Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 8

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 8
8 AU'STRI Egilsstöðum, 26. maí 1978. Hér á íþróttahúsið að rísa Síðastliðið haust náðist samkomu- lag við Menntamálaráðuneytið um að hefja byggingu á íþróttamiðstöð hér á Egilsstöðum. Þar er um að ræða í fyrsta áfanga íþróttasal, sem verð- ur 22 x 27 metrar að stærð, ásamt tilheyrandi búningsaðstöðu og áhorf- endasvæði. Húsið er byggt sem grunn- skólaframkvæmd og kemur til með að þjóna grunnskólanum, væntan- legum menntaskóla og öllum almenn- ingi í kauptúninu. Er hér um mjög mikið framfaramál að ræða þar sem að íþróttaaðstaða hefur ‘verið mjög ófullkomin innanhúss. Vonast er til, að þessi hluti byggingarinnar kom- ist til nota, innan tveggja til þriggja ára. Menntadeild áfram Menntaskóli Austurlands skal taka til starfa haustið 1979. Leggja ber áherslu á að framhaldsdeild (Mennta- deild) í tveimur bekkjum starfi við Egilsstaðaskóla á komandi vetri þannig að Menntaskólinn geti byrjað með 3 bekki en það auðveldar honum að hefja starf t.d. varðandi kennara- ráðningar. Menntamálaráðuneytið hefur ákvörðunarvaldið og er tregt til að veita heimild til að reka slíkar deildir sérstaklega þó á þetta við um 2. bekk framhaldsdeildar. Allir, sem hlut eiga að máli, verða því að leggjast á eitt til að koma því í höfn. Ráðuneytið ætti ekki að þurfa að óttast það fordæmi sem þessi heimild yrði vegna þess að hér er um bráða- birgðaráðstöfun að ræða og fram- haldsdeildin verður lögð niður þegar Menntaskólinn tekur til starfa. Kosningaskrifstofa Stuðningsmenn B - listans Egilsstöðum. Kosningaskrifstofan er að Laufási 6 og Lagarási 8 símar 1229 og 1414. Kjósið snemma x - B. B - listinn Egilsstöðum. Guðmundur Magnússon er ekki í framboði til sveitarstjórnar í kom- andi kosningum. Hann hefur átt sæti í sveitarstjórn á milli 20 og 30 ár, og síðustu árin sem oddviti og nú síðast sveitarstjóri. Störf sveitarstjóra eru ótrúlega margþætt. Hann er bæði fram- kvæmdastjóri hreppsnefndarinnar og um leið forystumaður um ýms mál. Guðmundi hefur i starfi sínu sem sveitarstjóri tekist að halda fjár- málastöðu hreppsins góðri, þannig að sveitarfélagið nýtur trausts og vel- viljaðrar fyrirgreiðslu í þeim lána- og peningastofnunum, sem það hefur skipti við. Slíkt er ómétanlcgt og kemur sér sérstaklega vel nú þegav fyrir dyrum standa fjárfrekar fram- kvæmdir, svo sem hitaveitufram- kvæmdirnar, sem afla þarf lánsfjár til. Má fullyrða að Guðmundur njóti almenns trausts bæði hér heimafyrir sem annars staðar. Við frambjóðendur B-listans mun- um því beita okkur fyrir því, að Guðmundur verði áfram ráðinn sveit- arstjóri Egilsstaðahrepps þar sem við teljum það vera sveitarfélaginu og íbúum þess fyrir bestu. Guðmundur áfram sveitarstjóri? Vilhjálmur settur rektor Vilhjálmur Einarsson skólastjóri í Reykholti hefur verið settur rektor Menntaskóla Austurlands til eins árs. Vilhjálm þarf ekki að kynna fyrir autfii'ðingum, hann er þekktur bæði af verkum sínum og áhugamálum. Blaðið býður hann innilega velkom- inn til starfa á æskuslóðum. Dagheimili Stefnt verður að því að ljúka markmið fyrir augum að unnt verði fyrsta áfanga dagheimilis á árinu. að mæta til fulls þörfum fyrir dag- Strax að því loknu verði hafinn und- vistun. irbúningur stækkunar þess með það

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.