Austri


Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 3

Austri - 26.05.1978, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 26. maí 1978. A U S T R 1 3 Landbúnaður — viðbrögð í vanda 1. Mikil umræða hefur orðið um á- stand og horfur í landbúnaði — eins og oft áður. Erfitt hefur verið að sel.ja alla framleiðsluna á viðunandi verði og hefur það valdið áhyggjum að vonum. En á þessum málum eru margar hliðar. Samanburður á tekjum mismun- andi starfshópa verður seint öruggur. En samanburður milli ára sýnir glöggt, að bændur komust næst því að ná tekjum viðmiðunarstétta árin 1972 - 1974 eða yfir 90%. Árið 1975 náðust 89% og 1976 var hlutfallið 84% og hefir aðeins einu sinni verið betra frá 1963. Þetta hlutfall virðist hafa batnað s.l. ár. 2. Margt benti til þess að lögbundnar útflutningsbætur nægðu ekki til að verðbæta allan útflutninginn á s.l. ári. Olli það ugg og bændasamtökin gripu til varúðarráðstafana, sem sjálfsagt var. Landbúnaðarráðherra beitti sér þá fyrir því að fullnýta rétt landbúnaðarins til útflutningsbóta síðustu 4 árin. Ríkisstjórnin sam- þykkti þetta og náðust þannig 521 -m. kr. til viðbótar árskvótanum. Hefur slíkt ekki verið gert áður. Nægði þetta til fullra útflutnings- bóta. 3. Úrvinnslu framtala 1977 er ekki lokið. Ýmsar upplýsingar liggja þó fyrir, sem m.a. gefa bendingar um afkomu í landbúnaði á síðasta ári. Þjóðhagsstofnun hefur gert nokkr- ar athuganir á tekjum stéttanna 1977. Úrtak úr skattframtölum í Reykjavík ag Reykjanesumdæmi bendir til að heildar- og nettótekjur hafi hækkað um 44 - 45% á fyrra ári, 1976. Athugun á framtölum 200 bænda víðs vegar um landið, sem höfðu landbúnað að aðalatvinnu sýndi 60 - 65% hækkun milli ára. „Hreinar tekjur af landbúnaði“ hækk- aðu þó enn meira samkvæmt þessu úrtaki eða nálega 70%. Um þessar mundir eru að berast fréttir af reikningum kaupfélaga hér eystra. Virðast allar horfur á, að bændur fái fullt grundvallarverð og sums staðar ríflega það. Og staða á viðskiptareikningum batnar víða þrátt fyrir miklar framkvæmdir. — Þetta eru góðar fréttir. 4. Ástæðurnar fyrir því að örðugt er að selja búvöru eru margar og sum- ar augljósar. Græðir enginn á því að neita staðreyndum, þegar vanda ber að höndum. Hér skulu aðeins nefnd- ar fjórar: Verðþensla innanlands. Samkeppni á erlendum mörkuðum við niðurgreiddar vörur milljónaþjóða. Boðskapur sumra lækna um óhollustu dilkakjöts, smjörs og nýmjólkur. Gerbreyttar matarvenjur þjóðarinn- ar. — Mönnum sést gjarnan yfir hið síðast nefnda, sem er þó deginum ljósara öllum þeim, sem eitthvað muna til fyrri tíma. —Nýjum við- liorfum verður að mæta með nýjum úrræðum. 5. Samtök bænda hafa vitanlega fjallað um þessi og þessu lík vanda- mál nú og áður, og þá að sjálfsögðu jöfnum höndum um skammtíma- lausnir á bráðum vanda og úrræði til frambúðar. Á vegum ríkisstjórnar og landbún- aðarráðuneytisins sérstaklega starfa nú þrír vinnuhópar að markaðs- og skipulagsmálum. Markaðsnefnd fjall- ar um markaðsleit erlendis og annað varðandi útflutning búvara. Önnur nefnd fjallar um skipulag framleiðsl- unnar, sveiflur í sölu og fleira og er ætlað að skila tillögum svo fljótt sem unnt er. Landbúnaðaráætlunarnefnd vinnur að bættu fyrirkomulagi í á- ætlanagerð til lengri tíma. — Þá er starfandi stjórnskipuð nefnd við endurskoðun laga um framleiðsluráð og afurðasölu. Hún hefur fyrirmæli um að leggja áherslu á nokkur meginatriði, m.a. tekjusamanburð við aðrar stéttir, verðjöfnun milli bú- greina og misjafna stöðu byggðar- laga. Einnig skal nefndin íhuga leið- ir til að hafa áhrif á framleiðslu- magn einstakra greina, gera tillögur um, hvort semja skuli framvegis við neytendur eða ríkisstjórn um verð- lagið. —-Vænta verður nokkurs á- rangurs af þessu mikla starfi. 6. í vandasamri stöðu ríður á miklu að ræða ítarlega um málin og af ró- semi. Lúðvík Jósepsson og sálufélag- ar hans hafa lagt sig í framkróka að þyrla upp sem mestu moldviðri um málefni landbúnaðarins nú um sinn. Síðdegisblöðin í Reykjavík taka þessu fagnandi eins og að líkum lætur. Hefur Dagblaðið spáð því að Lúðvík verði næsti lanrbúnaðarráð- herra. Og Vísir nefnir hann „mann moldarinnar". Hér um slóðir kannast menn við fyrirbærið frá fyrri kosningavorum. En það er með landbúnaðaráhuga Lúðviks líkt og annan góugróður, hann fölnar jafn snögglega og hann lífgaðist þegar búið er að telja upp úr kössunum. Og vert er að hafa í huga, að í verðbólgunefnd í vetur lagði þessi formaður Alþýðubanda- lagsins til, að lækka útflutningsbætur á landbúnaðarvörum um milljcurð. Einnig að í vinstri stjórninni stóð Lúðvík að því með Birni Jónssyni að stöðva framgang nýrra framleiðslu- ráiðslaga. — Gott er að hafa tungur tvær! 7. Málefni landbúnaðar hafa um víða veröld fléttast inn í hagkerfi þjóða með nýjum hætti á síðari áratugum. Þau hafa orðið flóknari við þetta og eftirleikurinn auðveldari fyrir póli- tíska loddara, sem leitast við að fiska í gruggugu vatni. Það er því nauð- synlegra en oftast áður að leggja sig fram um að meta heildarstöðuna um leið og raktir eru einstakir þætt ir. Verður nánar að þessu vikið í Austra síðar. En niðurstaðan af því, sern hér er vikið að, er í sem allra fæstum orðum þessi: Hraða þarf eins og kostur er bygg- ingarframkvæmdum við Valaskjálf. Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans hefur undanfarin ár unnið að ný- smíði, viðgerðum og verið verktaki 8. Meginorsakir þess hve erfitt er að afsetja búvörur eru ná- lega óviðráðanlegar bændum og samtökum þeirra nema með nýj um úrræðum. Stjórnvöld og bændasamtök in vinna skipulega að lausn vandans. Árið 1977 voru greiddar fullar útflutningsbætur, en til þess þurfti sérstakar aðgerðir stjórnvalda. Athuganir Þjóðhagsstofnun- ar benda til þess að afkoma í landbúnaði hafi verið liagstæð 1977 og hlutfallið milli tekna bænda og annarra stétta hafi breyst verulega þeim í hag. V. H. Sú aðstaða, sem þar skapast styrkir mjög rekstrarlega stöðu hússins. að ýmsum framkvæmdum m.a. jarð- gangagerð í Oddsskarði. Hér er unnið að viðbyggingu við verkstæði fyrirtækisins hér á Egils- stöðum.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.