Morgunblaðið - 03.05.2010, Page 7
Íþróttir 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2010
MANCHESTER City og Tottenham Hotspur
unnu bæði sigra í ensku úrvalsdeildinni um
helgina og með tapi Liverpool í gær er ljóst að
City og Spurs mætast í nokkurs konar úrslita-
leik um fjórða og síðasta „Meistaradeild-
arsætið“ á miðvikudaginn í næstsíðasta leik
sínum á tímabilinu.
Tottenham hefur yfirhöndina í baráttunni,
er með stigi meira en tveimur mörkum lakari
markatölu. Vinni liðið í Manchester er 4. sætið
tryggt og jafntefli gæti dugað því vel en Tott-
enham mætir föllnu liði Burnley í lokaumferð-
inni. City sækir þá West Ham heim.
Tom Huddlestone gerði sigurmark Totten-
ham gegn Bolton um helgina með glæsilegum
hætti, 1:0. Eiður Smári
Guðjohnsen lék síðustu
mínútur leiksins en Grétar
Rafn Steinsson lék allan
leikinn fyrir Bolton.
City lagði hins vegar
Aston Villa að velli, 3:1, og
gerði endanlega út um von-
ir Villa-manna um Meist-
aradeildarsæti. Að honum
loknum var knatt-
spyrnustjórinn Roberto
Mancini þegar farinn að huga að leiknum við
Tottenham: „Það er mikilvægasti leikur ársins
og við verðum að vinna.“ sindris@mbl.is
City og Spurs stilltu upp úrslitaleik
Tom
Huddlestone
BLAÐAMAÐUR bandaríska blaðsins Phila-
delphia Inquirer er óspar á hrósið í garð
Hólmfríðar Magnúsdóttur eftir frammistöðu
hennar í 1:0 sigri Philadelphia Independence
á Atlanta Beat í bandarísku atvinnu-
mannadeildinni um helgina.
Þar segir hann Hólmfríði hafa sýnt allar
sínar bestu hliðar í sókn og vörn en hún hefur
fengið nýtt hlutverk sem bakvörður á þessari
leiktíð.
Hólmfríður lagði upp eina mark leiksins
fyrir Lori Lindsey sem einnig hrósaði ís-
lensku landsliðskonunni.
„Þetta var frábær sending frá Fríðu,“
sagði Lindsey sem gerði sigurmarkið á 25.
mínútu leiksins. Paul Riley
þjálfari liðsins var að sama
skapi hæstánægður með
sóknartilburði Hólmfríðar
en segir það taka á taug-
arnar hve dugleg hún sé að
fara fram á við, jafnvel þó
liðið sé að vinna.
„Hún er frábær í að
sækja fram á við en hún á
það til að gleyma sér að-
eins í því. Þegar forskotið
er bara eitt mark og hún þýtur fram við hvert
tækifæri fækkar kollhárunum enn hjá
manni,“ sagði Riley. sindris@mbl.is
Hólmfríði hrósað í hástert
Hólmfríður
Magnúsdóttir
Eftir Sindra Sverrisson
sindris@mbl.is
EIN umferð er eftir af deildinni og
hefur Chelsea eins stigs forskot á
United. Eina von rauðu djöflanna nú
felst því í að hið óútreiknanlega lið
Wigan geri þeim bláklæddu skrá-
veifu á Stamford Bridge næstkom-
andi sunnudag. Wigan vann reyndar
3:1 sigur á Chelsea þegar liðin mætt-
ust í september og ljóst er að Sir
Alex Ferguson og lærisveinar hans
halda enn í vonina, enda er reyndar
löngu sannað að allt getur gerst í fót-
bolta.
„Þetta er geggjuð íþrótt“
„Það eina sem við getum gert er
að vinna okkar leik. Úrslit leiks
Chelsea og Wigan eru ekki ráðin fyr-
ir fram og það er alveg ljóst að þar
er á ferð lið sem mun reyna sitt
besta. Það er aldrei að vita hvað ger-
ist. Þetta er geggjuð íþrótt,“ sagði
Ferguson eftir 1:0 sigur á Sunder-
land í gær þar sem Portúgalinn Nani
gerði sigurmarkið. Lokaleikur Unit-
ed er á heimavelli gegn Stoke.
„Kannski er þetta bara óskhyggja
hjá okkur en það er alla vega mik-
ilvægt að við vinnum síðasta leikinn
með sannfærandi hætti fyrir framan
okkar stuðningsmenn. Ef við næðum
titlinum væri það gríðarlegt afrek en
okkur hefur alla vega tekist að
teygja á titilbaráttunni,“ bætti
Ferguson við.
Veik von Liverpool um Meist-
aradeildarsæti fauk endanlega út í
buskann með tapinu gegn Chelsea á
Anfield í gær. Ljóst er að tímabilið
er mikil vonbrigði fyrir rauða herinn
sem getur í mesta lagi náð 6. sæti og
er fallinn úr leik í öllum bik-
arkeppnum.
„Lykilleikur í titilbaráttunni“
Didier Drogba og Frank Lampard
sáu um að tryggja Chelsea sigurinn
en Drogba fékk reyndar væna að-
stoð frá Steven Gerrard sem hrein-
lega lagði upp markið fyrir Fíla-
beinsstrendinginn. Þar með jafnaði
Drogba metin við Wayne Rooney í
keppninni um markakóngstitilinn en
báðir hafa þeir gert 26 mörk í deild-
inni. Það verður því barist um fleira
en meistaratitil á sunnudaginn en
Darren Bent leikmaður Sunderland,
sem sækir Wolves heim, á enn
möguleika með sín 24 mörk.
Carlo Ancelotti, hinn ítalski stjóri
Chelsea, var hæstánægður með sig-
urinn á Liverpool en hann er nú
hársbreidd frá því að landa meist-
aratitli á fyrsta ári sínu í Englandi.
Chelsea landaði Englandsmeist-
aratitlinum síðast árið 2006 undir
stjórn José Mourinho en liðið hefur
þrívegis orðið Englandsmeistari.
„Ég er ánægður því þetta var lyk-
illeikur í baráttunni um titilinn. Við
spiluðum afar vel og verðskulduðum
fyllilega sigur þrátt fyrir erfiðleika í
fyrri hálfleiknum,“ sagði Ancelotti.
„Við erum í skýjunum yfir þessu
en við verðum að bíða eftir síðasta
leiknum og það er mikilvægt að
halda fullri einbeitingu. Við njótum
þess samt í kvöld að hafa landað
sigri því þetta var erfiður hjalli að
komast yfir,“ bætti Ítalinn við en
hann var að koma á Anfield í fyrsta
sinn á ferlinum.
Kampavínið komið í kæli
Eina von Man. Utd felst í því að Wigan stöðvi Chelsea Rooney og Drogba
jafnir í markakóngsbaráttunni Vonbrigðatímabil Liverpool fullkomnað
Reuters
Sterkir Frank Lampard sækir hér að Alberto Aquilani, leikmanni Liverpool, í viðureign félaganna í gær.
Í HNOTSKURN
»Manchester United hefurunnið Englandsmeist-
aratitilinn síðustu þrjú ár en
Chelsea vann árin tvö þar á
undan.
» Í lokaumferð deildarinnarsem leikin verður næst-
komandi sunnudag mætir
Chelsea Wigan á „Brúnni“ og
United fær Stoke í heimsókn.
Ætla má að kampavínið sé komið í
kæli á Stamford Bridge, heimavelli
Chelsea, eftir gríðarlega þýðing-
armikinn 2:0 sigur á Liverpool í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
gær. Englandsmeistaratitillinn blasir
við þeim bláklæddu eftir þriggja ára
einokun Manchester United-manna
sem þó hafa ekki gefist upp.
Twente varð ígær hol-
lenskur meistari í
knattspyrnu í
fyrsta sinn en lið-
ið endaði með
stigi meira en
Ajax. Bæði lið
unnu sinn leik í
gær og því tekur
Twente við meistaranafnbótinni af
AZ sem vann sinn fyrsta titil í fyrra.
Steve McClaren sem áður stjórnaði
enska landsliðinu er knatt-
spyrnustjóri Twente. Skammt er
síðan bræðurnir Bjarni Þór og Arn-
ar Þór Viðarssynir voru á mála hjá
félaginu.
Gleðilegt var fyrir stuðningsmennManchester United að sjá í gær
enska landsliðsmanninn Owen Har-
greaves snúa aftur til leiks í sínum
fyrsta úrvalsdeildarleik frá því í
september 2008 en hann hefur átt
við þrálát meiðsli að stríða. Á þess-
um 20 mánuðum hefur Hargreaves
misst af 113 leikjum en hann lék
reyndar ekki nema í um hálfa mín-
útu í gær, í sigrinum á Sunderland.
Hannes Þ.Sigurðsson
knattspyrnumað-
ur hjá Sundsvall
gerði tvö mörk
fyrir liðið í 4:2
sigri á Väsby í
sænsku 1. deild-
inni í knattspyrnu
á laugardag eftir að hafa komið inná
sem varamaður á 59. mínútu. Segja
má að Hannes hafi tryggt Sundsvall
sigurinn en staðan var jöfn áður en
hann lét til skarar skríða.
Kraftaverk þarf til að BayernMünchen verði ekki þýskur
meistari í knattspyrnu í 22. sinn um
næstu helgi þegar deildakeppninni í
Þýskalandi lýkur. Bayern vann 3:1
sigur á Bochum um helgina þar sem
Thomas Müller gerði þrennu og hef-
ur liðið þriggja stiga forskot á
Schalke fyrir lokaumferðina en auk
þess heilum 17 mörkum betri marka-
tölu.
LærisveinarKristjáns
Guðmundssonar
hjá færeyska lið-
inu HB eru á góðu
róli í upphafi leik-
tíðar en þeir eru
nú komnir á topp
færeysku deild-
arinnar með 11 stig líkt og B36. HB
vann 1:0 útisigur á EB/Streymi í gær
þar sem færeyski landsliðsmaðurinn
Rógvi Poulsen gerði sigurmarkið.
Portúgalinn Cristiano Ronaldokom Real Madrid enn á ný til
bjargar í 3:2 sigri á Osasuna í gær
þar sem hann skoraði fyrsta mark
Real og svo sigurmarkið á 89. mín-
útu. Madridingar eru því enn stigi á
eftir Barcelona sem vann Villarreal
4:1 um helgina.
Fólk sport@mbl.is
„ÞETTA er frábær viðurkenning. Það eru stuðn-
ingsmennirnir sem sjá um að kjósa og það er mjög
gott að vita til þess að þeim líki það sem maður er
að gera,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær en þá
var hann útnefndur besti leikmaður tímabilsins
hjá liði sínu Reading sem leikur í ensku 1. deild-
inni.
„Þetta er auðvitað fyrsta almennilega tímabilið
mitt hjá félaginu þannig að ég bjóst alls ekki við
þessu. En þetta hefur gengið sérstaklega vel,
bæði hjá mér og liðinu, eftir áramót,“ sagði Gylfi
sem hélt upp á tilnefninguna með því að skora 20.
mark sitt á leiktíðinni í 4:1 sigri á Preston í loka-
umferð 1. deildarinnar og end-
aði Reading í 9. sæti.
„Ég hef alltaf reynt að skora
mörk og spila frekar fram-
arlega á miðjunni þannig að
það er mitt hlutverk. Ég bjóst
kannski ekki við alveg svona
mörgum en þetta hefur gengið
frábærlega eftir áramót og
maður skorar nánast í hverri
viku.
Síðan núverandi þjálfari tók
við hefur þetta gengið frábærlega og ég held að
við séum í 2. eða 3. sæti yfir flest stig í þeim 20
leikjum sem hann hefur stýrt okkur. Ef við höld-
um leikmönnum tel ég þess vegna góðan séns á að
við komumst upp í úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“
sagði Gylfi.
Ánægður með að vera áfram hjá Reading
Hann hefur fullan hug á að halda áfram í her-
búðum Reading en tíðar fréttir hafa borist af
áhuga úrvalsdeildarfélaga upp á síðkastið.
„Það eru engin tilboð komin í mig og ég er bara
nokkuð sáttur hérna hjá Reading, spila í hverri
viku og gengur vel. Mér líst betur á það en að fara
til annars félags og eiga á hættu að sitja á vara-
mannabekknum,“ sagði Gylfi. sindris@mbl.is
„Þetta er frábær viðurkenning“
Gylfi Þór bestur hjá Reading Fagnaði því með 20. markinu á leiktíðinni
Gylfi Þór
Sigurðsson