Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 11. ágúst 2011 | Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 fílófaxið fimmtud11ágúst „Þetta verður svona heimapartý. Ekkert of fínt, ekkert of lélegt,“ segir Davíð Kristinsson, rekstrarstjóri Glaumbars sem verður opnaður aftur með pompi og prakt um helgina. „Við einblínum á sportið,“ útskýrir Davíð en staðurinn mun sýna leiki í enska boltanum í vetur ásamt því að vera heimavöllur Manchester United-klúbbsins. Hann segir staðinn þó ekki vera einungis fyrir áhugamenn um fótbolta. „Helgarn- ar verða ekkert annað en stanslaust stuð og unaður,“ fullyrðir Davíð sem hefur feykimikla reynslu af rekstri skemmtistaða en hann átti og rak skemmtistað í Danmörku í heil sjö ár. Hann lofar góðri skemmtun á Glaumbar í vetur. „Þetta verður endalaus hamingja hvort sem það verður í boltanum eða í næturlífinu.“ Glaumbar opnar laugardaginn 13. ágúst og verða leikir dagsins í enska boltanum sýndir. Endalaus hamingja og unaður PÉTUR BEN OG EBERG Sódóma Reykjavík 21:00 Pétur Ben og Eberg fagnaútkomu plötu sinnar, Numbers Game, með heljarinnar tónleikum um helgina. Hljómsveitin Ourlives sér um upphitun. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR CORAL Faktorý 22:00 Íslenska hljómsveitin Coralsendi nýverið frá sér breið- skífuna Leopard Songs og fagnar útgáfunni á Faktorý. Frítt inn. föstudag12ágúst OPNUNARGLEÐI Glaumbar Laugardagur kl. 13:00 Kvikmynd: Þarna er ég í vandræðum. Engin uppáhalds mynd en margar sem ég get horft á aftur og aftur. Og það er alltaf á stefnuskránni hjá mér að gefa mér meiri tíma í að horfa á góðar ræmur. Það hlýtur að fara að gerast, trúi ekki öðru. Þáttur: Friends er alltaf efst á lista hjá mér. Get horft á þá og Sex and the City aftur og aftur. Sopranos er líka snillld. Er dottin inní Mad Men sem eru frábærir þættir og svo féll ég fyrir HIMYM og Modern Family sem eru eins og Friends og SATC fyrir mér, get horft aftur og aftur. Bók: Get eiginlega ekki gert uppá milli leikritanna minna og bók- anna sem ég keypti í leiklistarnámi mínu í New York. En jú ætli Stanislavski bókin sé ekki efst á blaði. Hann var snillingurinn. Plata: Þessa dagana er ég að hlusta á nýtt íslenskt, það er gaman, og er að gefa allskonar skemmtilegu poppi séns, eins og til dæmis Lady GaGa en hún er einmitt alls ekki GaGa hvað varðar að semja lög. En Aretha kellingin Franklin er sú sem ratar alltaf í spilarann með ákveðnu millibili. Hún er drottningin, það er bara þannig. Vefsíða: Það er njósna og fréttaveitan Facebook sem ég fer oftast inná myndi ég halda. Hvar annarsstaðar fær maður upplýsingar um fólk, til dæmis hver er óléttur, hver á afmæli og æji þið vitið..... Staður: Hólmavík á Ströndum þar sem ég er fædd og uppalin og New York. Fæ sömu sálrænu næringu á báðum stöðum þó afar ólíkir séu. Síðast en ekki síst » Heiða Ólafsdóttir, leik-, söng- og útvarpskona, fílar: AGENT FRESCO Bar 11 21:00 Tuborg og Bar 11 halda áframmeð sumartónleikaröðina og bjóða að þessu sinni upp á tónleikaveislu með Agent Fresco. Frítt er inn á tónleikana. MR. SILLA OG SÓLEY Bakkus 21:30 Hljómsveitin Mr. Silla ogeinyrkinn Sóley halda sumartónleika. Frítt er inn á tónleikana. HJÁLMAR Faktorý 22:00 Hljómsveitin Hjálmar er áleiðinni í hljóðver að taka upp sína sjöttu breiðskífu og ætla sér að leika mikið af nýju efni á Faktorý um helgina. Tónleikarnir verða endurteknir kvöldið eftir. laugarda13ágúst PORQUESÍ OG GANG RELATED Bakkus 22:00 Nú gefst aðdáendumPORQUESÍ loksins færi á að sjá drengina spila eftir sjö mánaða hlé. Einnig troða gulldrengirnir í Gang Related upp svo enginn má missa af þessum frábæru tónleikum. Frítt inn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.