Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 4

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 26. maí 1978. Traust fjármálastjórn Framfarir Skilyrði fyrir öruggum vexti kaup- túnsins er blómlegt atvinnulíf. í hin- um ýmsu atvinnugreinum er æskileg- ast að félagsframtak og einkafram- tak njóti sín hlið við hlið og í eðli- legri samkeppni, öllum almenningi til hagsbóta. Leggja verður áherslu á að hlúa að þeim atvinnurekstri, sem fyrir er í sveitarfélaginu og þróast hefur á undanförnum árum. Fylgja verður fast eftir, að fá gerða at- vinnuáætlun fyrir Egilsstaðakauptún, þar sem leitast verði við að fá fram þá möguleika, sem fyrir hendi eru um sköpun nýrra atvinnutækifæra. Á næstu árum kemur inn á vinnumark- aðinn fjöldi ungs fólks, sem að sjá þarf fyrir vinnu ef við eigum ekki að sjá á eftir þessu fólki burt úr sveitarfélaginu. Reynslan á undan- förnum árum, sannar einnig að hing- að vill fjöidi fólks flytja frá öðrum stöðum og landsfjórðungum ef mögu- leikar eru á atvinnu og íbúðarhús- næði. Ástæðurnar eru eflaust góðar samgöngur við nágrannabyggðir og aðra landshluta, fagurt og mann- eskjulegt umhverfi, gott veðurfar, góð heilbrigðisþjónusta, góður skóli, mikið félagslíf o.s.frv. Egilsstaða- kauptún hefur því mikla möguleika til þess að verða í náinni framtíð fjölmennasti staður Austurlands tak- ist að byggja upp þróttmikið at- vinnulíf. Sveitarstjóm getur með ýmsu móti haft áhrif á það hvernig til tekst á þessu sviði. Gerð atvinnu- áætlunar, bygging iðngarða, hentug- ar lóðir og það sem kallast einu nafni aðlaðandi „umhverfi“ atvinnurekstr- ar eru atriði, sem leggja ber mikla áherslu á. Egilsstaðahreppur— nágrannasveitarfélögin Egilsstaðahreppi ber að hafa sem best samstarf við nágrannasveitar- félögin. í málefnum, sem varða hér- aðið allt er nauðsynlegt að sem best samstaða náist. Leita þarf álits allra héraðshreppanna um hvernig sýslu- skipan verði best fyrir komið. Fylgja fast eftir óskum Egilsstaðahrepps við sýslumann S - Múlasýslu, að hann setji hér upp þjónustuskrifstofu frá embættinu. Vegna afstöðu framsókn- armanna í hreppsnefnd til tillögu um kaupstaðarréttindi fór fram skoðana- könnun um það mál í vetur. Hefðu þeir verið þessari tillögu fylgjandi þegar hún var lögð fram hefði hún verið samþykkt i hreppsnefnd, og engin skoðanakönnun hefði farið fram um málið. í þorpi sem er í uppbyggingu er uppgröftur og opnir skurðir algeng sjón. Á myndunum hér að ofan getur að líta fyrstu framkvæmdir sumarsins á þessu sviði. Gjöf til SVA í marzmánuði héldu fimm ungar stúlkur á Seyðisfirði hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi. Hafa þær afhent fé- laginu hagnaðinn, kr. 22.100,- Þessa góðu gjöf vill félagið þakka stúlkunum og einnig framtak þeirra og áhuga. En þessar stúlkur eru: Ingunn Gylfadóttir, Mekkín Árna- dóttir, Auður Brynjarsdóttir, íris Bjarnadóttir og Emilía Blöndal. Unglingar og umhverfið Auðvelt er að samræma sumar- starf unglinga og flestar fram- kvæmdir og verkefni á vegum sveit- arfélagsins. Fegrun og snyrting þorpsins er það verkefni sem vinna verður að á næstu árum. Fyrirtæki og einstaklingar verði hvattir til að ljúka frágangi húsa og lóða. Til að koma til móts við ungling- ana, verður að efla félagslíf í sveit- ai'félaginu. Best er það gert með því að styrkja þau félög sem tekið hafa forystu á þessu sviði með nokkrum fjárframlögum.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.