Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 stíllinn Kjólar með stórum götum eða rifum hafa verið mjög áberandi í Hollywood að undanförnu. Stjörnurnar keppast við að sýna hversu góðu formi þær eru í og ganga sumar heldur lengra en aðrar í kroppasýningunni.Klippt&skorið ANNA PAQUIN BRITTANY SNOW CIARA HALLE BERRY KAROLINA KURKOVA KATY PERRY KIM KARDASHIAN LEIGHTON MEESTER MILA KUNIS NICOLE RICHIE Vill geta hlaupið í brúðkaupinu Orðið á götunni er að söngkonan og hönnuðurinn Lily Allen muni skarta kjól frá Karl Lagerfeld er hún giftist unnustanum Sam Cooper í sumar. Hún vill enn ekki gefa mikið upp um kjólinn en fór út í ítrustu smáatriði varðandi skó- fatnað sinn á stóra deginum í nýlegu viðtali við breska Vogue. Hönnuðurinn Rupert Sanderson mun sjá um að hanna skóna. „Hann ætlar að gera flatbotna skó fyrir mig ásamt því að hanna hæla svo ég geti bæði verið elegant og hlaupið upp og niður hæðir,“ sagði Allen í viðtalinu. „Það er mjög sniðugt að hafa tvö pör, ég vona bara að það fari ekki að rigna,“ bætti söngkonan við og sagðist vera mjög spennt fyrir stóra deginum. Ekki er þó komið alveg í ljós hverju hún mun klæðast en Allen segist yfirleitt klæða sig eftir því hvernig skapi hún er í á hverjum degi fyrir sig. „Ég fer alltaf í föt sem ég held að muni gleðja mig.“ Kim fékk drauma- hringinn Kim Kardashian hefur lengi dreymt um draumaprinsinn og hinn fullkomna trúlofunarhring að eigin sögn. „Þegar ég var unglingsstelpa fór ég stundum í Macy‘s og keypti mér gervitrúlofunarhring sem var fullkominn að mínu mati,“ segir hún í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins People. „Hringurinn sem Kris gaf mér er næstum því alveg eins,“ sagði hin nýtrúlofaða Kim um hringinn sem unnustinn Kris Humphries gaf henni nýlega. Hringurinn er hannaður af Lorraine Schwartz sem hannaði einnig trúlofunarhring söngkonunnar Beyoncé. Kim segist mjög ánægð með klassíska hönnun hringsins sem er meira en 20 karöt en Kris var með einfalt hugarfar þegar hann fór og keypti hringinn. „Ég vissi bara að ég vildi kaupa risastóran hring,“ segir hann í viðtalinu í People en hið nýtrúlofaða par er einmitt á forsíðu tölublaðsins, brosandi út að eyrum. Stjörnurnar elska að prófa sig áfram með frumlegum hár- greiðslum. Sumar þeirra eru þó misheppnaðri en aðrar og hér eru nokkrar sem enginn ætti að leika eftir. Hárgreiðslur úr helvíti STRÁKARNIR Í N SYNC SLÓGU ÖLL MET Í HALLÆRISLEGU HÁRI Á SÍNUM TÍMA ÁRIÐ 2001 VAR ERFITT FYRIR HÁRSVÖRÐ CHRISTINU AGUILERA HÁRGREIÐSLAN HINDRAÐI TYRU EKKI Í AÐ GEFA FRÁ SÉR HINN ALRÆMDA FIERCE SVIP HVAÐ VAR HÚN AÐ HUGSA? ÞEGAR GWEN STEFANI SÖNG ENN MEÐ NO DOUBT VAR HÁRIÐ HENNAR Í RUGLINU ALICIA KEYS PÚLLAR EKKI ELVIS-GREIÐSLUNA JENNIFER LOVE HEWITT SVAKA SMART ÁRIÐ 2000 MEIRA AÐ SEGJA SALMA HAYEK GETUR MISSTIGIÐ SIG HRAPAL- LEGA Á HÁRGREIÐSLUSTOFUNNI LADY MARMALADE DAGAR CHRISTINU AGUILERA VORU VÆGAST SAGT HRÆÐILEGIR SCARLETT LEIT ÚT EINS OG UNGLINGSSTRÁKUR MEÐ SÍTT AÐ AFTAN

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.