Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 26.05.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2011 Monitor Margrét Björnsdóttir er 19 ára útvarpskona, afgreiðsludama og þjónustustúlka sem var að útskrifast úr Verzló í síðustu viku. Þá byrjaði hún einnig með útvarpsþáttinn 4-Sex með Brynjari Má á FM957 og segist almennt vera mikið í að tjilla og njóta lífsins. Stíllinn fékk að forvitnast aðeins um fatastíl Margrétar og hvaða flíkur eru ómissandi fyrir sumarið að hennar mati. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Sjálf- stæður, öðruvísi, kúl, fjölbreytilegur og skemmtilegur. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég hef miklar mætur á íslenskri hönnun en ég myndi segja að Jeffrey Campell væri í uppáhaldi hjá mér núna. Annars fíla ég Vivienne Westwood mjög vel svo ég tali nú ekki um Alexand- er McQueen. Hversu mörg skópör átt þú? Ætli ég slefi ekki í svona tuttugu og fimm, jafnvel fleiri. Málið er nefnilega að maður á aldrei of mörg skópör. Aldrei. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi fá mér heví gott tribal tattú á mjóbakið sem myndi svo tengjast í stóran dreka sem kæmi yfir bakið á mér og svo myndi það enda á bringunni minni þar sem stæði einhver geðveik lína eins og til dæmis „I live for fun“ eða eitthvað geðbilað. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir sumarið? Ég myndi segja að það væru einhverjar kúl stuttbuxur. Það er frekar mikið „must-have“ að eiga kúl gallastuttbuxur. Svo er ég líka mjög heit fyrir flottum magabolum. Ég segi því háar gallastuttbuxur og magabolur, þá ertu rock solid. Stíllinn heldur áfram að njósna í fataskápum íslenskra stúlkna og þessa vikuna varð útvarpskonan Margrét Björnsdóttir fyrir valinu. Heit fyrir flottum magabolum BESTA Bláu leðurstuttbuxurnar mínar eru helvíti góðar. Þær virka alveg í „casual outfit“ en svo er hægt að dressa þær upp með kúl bol eða skyrtu. Ég keypti þær í Spútnik fyrr á árinu. Ég elska þær eiginlega geðveikt mikið.fataskápurinn ÞÆGILEGASTA Gallaskyrtan mín fær þennan heiður. Hún er alveg sjúklega góð og að sjálfsögðu fékk ég hana í Rokk&Rósum. Hún er svo tjilluð og næs en virkar líka vel við flottar sokkabuxur og hæla. NÝJASTA Hvítur gólfsíður kjóll úr Rokk&Rós- um. Hann er rugl fallegur og ég hlakka geðveikt til að nota hann í sumar. (Ég var líka að kaupa mér mjög töff Cheap Monday gallabuxur í KronKron. Ég hugsa að ég eigi eftir að nota þessar flíkur mjög mikið.) SKRÍTNASTA Skyrta úr Spútnik með indíánafjaðramunstri og í allavega litum. Hún er samt meira bara fynd- in. Þetta er svona flík sem er það hallærisleg að hún er kúl. Ég keppti einmitt í þessari skyrtu í uppistands- keppninni í Versló svo hún er eiginlega líka lukkuskyrta. FLOTTASTA Þessa stundina elska ég einn kjól sem ég keypti um daginn. Hann er úr Rokk&Rósum og er svartur kokteilkjóll, opinn í bakið með semí slaufu framan á, samt ekki alveg slaufu. ELSTA Blettatígrapels sem ég fékk þegar ég var 6 ára. Ég nota hann enn í dag. Núna er hann bara með stuttum ermum en hann virkar samt alveg. Ég held að vinkona mömmu hafi keypt hann í útlöndum í kringum árið 1997.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.