í símann um brúðkaupið,“ sagði Campbell spennt fyrir brúðkaupsdeg- inum. Hin fertuga Campbell óttast ekki að missa djammfélaga sinn til margra ára þó Moss sé að fara að gifta sig. „Við munum halda áfram að fara út á lífið saman, hjónaband mun ekki breyta Kate.“ Forsetafrú verslar óléttu- föt í H&M Carla Bruni á von á sínu fyrsta barni með Frakklandsforsetanum Nicolas Sarkozy og sást versla óléttuföt í H&M í París um helgina. Samkvæmt franska tímaritinu Voici eyddi Bruni 300 evrum í búðinni sem jafngilda um 50 þúsund íslenskum krónum. Talsmenn H&M vildu ekki tjá sig um hvort Bruni verslaði oft í búðinni en franska H&M tísti engu að síður um heimsókn forsetafrúarinnar rétt eftir heimsókn hennar. Mikil óvissa hefur ríkt um hvort Bruni sé með barni eða ekki en fjölmiðla fór að gruna ýmis- legt er hún byrjaði að klæðast víðum fötum í aprílmánuði. Tengdafaðir hennar staðfesti fréttirnar nýlega í þýsku dagblaði og ríkir mikil spenna fyrir litla krílinu. Bruni á einn tíu ára son úr fyrra hjónabandi og Sarkozy á tvo uppkomna syni úr fyrsta hjóna- bandi sínu og einn 14 ára gamlan son úr öðru hjónabandi sínu. Bruni og Sarkozy giftu sig árið 2008, þremur mánuðum eftir að þau kynntust. stíllinn

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.