Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 1

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 1
Listi Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningar í Neskaupstað Haukur Ólafsson Anna Björnsdóttir Ari Daníel Árnason Gísli Sighvatsson '■ n Friðjón Skúlason Eliiheimilið Elliheimilið á Egilsstöðum Nú hafa langflest sveitarfélög á Héraði svo og Borgarfjörður ákveð- ið að leggja fram fjárhæð sem nem ur 2500 kr. á hvern íbúa á þessu ári til Elliheimilisins á Egilsstöðum. Tal- ið er að þessi fjárhæð nægi til þess að koma upp tveimur húsum til við- bótar þeim sem fyrir eru á lóðinni. Stefnt er að því að ljúka þessu verki á þessu ári. Jafnframt þarf að vinna að undir- búningi framkvæmda við framtíðar- húsnæði Elliheimilisins. Það er eitt þeirra mála sem leggja ber mikla áherslu á á næstunni. Þar skiptir miklu máli að samvinna viðkomandi sveitarfélaga verði góð og náin. Svo einnig á fleiri sviðum. 1. Haukur Ólafsson, verslunarmaður. 2. Gísli Sighvatsson, skóla- stjóri. 3. Friðjón Skúlason, húsa- smiður. 4. Anna Björnsdóttir, hús- móðir. 5. Ari Daníel Árnason, húsa- smiður. 6. Benedikt Guttonnsson, skrifstofumaður. 7. Guðmundur Sveinsson, bifreiðastjóri. 8. Jón Ölversson, skipstjóri. 9. Þóra Jónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur. 10. Guðgeir Guðjónsson, húsa- smiður. 11. Freysteinn Þórarinsson, vélstjóri. 12. Björn Steindórsson, hár- skeri. 13. Friðrik Vilhjáhnsson, neta- gerðarmaður. 14. Sveinn Þórarinsson, hús- gagnasmíðameistari. 15. Bjarni H. Bjarnason, neta gerðarmaður. 16. Agnar Ánnannsson, vél- stjóri. 17. Sigríður Guðröðardóttir, verslunarmaður. 18. Jón S. Einarsson, húsa- smíðameistari. Sjúkrahúsið í Neskaupstað STAÐHÆFINGAR — „Sjúkrahúsið er myndarleg bygg- ing, en byggðastefna núverandi ríkis- stjórnar speglast glöggt í þessari framkvæmd, því að fjárframlög til hennar hafa verið hin sömu að krónu- tölu undanfarin verðbólguár". Tilvitnun í grein eftir Loga Krist- jánsson í Austurlandi þann 11. maí 1978. — OG STAÐREYNDIR Framlög til sjúkrahúsbyggingar- innar í Neskaupstað, á fjárlögum. Árið 1972 8 miljónir — 1973 8 miljónir — 1974 23.3 miljónir — 1975 28 miljónir — 1976 43 miljónir — 1977 52 miljónir — 1978 60 miljónir.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.