Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 6

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 26. maí 1978. mS Fréttir Gullbrúðkaup Eins og áður hefur komið fram, hefur fjöldi íþróttafólks í hyggju að keppa fyrir hönd U.Í.A. á landsmóti UMFÍ á Selfossi dagana 22. - 24. júlí í sumar. Áskoranir þess efnis að Austfirð- ingar flykkist á Selfoss og fylgist með framgöngu U.Í.A.'- manna eru hér með ítrekaðar. Ein er sú grein íþrótta, þar sem óvissa ríkir um keppendur í, af .hálfu U.Í.A. Þetta eru svonefndar starfs- íþróttir. Á landsmótinu verður keppt í eftirtöldum starfsíþróttagreinum. 1. Lagt á borð. 2. Hestadómar. 3. Starfshlaup. 4. Dráttarvélarakstur. 5. Jurtagreining. 6. Línubeiting. Þegar hefur einn keppandi gefið sig fram í línubeitingu, en heimilt er að senda þrjá keppendur í hverri grein. Þeim sem hafa áhuga á því að keppa fyrir hönd U.Í.A. í einhverri ofantalinna greina, er bent á að hafa samband við Sigurjón Bjarnason framkvæmdastjóra U.Í.A. skriflega, eða í síma 1353, 1379 eða 1375, og mun hann taka við þátttökutilkynn- ingum. Stjórn U.Í.A. hefur nú um nokk- urt skeið velt vöngum yfir því hvern- ig mögulegt er að greiða allan þann ♦-K-k-K-k-K-K-K-k-k-k-*f-k-k-Kk-k-k-k-k->(-k-K-k+ Smáauglýsingar TIL SÖLU! Mazda 121 árgerð 1977, ekinn tæplega 14 þúsund km. Upplýsingar í síma 1298. kostnað, sem hlýst af þátttöku sam- bandsins í landsmóti UMFÍ í sumar. Tvær fjáröflunarleiðir hafa verið ákveðnar. Önnur er fólgin í því að bjóða at- vinnurekendum og öðrum á sam- bandssvæðinu að kaupa af U.Í.A. all veglega gripi, sem verið er að útbúa hjá gullsmið. Gripir þessir verða á- letraðir þakklætisorðum fyrir veittan stuðning við U.Í.A., og jafnvel merkt- ir kaupendum. Sú hugmy.nd hefur skotið upp koll- inum að ráðist verði í þvílíka fjár- öflun fyrir hvert landsmót, og gætu þá kaupendur með tímanum átt dá- lítið safn af þessum stuðningsgripum. Hin fjáröflunarleiðin byggist á því að fólk heiti á U.Í.A. ákveðinni upp- hæð fyrir hvert stig, sem sambandið ávinnur sér á landsmótinu. Geta menn gert það með því að fylla út yfirlýsinguna hér að neðan, klippa hana út úr blaðinu, og senda hana á skrifstofu U.Í.A. Selási 11, Egilsstöð- um. Að loknu landsmóti verða við- komandi síðan krafðir um skuld sína á einhvern ótvíræðan hátt. Til frekari upplýsinga skal þess getið, að á síðasta landsmóti hlaut U.Í.A. 33 stig. Nú bendir hins vegar margt til þess að stigin verði vel yf- ir 100. Er þess vænst að fólk sýni málefn- inu áhuga, með því að efla sambandið og hvetja austfirskt íþróttafólk til dáða á þennan hátt. TIL SÖLU! Túnþökur. Talið við mig sem fyrst. Björn Hólm Stangarási. Hjónin, Magnhildur Stefánsdóttir og Björn Kristjánsson Grófarseli Jökulsárhlíð, eiga gullbrúðkaup 27. þessa mánaðar. Magnhildur varð sjötug á síðast liðnu vori, en Björn verður 75 ára í haust. Aldrei þessu vant komu fram á- skoranir á framboðsfundinum. á sunnudaginn um hvern ætti að kjósa í sýslunefnd. Sýslunefndarkosningar hafa yfirleitt fallið í skuggann af hreppsnefndarkosningum, en nú virð- ist þar einhver breyting á. Það er því ekki úr vegi að rekja svolítið hvað sýslunefnd hefur fyrir stafni og hvað hefur verið gert síðustu fjögur árin. Aðgerðir sýslufunda hafa yfirleitt verið raktar í þessu blaði jafnóðum. Það skal þó rifjað upp að langstærsta verkefni sýslusjóðs Suður-Múlasýslu á þessu tímabili hefur verið stofnun og rekstur Héraðsskjalasafns hér á Egilsstöðum. Umræður um þetta mál stóðu alllengi, en nú er svo komið að safnið hefur verið opið almenningi í vetur, og Ármann Halldórsson hefur unnið sem safnvörður hluta úr starfi, en kemur að fullu til starfa við safn- ið innan skamms. Safninu hefur.verið það gifurlegur styrkur að innan veggja þess er fá- gætt bókasafn sem því barst að gjöf frá þeim hjónunum Halldóri Ás- grímssyni og Önnu Guðmundsdóttur. Þetta safn er um 4500 bindi og er stöðugt unnið að því að auka það og Þau hjónin hafa nú ákveðið að gera sér dagamun í tilefni þessara afmæla og taka á móti gestum í fé- lagsheimiii Hlíðarmanna laugardag- inn 8. júlí kl. 20.00. endurbæta. Mikið verk er óunnið í skjalasöfnun og verður það höfuð- verkefnið næstu árin. Sýslusjóður úthlutar framlögum til ýmissa verkefna og hér í þorpinu má nefna stofnanir eins og Sjúkra- skýlið og vistheimilið Vonarland sem hlotið hafa framlög úr sjóðnum. Aðalverkefni sýslunefndarmanns héðan frá Egilsstöðum er að standa að uppbyggingu Skjalasafns, og hef- ur starf undirritaðs á þessum vett- vangi, nær eingöngu verið í því fólg- ið. Nú má hins vegar reikna með vaxandi umræðum um breytta skip- an lögsagnarumdæma og er nauðsyn- legt fyrir fulltrúa í sýslunefnd að fylgjast með á þeim vettvangi. Undirrituðum þótti skylt að láta þessar upplýsingar koma fram af því að þetta kjör er til umræðu, en síst ætla ég að fara að lýsa yfir van- trausti á þeim ágætu mönnum sem i framboði eru, ekki síst þar sem ann- ar þeirra hefur verið minn nánasti og ágætur samstarfsmaður við skjala- safn. Fólk kýs þarna eins og í stóru kosningunum eftir sannfæringu sinni, og við Ármann stöndum ekki í styrj- öld út af þessum málum fjarri því. Undirritaður heitir hér með á Unjrmenna- o" íþróttasamband Austurlands kr. □ 5.- □ 10.- □ 50.- (krossið í einn reitanna) □ fyrir hvert stig, sem sambandið ávinnur sér á 16. landsmóti UMFÍ, sem lialdið verður á Selfossi Sýslunefndarkjör Jón Kristjánsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.