Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 2

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 26. maí 1978. Otgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Margrét Einarsdóttir, sími 97 -1314. HÉRAÐSPRENT SF. Ríki - sveitarfélög Sveitarfélögin fara með stórt hlutverk í þióðfélaginu og veita þegnunum margyíslega þjónustu. Þarfnast það naumast nokkurra skýringa. Sveitarfélögin gera ýmist að starfa á eigin spýtur ellegar í sam- vinnu við Ríkissjóð. Og vitanlega markast athafnir þeirra af margsháttar löggjöf sem Alþingi hefir sett og í gildi er á hverjum tíma. Kosningar til sveitarstjórna vekja mikla athygli. Framboð eru undirbúin með ýmsum hætti og fara ekki eftir stjórnmálaflokkum í sama mæli og þegar kosið er til Alþingis. Þótt kosningar til sveitarstjórna og kosningar til alþingis séu ekki að öllu sama eðlis þá er í báðum tilvikum um mikla fólagsleg- ar athafnir að ræða sem í raun byggist á lýðræðislegum stjórnar- háttum. Með sveitarstjórnarmönnum og alþingismönnum er jafnan margvíslegt samstarf og styðja þar hverjir aðra og án tillits til stjórnmálaskoðana, e,f vel á að vera. Austfirðingar hafa háð sína framfarabaráttu við misjöfn skil- yrði frá hálfu máttarvaldanna eins og aðrir landsmenn. Löngum hefir þetta verið vamarbarátta að því leyti að fólki fækkaði í fjórðungnum á meðan byggð syðra þandist út með ó- æskilegum hraða miðað við íslenskar aðstæður. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar reisti merki byggðastefnu 197! Framsóknarmenn hafa verið í ríkisstjórn síðan og tryggt fram- hald og eflingu þeirrar stefnu. Við myndun síðustu ríkisstjórnar var Byggðasjóður stórefldur fyrir atbeina Framsóknarmanna. Nýtt átak hefur verið gert í vegamálum. Framlög til heilbrigðismannvirkja á Austurlandi eru 40% hærri á föstu verðlagi árin 1975 - 78 en næstu fjögur ár á undan. Og framlög ríkisins til skólabygginga hér hafa einnig auk- ist mikið að raungildi. Sveitarfélögin á Austurlandi hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja enda eru þau mótaðili um fjárframlög í flestum þessum greinum, sbr. skólabyggingar, hafnargerð og sjúkrahús. Sama gild- ir raunar um vegamál þótt tilhögunin sé önnur. Vinstri stjórnin beitti sér fyrir lagabreytingum, sem juku hlut ríkisins í byggingarkostnaði heilbrigðismannvirkja og hafnarbóta. Það hefur svo komið í hlut núverandi ríkisstjórnar að afla fjár til þess að framkvæma nýju lögin. Það er eðlilegast að sveitarfélögin annist þær framkvæmdir sem þau kosta að hluta. Ríkið greiðir svo sinn hluta samkvæmt því sem fé er veitt til á fjárlögum. Til er að stjórnvöld gera sérstakar ráðstafanir til að flýta fram- kvæmdum sveitarfélaga þegar brýna nauðsyn ber til eða það þyk- ir sérstaklega hagkvæmt. Þetta hefur nýlega verið gert á Vopna- firði og í Neskaupstað. En á Vopnafirði voru stærri skip í hættu í óveðrum og á Norðfirði þótti hagkvæmara að'taka stærri áfanga en áætlað hafði verið. Eru þetta glögg dæmi um jákvæð viðbrögð ríkisvaldsins og gott samstarf ríkis og sveitarfélaga. Byggðastefna síðustu tveggja ríkisstjórna hefir borið ríkulegan ávöxt á Austurlandi. Atvinnulíf stendur með blóma, framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga eru með mesta móti og svo íbúðarbyggingar. Skýrustu máli tala þó tölur Hagstofu Islands um þróun mann- fjölda, sem sýna að Austurland hefir tvívegis haft tvöfalt meiri fjölgun á íbúa en landið í heild nú á allra síðustu árum. V. H. Kosningaslagurinn fer í hönd Næsta sunnudag verður kosninga- slagnum í sveitarstjórnarkosningun- um lokið og ganga kjósendur að kjör- borðinu og kjósa fulltrúa í sveitar- stjórnir fyrir næsta kjörtímabil. Slagui'inn hefur verið rólegur það sem af er víðast hvar og málefna- legur. Margt nýtt fólk kemur nú til starfa og á það ekki síst við um framboð Framsóknarmanna. Þar eru miklar breytingar og hlutur ungs fólks í þeim framboðum er áberandi mikill. Má mikils af þessu fólki vænta þegar það kemui' til starfa að sveit- arstjórnannálum. Athygli hefur vakið í kosningabar- áttunni sú gífurlega áhersla sem Al- þýðubandalagið leggur á kosningarn- ar í Neskaupstað. Enginn annar staður hefur fengið inni í Austur- landi með sín bæjarmál í þessum slag. Hins vegar hefur verið nóg pláss fyrir einkunnagjöf handa and- stæðingum einkum Framsóknarmönn- um, og þeim brigslað um áhugaleysi þras og leiðinlegheit. Þessi skrif og baráttuaðferðir eru held ég óðum að hverfa og eru þeim til lítils sóma sem þeim beita. Einnig hefur vakið athygli að Al- þýðubandalagið hefur um land allt lagt á það mikla áherslu að kosning- arnar snúist ekki um sveitarstjórn- armál heldur landsmál. í þessu sam- bandi má minna á það að það eru kosningar eftir mánuð sem snúast um landsmál, en í þessum kosningum er fólk að kjósa þá menn sem þeir þekkja best og treysta til þess að fara með málefni síns sveitarfélags. Það er sá kjarni sem þessar kosning- ar eiga að snúast um, en ekki moid- viðri Alþýðubandalagsins. J. K. Lán Stjórn Lífeyrissjóðs Austnrlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum í júní n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildar- félaga sjóðsins og á skrifstofu lians að Egilsbraut 25 í Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu full- komlega fvllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu liafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 6. júní n.k.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.