Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 16.06.2011, Qupperneq 10

Monitor - 16.06.2011, Qupperneq 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2011 og er einn af þeim sem gengur upp að reykingafólki og hóstar hressilega. Ég er samt farinn að reyna að halda aftur af mér núna, reykingafólk nennir ekkert að hlusta á fyrrverandi reykingafólk. Í nýlegu viðtali sagðist þú verða geðveikur ef þú fengir ekki að borða á tveggja klukkustunda fresti. Var það ekki erfitt á tökustað? Það var nú meira en að segja það. Reyndar eru alltaf einhverjir sem sjá um matinn á tökustað kvikmynda og hjá okkur var yndisleg stúlka að sjá um þetta sem heitir Sunna. Ég ræddi við hana áður en tökur byrjuðu um hvað ég þyrfti að fá þar sem ég væri nú í þessu prógrammi og hún stóð sig með prýði í að uppfylla allar þessar sérþarfir mínar. Það var nú reyndar gert mikið úr því að ég hafi ekki fengið epli á tilskyldum tíma einn tökudaginn. Ég varð eitthvað pirraður og pínu sár yfir að fá ekki eplið mitt en auðvitað reddaði Sunna málunum á örskotsstundu. Hvernig fannst þér að vinna með Þorvaldi Davíð sem er nýútskrifaður úr Juilliard? Ég hef unnið með Þorvaldi áður þegar við lékum saman í söngleiknum Hárinu í Aust- urbæ árið 2004. Þá var hann ekki byrjaður í leiklistarskóla og ég fann vel fyrir því að þau eru látin liggja aldeilis yfir náminu í Juilliard því hann hefur bætt sig alveg svakalega. Ekki það að hann hafi verið einhver fáviti í Hárinu, þá var hann mjög hæfileikaríkur og duglegur strákur, en núna er hann svo þjálfaður og agaður í sínum leik. Hann er alveg feykilega góður leikari og alveg frábær mótleikari. Það skiptir svo miklu máli að fá góða mótleikara. Var hann með einhver góð trikk frá Bandaríkjunum? Það eru engin trikk í þessu. Þetta er í rauninni eins og langhlaup. Það eru voðalega lítil trikk en aðallega þjálfun og Þorvaldur er mjög þjálfaður leikari. Á hinn bóginn lék Gillz í myndinni sem hefur ekki verið mikið á fjölunum áður. Hvernig stóð hann sig? Helvítið á honum stóð sig eins og fagmaður. Nú er ég mikill maður menntunar og er sjálfur menntaður leikari og Þorvaldur menntaður úr Juillard. Svo mætir þessi líkamsræktarkappi á svæðið og mér leist satt best að segja ekkert á að hann ætti að leika í þessari mynd. Mín fyrstu viðbrögð voru: „En hann er ekki menntaður leikari!“ Svo er hann alveg rosa- lega hæfileikaríkur og þetta liggur mjög vel fyrir honum. Hann er meira að segja með þeim betri sem ég hef leikið á móti í bíómynd. Auðvitað skorti hann einhverja þekkingu á tækniatriðum og lærðum vinnubrögðum en það skiptir litlu máli þegar hann er með góðan leikstjóra. Í leikhúsum þarftu meiri tækni, til dæmis við að senda röddina út í salinn en í kvikmyndum er þetta meira einhver nátt- úrulegur hæfileiki sem Egill Einarsson stórleikari býr svo sannarlega yfir. Gat hann gefið þér einhver ráð fyrir líkamsræktina? Já, það var rosalega gott að hafa hann með sér á settinu þegar lítill tími gafst til æfinga og svoleiðis. Við tókum nokkrum sinnum æfingu saman í hádeginu á löngum tökudögum. Hann Egill er vænsti piltur. Þú festist á eyðieyju með Þorvaldi Davíð og Gillz. Hvorn myndir þú éta til að lifa af? Það er náttúrulega meira kjöt á þykka manninum. Ég hugsa að Þorvaldur Davíð bragðist betur og kjötið hans væri meirara og ekki eins seigir í honum vöðvarnir. Hins vegar er meira af Agli, hann er 95 kíló og aðeins 4% fita svo ég hugsa að ég myndi éta hann. Hann myndi nýtast í fleiri máltíðir. Gillz segir þig vera eins og Forrest Gump því þú hlaupir út um allt. Er eitthvað til í því? Já, útihlaup eru nýja æðið mitt núna. Ég byrjaði á að hlaupa alltaf á bretti í hálftíma en á ákveðnum tímapunkti fór það að verða of auðvelt svo ég ákvað að byrja að hlaupa úti. Þá byrjaði ég á því að hlaupa alltaf á tökustað á morgnana. Það var alltaf nýr tökustaður á hverjum degi svo stundum voru þetta þrír kílómetrar, stundum sjö. Ég hljóp því alltaf á sett og átti það til að hlaupa heim líka svo viðurnefnið Forrest Gump var fljótt að koma upp. Eru líkamsrækt og mataræði þín helstu áhugamál í dag? Ég er hættur að vera heltekinn af þessu eins og ég var í undirbúningnum fyrir myndina. Núna er þetta orðinn eðlilegur partur af deginum og þessa dagana er ég að setja mér ný markmið. Í ágúst ætla ég til dæmis að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu sem er nýjasta markmiðið. Þú spilar bæði á gítar og píanó og syngur mikið. Semur þú tónlist? Nei, ég er nú eiginlega hættur því. Þegar ég var unglingur og ungur maður samdi ég mikið og ætlaði alltaf að verða rokkstjarna. Ég var kórstrákur sem var líka í hljómsveit. Ég var í hljómsveit með Agli Rafnssyni, trommara í Sign, og við vorum að gera tónlist saman. Ég er nýhættur að senda inn lög í forkeppni Eurovision enda sendi ég inn lag sex ár í röð og náði aldrei í gegn. Ætli ég fari ekki bráðum að gefa út plötu með þessum lögum sem komust aldrei að. Þú ert allavega með útlitið í að gefa út mótorhjólarokk um þessar mundir. Jú, jú, ég gæti kannski gert það bara. Hringi í Egil Rafnsson og rifja upp gamla takta. Samstarfsfólk þitt í Svartur á leik hefur nú þegar hafið veðmál um „hversu fljótur þú verður að breytast aftur í fituhlunk“ eins og Gillz orðaði það. Stefnir þú á að halda áfram þessu heilsusamlega líferni? Ég er staðráðinn í að halda þessu við. Ég geri mér grein fyrir að það er lenska hjá fólki sem grennist svona hratt að bæta aftur á sig en mín ætlun er að halda mér áfram í formi. Þegar myndin verður frumsýnd verður ábyggilega einhver fjölmiðlasirk- us í kringum það og mig langar ekki að vera orðinn aftur feitur þá og tala um hvernig mér mistókst að halda mér í formi. Það yrði of vandræðalegt. Ætlar þú að snoða þig aftur til að halda í harða útlitið? Nei. Aldrei í lífinu ætla ég að gera það aftur nema tilneyddur. Ég er búinn að raka af mér hökutoppinn og bíð spenntur eftir að hárið byrji að vaxa aftur. Heldur þú að nýtt líkamlegt ástand muni færa þér öðruvísi hlutverk í leikhúsunum en áður? Já, ég er nú þegar farinn að fá hlut- verk sem krefjast þess að ég sé í líkamlegu formi. Þá er bara eins gott að halda sér áfram í góðu formi. Hvað tekur við hjá þér núna þegar tökum á Svartur á leik er lokið? Ég er að fara á kaf í leikhúsið og næsta mál á dagskrá er sýning sem verður frumsýnd í september. Hún heitir Alvöru menn og þar leik ég einmitt ungan, þrítugan gæja sem er í góðu formi. Ég er akkúrat þrítugur og á að vera í góðu formi svo þetta hentar mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að æfa þetta því átrúnaðargoðið mitt Egill Ólafsson er með mér í sýningunni. Ég leik svo með honum í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu eftir áramót þannig að næsta ár verður mitt ár með Agli Ólafs. Í leikhúsum þarftu meiri tækni til dæmis við að senda röddina út í salinn en í kvikmyndum er þetta meira einhver náttúrulegur hæfileiki sem Egill Einarsson stórleikari býr svo sannarlega yfir.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.