Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 02.06.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 Monitor Sanngjörn Verð! Hljómsveitin Vicky er ein af þeim heitustu í dag og er um þessar mundir að leggja lokahönd á fyrstu breiðskífu sína sem kemur út innan tíðar. Lagið Feel Good er fyrsta lagið til að fara í spilun af plötunni og hefur það fengið frábærar viðtökur. Eygló hlakkar því til að klára plötuna og fylgja henni eftir í sumar. „Það er ótrúlega margt spennandi á döfinni hjá mér í sumar,“ segir Eygló sem er auk þess að vera söngkona í hljómsveitinni Vicky að fara að opna kaffihús undir Eyja- fjöllum með mömmu sinni í sumar. „Við erum að breyta gömlu fjósi í kaffihús,“ útskýrir Eygló spennt fyrir sumrinu. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hversu margir íslenskir hönnuðir eru að gera flotta og ólíka hluti. Ég ætla að nefna Söru Dögg Alfreðsdóttur sem er nýútskrifuð úr hönnunarskóla í Flórens og ótrúlega efnileg. Hún er einmitt að vinna með okkur í Vicky að sameiginlegu verkefni. Hversu mörg skópör átt þú? Ég á alltof mörg skópör sem ég nota ekki neitt og skuggalega lítið af skóm sem ég nota af einhverju viti. Ef þú þyrftir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi sennilega fá mér stórt akkeri á upphandlegginn eða eitthvað sem mér fyndist rosalega fyndið á þeim tímapunkti. Það er líka ástæðan fyrir því að ég er ekki með tattú. Hvaða flík er ómissandi fyrir sumarið að þínu mati? Á sumrin ert þú einungis jafn töff og sólgleraugun sem þú ert með. BESTA Ég keypti þennan bol á einn dollara í St. Louis þegar Vicky var á tónleika- ferðalagi þar. Hann hefur alla kosti góðrar flíkur: hipp, kúl, fáránlega ódýr og vekur upp skemmtilegar minningar. ÞÆGILEGASTA Þessa peysu keypti ég í Gyllta kettinum fyrir þremur árum og hef eiginlega verið í henni síðan. Hún er ótrúlega þægileg, falleg og passar við allt. DÝRASTA Ég á mjög lítið af dýrum fötum en þessi dýrgripur er frá Andreu og er sá dýrasti sem ég hef keypt mér í seinni tíð. Hann er samt hverrar krónu virði. ELSTA Leðurkápuna er ég með í láni frá ömmu minni. Hún er ótrúlega falleg og flott í sniðinu en gengur samt bara við mjög fín tilefni, annars dettur hún svolítið í goth- fílinginn. SKRÍTNASTA Ég tók buffalótískuna á hærra plan þegar ég keypti þetta tímalausa meistarastykki. Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi keypt skóna í djóki og aldrei notað þá en sú er raunin ekki. Ég gekk í þeim ófeimin og skammast mín enn ekki nógu mikið til að henda þeim. FLOTT- ASTA Ég elska kjóla og klæðist þeim dag- lega. Þennan keypti móðir mín fyrir mig í Tyrklandi og mér finnst þetta nokkuð vel valið hjá gömlu. Hann er mjög flottur og svolítið sexí. Stíllinn er óstöðvandi í ferðum sínum um fataskápa íslenskra stúlkna. Þessa vikuna var kíkt til Eyglóar Scheving, söngkonu hljómsveitarinnar Vicky. Bláu buffalóskórnir tímalaust meistarastykki fataskápurinn NÝJASTA Ég keypti þessa tösku í Frakklandi um síðustu helgi. Það má snúa henni við og nota á báða vegu. Ég elska svona sniðuga hluti!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.