Nýr Stormur - 26.11.1965, Qupperneq 1
Jónasfrá Hriflu ræðir
aðdraganda sölu-
nafndar setuliðseigna
í framhaldsgrein
á bls. 5.
1. árgangur
Reykjavík
10. tölnblað
Reykjavík, 22. nóv. 1965
Herra ritstjórar
„NÝS STORMS1'
Reykjavík
Ég leyfi mér að beiðast
birtingar í blaði yðar á með-
fylgjandi grein, sem ég hefi
valið heitið: „Á MIÐILS-
FUNDI.“
Mér þykir rétt og sjálf-
sagt að tjá yður, að ég er
flokksbundinn Sjálfstœðis-
maður og eindreginn fylgj-
andi stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins. Hins vegar er ég
andvígur framkomu forysiu-
inanna flokksins, eins og hún
er nú. 1 stað þess að gjöra
rétt þá láta þeir almenning
þola órétt. Eg get eigi fallizt
á að réttlœtið fari til fjand-
ans, einungis til að stjórnin
lifi.
Um áramótin 1962 og 1963
urðu allsnarpar ritdeilur um
trúmál og var s-piritisminn
þá mjög á dagskrá og for-
dœrndur af ölíum, sem skrif-
uðu um málin, nema þrem
vantrúarklerkum. Kuklarar í
hempu lialda þó enn áfram
að traðka niður Kristindóm-
inn, en biskupinn fer \huldu
höfði, i stað þess að andæfa.
Þjóðin býr við „sult og seiru“
í kristilegu trúarlvfi og fjöldi
Framh. á bls. 2.
Guðlaugur Einarsson hæstaréttarlögmaður:
A MIDILSFUNDI!
Prestar og spámenn relka... þá svimar í vitnmum sínum og allt hringsnýst
fyrir þeim í úrskurðum þeirra...“, Jes. 28.
Guölaugur Einarsson
Þcgar ég fyrir nokkru las í
Vísi hiun 11. þ.m. frásögn af því,
sem ég tel markverðast hai'a
gerzt á hinum almenna kirkju-
fundi, er háður var í Réykja-
! vík dagana 15.—18. okt. s.l„ en
það voru vítur á embættismenn
þjóðkirkjunnar. sem færu óvirð
ingarorðum í ræðu og riti um
vora heilugu kirkju og þær
kenningar hennar eða það starf
j hennar, sem ótvírætt er í sam
| ræmi við Guðs orð, varð .nér m.
;a. hugsað til þeirrar svívirðu,
sem spiritisminh er í eðli sínu,
og þó sérstaklega afskipta ým-
issa þjónandi prosta a.f þessu
óguðlega kukli. Einkum varð
mér starsýnt á þessi orð. sem
höfð voru eftir síra Jóni Auð-
uns, dómprófasti í Reykjavík:
„Ég stend auðvitað við þetta
allt eins og annað, sem ég segi
og hrf sagt í Morgunblaðinu".
Fáir íslenzkir menn hafa á
undanförnum árum verið áfjáð
ari leitendur sannana fyrir
framhaldslífi fyrir tilstuðlan
„En munnkörfur eru stundum settar á mannfólkið. Með sumum frumstæðum þjóðum, t. d. í Mið-
Afríku, tíðkast það að refsa slúðurkerlingum og rógberum með því að dæma þá til að bera munn-
körfu tiltekinn tíma, og þykir fólkinu þetta sennilega þung refsing.“ (Tilv. úr Mánudbl. 22. nóv.
Síra Jón Auðuns
miðla, heldur en síra Jón og
þá að sama skapi fjærri hinni
sönnu kristnu trú, því „trúin er
fullvissa um það, sem menn
vona, sannfœring um þá hluti,
sem eigi er auðið að sjá.“
(Hebr.).
Víst er ég sjálfur sekur synd-
ari, eins og dómprófasturinn og
aðrir lifandi menn. en sú stað-
reynd fyrirmunar mér eigi að
lýsa því yfir, að ég gleðst yfir
þeirri fullvissu, að: „Óttalegt er
að falla í hendur lifanda Guðs",
(Hebr. 10). Biblían er Guðsorð,
og Orð Guðs er óraskanlegt,
og: „ . . . svo miklu hœrri eru
mínir vegir yðrum vegum og
mínar hugsanir yðrum hugsun-
um,“ (Jes. 55), sem himiniun
er jörðu hærri, segir Drottmn.
Við þetta vil ég una, og þegar
ég skil ekki ritningarnar geri ég
eins og Moody forðum „Ég
les Biblíuna, eins og þegar ég et
fisk — ég legg beinin til hlið-
ar“. eða hver lieldur því t.am,
að fiskur sé ekki fiskur þótt •
honum séu bein, og iafnvel
þótt við brvddum beinin í fisb
inum, myndum við °kki melta
þau! Þannig er því einnig far-
ið um Biblíuna. að það, sem
við ekki skiljum eða skynjum
í henni er Guðs Orð samt —
hvert og eitt einasta — að
engu undanskildu, sbr. 22. kap.
in fine, i Opinberun Jóhannes-
ar. Að þessum sannindum komst
Luther, er hann sagði, að “ ...
ekkert andstœtt ritningunni eða
almennri kirkju er í kenningu
vora tekið . . .“ í samræmi við
þetta hafa allir prestvígðir
menn á Islandi lofað frammi fyr
ir altari Drottins, að „ ... préd-
ika Guðs Orð hreint og ómeng-
að, svo sem það er að finna í
hinum spámannlegu og postul-
legu ritum, og í anda vorrar
evangelisku Iúthersku kirkju, og^
hafa hin heilugu sakramenti um
hönd með lotningu, svo s^m
Kristur sjálfur innsetti þau .
Það sem ég hefi hér að ofan
sagt, tel ég vera nauðsynlegt,
að fram komi áður en ég skýri
frá einasta miðilsfundinum, sem
ég flekaðist til að taka þátt í
fyrir alllöngu síðan, annað hvoi-t
árið 1952 eða 1953. Á þessum
tíma hafði ég lítið lesið í Bibl-
íunni, en vegna þess að göfug
og trúuð móðir mín, er og hef-
Framh. á bls. 2.
Fengitími okraranna
Það hefir löngum þótt tíð j
[indum sæta, þegar forvext- j
ir hækka. Þess er jafnan get j
i ið sem mikilla frétta, því svo j
afgerandi áhrif hefir það á all j
an rekstur, sem krefst fjár- j
j magns. Afleiðing slíkra vaxta j
hækkana gætir jafnan í verð ;
j lagi og þykir hin versta vá. j
Hér á landi er eins ogj
jkunnugt er, tvenns konar j
j lánamarkaður. Sá, er hinar
j opinberu stofnanir, bankar j
í og sparisjóðir annast og hinn 1
er einstaklingar hafa með
: höndum. Nú er svo komiðj
|að hinn opmberi markaður'j
Framh. á bls. 4.