Nýr Stormur - 26.11.1965, Page 6

Nýr Stormur - 26.11.1965, Page 6
6 %RMUR FÖSTUDAGUR 2G. nóvetnber 1965 Deilumar um bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði ætla að endast blöðunum dálítið og er ekki nema gott um það að segja. Það em allir sammáfa um að hér hafi veri ðfarið rangt að, en einkennilega lítið hefir þó verið talað um hinn raunveru- lega tilgang þessarar embættis- veitingar. Jóhann Hafstein dórns málaráðherra verður fyrir mestu áíallunum, því að hann er tai- ínn berá ábyrgð á embættis- veitingunni, sem sá ráðherra, er þetta embættiskerfi heyrir undir. Önnur ástæða fyrir að hann fær mestar skammimar, er sú að hann var svo seinhepp inn að afsaka veitinguna með viðbárum sem voru næsta hald litlar. Nú síðast brigslar Tím- inn honum um, að hann hafi látið persónulegan vinskap við Einar Ingimundarson ráða veit- ingunni. Jóhann sagði þó ekki annað en að hann þekkti Einar persónulega og treysti honum vel. , Hið sama'hefði ráðherrann á- reiðanlega líka geta sagt um hina umsækjendurna. í þessu fámenna landi, þar sem hver þekkir annan, eru slík ar ásakanir út í loftið. Hér hef- ir áreiðanlega ekki neinn kunn ingsskapur ráðherra við nokk- urn umsækjanda ráðið, lieldur allt aðrar ástæður. Það er held- ur ekki umhyggja fyrir Hafnfirð ingum eða sýslubúum Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem hér réði úrslitum. Þeir eru áreiðanlega ekki í neinni hættu staddir þótt sýslu- maður þeirra verði einhver ann ar en Björn Sveinbjörnsson. Hér er hins vegar um að ræða tog- streytu um þingsætið, sem losn aði við fráfall Ólafs Thors. Það hefir löngum þótt góð vísa kveð in, að setja embættismenn, svo sem sýslumenn, lækna og presta til þingstarfa. Þessir menn eru venjulega í miklum tengslum við fólkið og njóta trúnaðar þess í störfum, svo framarlega sem þeir eru hæfir menn. Það verður barist um þingsæt ið í Reykjaneskjördæmi. Sú skák verðuí ekki tefld af kjós- endum kjördæmisins, heldur á flokksskrifstofunni hér í Reykja vík. Að vísu fylgir ávallt bögull skammrifi í þessum málum. Það eru bannsettir kjósendurnir. Það er nefnilega ekki hægt að fylgja þeim eftir inn í kjörklefann. Þess vegna er hættulegt að tefla mönnum í framboð, sem ekki hafa í annað að klæðast en nýjú fötin keisarans. Þá er ágætt að hafa meinlausan mann í ein- kennisbúningi sýslumanns, kyrt il læknisins og hempu prests- ins. Skykkja flokksforingjanna í Reykjavík, sem þeir hafa til að skýla nektinni, dugir ekki alltaf. Einar Ingimundarson er nægi lega atkvæðalítill til að vera þægt verkfæri í höndum Bjarna Benediktssonar, sem nú stefn- ir að algjöru 'ónræði í Sjálf- stæðisflokknum, einræði sem er stutt af mönnum, sem eru þar fyrir innan disk, en hafa í huga orðtækið: „Æ sér gjöf til gjalda.“ Hann er einnig nægilega vammlaus til að losna við per- sónulegar ágjafir og síðast en ekki síst hefir hann verið þing- maður flokksins um langt ára- bil og auðveldar það að sjálf- sögðu aðstöðuna. Þetta allt gerði þessa embætt isveitingu nauðsynlega til að tryggja forystu Sjálfstæðisflokks ins, og þá fyrst og fremst Bjarna Benediktssonar, ráð á hin auða þingsæti. Jóhann Hafstein hefði áreiðanlega kosið að fara að venjum og siðferðilegum rétti í þessu máli og bæta fyrir þann órétt, sem Birni Sveinbjörnssyni hafði verið sýndur, með því að skipa hann ekki í embættið í níu ár, en því hafði óheilla- krákan ráðið. Og það að hann bauð honum borgarfógetafim- bætti í Reykjavík bendir hon- um nú á autt dómarasæti í Hæstarétti, sýnir að hann finn ur sjálfur hið rétta í þessu máli, þótt hann sé eðlilega neyddur til að verja aðgerðir þær, er hús bóndinn lagði fyrir. Það er því mjög ósanngjarnt að veitast að dómsmálaráðherr- anum í málinu, en láta sjálfan höfuðpaurinn, sem öllu réði í þessu máli, nokkurn veginn í friði. Tíminn og Morgunblaðið ríf- ast um eigin afkvæmi og ýmist þræta fyrir þau eða meðganga. Það þarf ekki vísindalega blóð- flokkun til að sjá að höft og hömlur, sem samstjórn Sjálf- 'stæðisflokksins kom á, vafalaust af illri nauðsyn, á árunum eftir lieimsstyrjöldina, er barn beggja. Þessir flokkar kornu á helm- ingaskiptum á flestum sviðum og pólitíkin var svo sannariega ekki lögð á hilluna þau árin. Það er alveg tilgangslaust að \ era að tala um sök annars hvort flokks ins, höftin voru engin gaman- leikur fyrir þjóðina. en senni- lega ekki hægt hjá þeim að komast. Ilinsvegar var bitlinga leikur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í algleymingi þá og voru höftin notuð til að hygla pólitískum gæðing- um. Flestar þjóðir bjuggu við höft eftir styrjöldina, en hafa að sjálfsögðu létt þeim af eftir mætti. Það hef ðiverið einkenni leg öfugþróun á íslandi ef höft- in hefðu verið látin haldast eft-N ir að þjóðinni óx fiskur um hrygg, efnahagslega. Við skul- um ekki ætla Framsóknar- flokknum það, þótt hann hefði veiíð við völd. Höft geta verið við lýði þótt |jau séu ekki lögboðin og ýmis- konar höft eru sannarléga fyr- ir hendi hér á landi í dag. Það skiptir heldur litlu máli þótt maður hafi leyfi til að ráðast i framkvæmdir, ef hann hefir hvorki fjármagn (lánsfé) eða lóðir eða aðra möguleika á að hefja fmnkvæmdir. Um þessi mál má endalaust deila og það gera blöðin vissulega. Hitt er svo annað mál, að þær deilur mega ekki einkennast af svo glórulmisu pólitísku ofstæki að heilbrigð skynsemi komist hvergi að. Karlmannaskór Fjölbreytt úrval Enskir Italskir Þýzkir Kaupið aSeins það bezta Það borgar sig Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2 - i«j & 1 1 IS s isi Islenzk handrit í Svíþjóð Eftir að hafa gert sér grein fyrir upphafi íslenzkra hand- rita munum við nú taka málið til nánari athugunar. Fyrst verð ur að geta þess, að elztu hand- ritin hafa glatast, svo að frá 12. öld eru aðeins eftir brot af þeim, þó má geta þess, að oft er erfitt að ákveða um, hvort skrif þeirra sé frá 12. eða 13. öld. Latnesku handritin voru fvrirmynd hinna íslenzku hand rita í upphafi og líkjast þau þeim því talsvert að öllum frá gangi. Skrifað var á skinn, það er að segja kálfskinn, sem höfðu ver- ið gerð slétt og undirbúinn á annan hátt til þess, að geta not ast til að á þau yrði skrifað. Slík ritföng voru þekkt frá fornöld og stafar nafnið frá ríkinu Pergamum, sem nafnið er dregið af. Á íslandi, þar sem pappír þekktist ekki langt fram eftir öldum, voru notuð skinn. Það bendir ekki til, að íslend- ingar hafi neitt reynt til, að gera handrit sín neitt sérstak- lega skrautleg. Nokkur hand- rit seinni tíma hafa þó dregið nafn sitt eftir gerð skinnsins, svo sem: Fagrskinna, Gullin- skinna, Morkinskinna og Hrokk inskinna. Það sem skiptir máli í sam- bandi við hvað íslenzku hand- ritin hafa geymst vel, er í fyrsta lagi, hvað vel til skinnanna hef ur verið vandað og til bleksins og innbindingar. Slæmur húsa kostur og mikil fátækt hafa or sakað mikið tap handrita og gera má ráð fyrir, að það sem eftir er, sé aðeins lítill hluti heild arinnar. Raki og reykur í hí- býlum manna hefur einnig átt sinn þátt í eyðileggingu margra handrita og síðast en ekki sízt, svartidauði sem geysaði' hér á árunum 1402—1404 og strá- felldi fólkið í landinu. Siðaskiptin og sú ólga )sem þeim fylgdi, höfðu að vísu mikla breytingu á andlegu lífi í landinu, og þá var farið að þýða á íslenzku rit siðaskipta- manna og farið var að prenta Biblíuna á íslenzku. Gömlu skinnhandritin frá dögum páfa- dómsins sættu fyrirlitningu og voru oft eyðilögð, án nokkurar miskunnar. Ávöxtur margra ættliða gegnum a,ldirnar, dýr- mætustu minningar um uppruna fólksins, líf þess og störf alít frá grárri forneskju, var nú ógn að með eyðileggingu. En hinar fornnorrænu bók- menntir öðluðust einnig sitt endurreisnartímabil. í lok 16. og byrjun 17. aldar byrjuðu nokkrir íslendingar að lesa hin gömlu handrit og rita greinar um rannsóknir sípar bæði á Iatínu og sínu eigin móðurmáli. Menn þessir voru, Arngrímur Jónsson, lærði, Magnús Ólafs- son, Björn Jónsson á Skarðsá og fleiri. Áhugi þessara manna á starfinu leiddi meðal annars til þess, að margir mikilsmetn- ir menn fóru einnig að sinna þessu og að lokum urðu oisk- uparnir helztu leiðtogar þess- arar nýju hreyfingar. Menn fóru að leggja mikla á- stundun á að afrita gömlu hand ritin. Afritin voru mestmegnis skrifuð á pappír og þess vegna hefur þessu tímabili í sögunni verið gefið heitið: „Pappírsöld handritanna." Fyrir seinni tím<- ann eru þessi afrit mikils virði, sérstaklega í þeim tilfellum, þar sem handritin hafa glatast að fullu og öllu eftir að -..fritin voru gerð. Erlend söfn, §em eiga þýðing armikil íslenzk handrit ern í Danmörku og Svíþjóð. Eins og kunnugt er, var ísland á sauíj- ándu öld hluti danska rikisins. í Kaupmannahöfn höfðu þeir ís lendingar sem menntaðir voru stundað nám og auk þess var stjórnaraðsetur þar. Voru marg ir menn sem þeir kynntust og héldu vináttu við, eftir að þeir komu heim aftur. Fyrstu band- ritin sem flutt 'voru úr landi, en það hófst á sautjándu öld. v >ru send ýmsúm vinum að gjóf. Meðal þeirra manna, sem eign uðust merkileg söfn slíkra íiand rita voru Ole Worm Steþhaíiius, Resen og Torfæus (Þormóður Torfason). Dönsku konungunum voru einnig send handrit, sem er ekki mikið að magni, en ómetanleg að verðmæti og geymd í kon- unglegu bókhlöðunni. Stórveldið á Norðurlöndum á þessum tíma var ekki léngur Danmörk heldur Svíþjóð. Á þeim tímum var mikill áhugi manna i Svíþjóð fyrir öllu því, sem skapað gæti ríkinu dýrð og virðingu. Það leið ekki á löngu áður en ráðamenn í Svíþjóð heyrðu getið um íslenzku hand ritin og gerðu allar tilraunir sem mögulegar voru til þess að Svíþjóð gæti eignast sem flest þ'eirra. A árinu 1651 hafði hinn mikli menntamaður Magnus Gabriel da la Gardie tekist að festa kauji á hinu dýrmæta haudrita safni Stephaniusar. Eftir dauða de la Gardie var safnið gsfið

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.