Nýr Stormur - 26.11.1965, Side 7
Erfiðleikar Dana í
Fríverzlunarbandalaginu
Ráðherrafundur utanríkisráð,
herra Norðurlandanna í sam-
handi við Fríverzlunarbandalag
ið var haldinn í Kaupmanria-
liöfn í lok október og ríkti mik-
il óánægja á fundinum.
Per Hækkerup utanríkisráð-
lierra I>ana, sem nú er formað-
ur ráðsins, hefur barizt kröftug-
lega fyrir því, að send yrði
beiðni til Fríverzlunarbandalags
ins, að hefja strax viðræður um
að koma á samvinnu milli
beggja Fríverzlunarbandalag-
anna. Meðlimir bandalagsins
eru sammála um, að þetta beri
7i ð gera, en eru ekki á sama máli
um, að nú sé rétti tíminn til að
Irefja slíkar viðræður.
A fundi norrænu meðlim-
anna, sem haldinn var á und-
a.i fundi utanríkisráðherranna,
var sérstök áherzla lögð á, af
fulltrúum Norðmanna, að hefja
tkki umræður um þetta mál að
svo stöddu, eða ekki fyr en nú-
verandi efnahagsörðugleikar
verði liðnir hjá. Svíþjóð og
Finnland tóku undir þetta og
létu f Ijósi þá skoðun sína, að
tími til slíkra viðræðna væri
ekki fyrir hendi að svo stöddu.
Svipuð sjónarmið hafa einnig
komið fram hjá öðrum meðlim
um bandalagsins, sem ekki
teljast til Norðurlanda.
Per Hækkerup, utanríkisráð-
herra Dana var aðvaraður af
franska utanríkisráðherranum,
er þeir hittust á fundi í F.N.
í New York, að senda slíka
beiðni frá ráðherrafundinum,
•■■■••■■■■■■■■
þar sexn ýmsir aðrir aðilar að
samtökunum liafi aðra skoðun
á málinu.
Borgarablöðin dönsku geta
þess„ að Per Hækkerup, utan-
ríkisráðherra, hafi sjálfur mjög
rnikinn áhuga á því, að hafist
verði handa nú þegar um sam-
vinnu þessara aðila. Ástæðuna
til þess telja þau m. a., að það
sé þjóðarmetnaður, að uppá-
stunga um það komi frá Dön-
um. Auk þess yrði það álitinn
mikill persónulegur sigur fyr-
ir Per Hækkerup, sem formanns
ráðsins, ef þetta tækist, en for
mennsku lians lýkur á þessu
ári.
/
Sneypuför Dana hjá Fríverzl-
unarbandalagi sexveldanna
Það er í sjálfu sér mjög erf-
itt eins og nú standa sakir, að
vera eins bjartsýnn og utan-
ríkisráðherra Ðana, að hægt sé
að koma á viðræðum um sam-
vinnu Fríverzlunarbandalag-
anna. Sá neikvæði árangur sem
Danir hafa orðið að sætta sig
við, þegar þeir leituðu til Frí-
verzlunarbandalagsins um að-
stoð í sambandi við erfiðleika
þeirra í útflutningsmálum land-
búnaðarvara, vegna aðgerða
þeirra sem framkvæmdar voru
af sexveldunum, ætti einnig með
víðtækari samvinnu bandalag-
anna, að vera nægjanlegt um-
hugsunarefni fyrir utanríkisráð-
herrann.
í skýrslu Fríverzlunarbanda-
lagsins, sem gefin var út vegna
beiðni Dana um aðstoð, ér al-
gjörlega gengið fram hjá lausn
á því vandamáli, sem Danir
fóru fram á. Samkvæmt skýrsl-
unni virðist auðsætt, að „Dön-
um beri aðeins að flytja út sín-
ar landbúnaðarvörur til Eng-
lands, eins og þeir hafi gert
hingað til". Kvörtunum Dana
vegna landbúnaðarverndar sex
veldanna er vísað á bug, með
þeim ummælum, að Danir fram
kvæmi sjálíir ýmsar ráðstafan-
ir á heimamarkaðnum til vernd
ar landbúnaðinum.
Ambassador Dana lijá Frí-
verzlunarbandalaginu kallar
þessa rökfærslu „Machia-
vellska." Framkvæmdanefndin
leiði hjá sér, það sem gagnrýnt
er, en það er tilraun til að
skapa tekjujafnvægi fyrir dansk
an landbúnað, sem stafar ein-
göngu af því, að þeir verða að
flytja út vörur þessar til landa,
sem öll vernda sig fyrir innflutn
ingi þeirra og niðurgreiðá sín-
ar landbúnaðarvörur.
Þetta mál verður því að taka
til nánari yfirvegunar, vegua
þess valdboðs, sem í raun og
veru er verið að íramkvæma
hér. Að búast við, að með þessu
sjónarmiði Fríverzlunarbanda-
lagsins verði raunverulegir
möguleikar til þess, að geta náð
hagkvæmari kjörum með samn
ingum á breiðari grundvelii,
sem að xniklu leyti eigi að ftla
í sér frávik frá einhliða hags-
munasjónarmiði, er tvímæla-
laust byggt á alltof mikilli bjart
sýni.
Ósamkomulag
Norðurlandanna í
Fríverzlunarbandalaginu
Töluvert ósamkomulag er
ríkjandi milli Norðurlandanna
innbyrðis og Fríverzlunarbanda
lagsins og annara meðlima b'-ss
hinsvegar með tilliti til þe'.rr-
ar hugmyndar, að koma á íút
tollabandalagi Norðurlanda.
Á meðan sænskar atvinnu-
greinar taka vel í málið og
vænta þess, að stjórnin komi
þessu sem fyrst í framkvæmd,
eru Danir þessu algjörlega „nd-
vígir. Það er talað um nor-
rænt tollabandalag eins og rætt
hefur verið um í Norðurlanaa-
ráði Ef það kæmi til iram-
kvæmda yrði settur tollur á ýms
hráefni í Danmörku, sem iú eru
tollfrjáls, en það myndi skapa
mikið tjón í sambandi við sam
keppnismöguleika danskra vara.
Einnig er bent á, að það myndi
þýða minni samstarfsmöguieika
við Fríverzlunarbauda'agið.
Þess vegna er ráðið frá því, að
hugmyndin um norrænt tclla-
bandalag verði rædd írekar.
Fríverzlunarbandalagi.nu hef-
ur heldur ekki tekizt að ná sam
komulagi í þýðingarmiklu máli
fyrir Dani, en það er kjúklinga-
útflutningur Bandaríkjanaa til
Evrópu, sem er styrktur af rík-
inu til sölu á Evrópu markaði.
Utanríkisráðuneyti Dana hefur
með uppástungu um, að Frí-
verzlunarbandalagsríkin bindist
samtökum um gagnráðstafanir
gegn þessum útflutningi USA,
en bæði Sviss og Austurríki eru
því mótfallin.
______________________________7
Það er heldur ekki til að
milda andrúmsloftið, að danski
landbúnaðurinn stendur eins og
klettur úr liafinu gegn öllum
tilraunum um innflutningsvernd
sem áður fyr hafði tekizt aö
vernda sig með. Menn skilja
afstöðu landbúnaðarins scm á-
kveðna gagnráðstöfun gegn
þeim erfiðleikum sern danski
landbúnaðurinn mætir næstum
alls staðar erlendis. En vafa-
samt er, að þessi afstaða megi
kallast hyggileg, því keppi-
nautunum til mikillar gleði verð
ur liann hnepptur í þá fjötra,
sem menn einmitt vilja fá hann
leystan úr.
Til íslendinga
Útgefeudur þessa blaðs vilja
vinsamlegast fara þess á leit
við þá landa sína senr hæst hai'a.
talað um það að, ísland gengi
í Fríverzlunarbandalagið, að
þeir reyndu að kynna sér nrál-
in betur en þeir hafa gert, og
liafa til hliðsjónar reynzlu Dana
í þessum efnum. Við erurn öl!
í sanra báti, og okkur ber að
athuga rækilega allar aðstæður.
áður en við bindum land okkar
einhverjum samtökum hvort
sem þau eru í vestri eða austri.
E innig að forðast í lengstu lög.
að verða sjálfir til þess að festa
snöruna um háls okkar.
ÚTVEGA HLJÓMSVEITIR
OG SKEMMTIKRAFTA
HLJÓMAR — ERNÍR
DÚMBÓ og STEINI — JJ
LÓMAR — ROFAR
SAVANNA TRIO — MÁNAR
ÓMAR RAGNARSSON o. fl.
Vinsamlegast hafið samband við mig í síma 12331
og 31141 eftir kl. 6.
Jón Hjálmarsson
Langholtsveg 113 — Reykjavík
•tHIMMMHIUI*
!■■■■■■■■■•■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■•■••■•■■»•■•■■*•
•■■■••■•■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■•■■■■•
----------------------------------------------------
■ ^■» ■•■■■■■■■■■■■■»■■»■■■■■»■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■« ••••{■■••■■■■■•■■ ^■^■■■•jjiajfcjSji^
Islenzk handrit voru ekki eins skrautleg í útliti og handrit Suður-Evrópumanna. En til skinnanna,
bleksins og bókbandsins var vel vandað. Þrátt fyrir það, báru þau vott um afreksverk fátækrar
þjóðar, sem gerði Norðurlöndunum og Englandi mögulegt að rita sögu sína.
Uppsalaháskóla, þar sem það
er geymt enn þann dag í dag.
En Svíþjóð átti eftir að eign-
ast ennþá dýrmætara safn is-
lenzkra handrita. í ófriðnum
1058 milli Dana og Svía var skip
á leiðinni frá íslandi til Din-
merkur tekið herfangi af Sví-
um og farið með það til Gaúta-
borgar. Með skipinu var islenzk
ur farþegi að nafni Jón Jóns-
son Rugman (1636—’79). í
Gautaborg komst hann í kynni
við Per Brahe, senr komst að
raun um að Islendingurinn
þekkli betur til sögu Svía, en
þeir sjálfir og fékk hann því
til að setjast að í Svíþjóð. Eftir
að Rugnran hafði um tíma starf
að við skólann á Vissingsö, fór
hann til Uppsala og tókst hon-
um þar með hjálp Olof Verel-
ius og Olof Rudbeck (.. ;ti af-
burðamaður aldarinnar, eins og
hánn var kallaður) til þess að
gefa sig að í’annsóknum ís-
lenzkra fornbókmennta. Með
þessu hófst byrjun hins rnikla
starfs í þessum rannsóknúm,
sem hafði svo mikla þýðingu
fyrir menningarlíf Svía.
Það er einkennandi f.ynr
þetta tímabi! með hve miklum
áhuga þessir menn hófu störf
sín. Kornið var á fót -trax
(1661) svokölluðu ,.Antikvarias“
senr át.t i að gefa lýsingar á og út
vega göniul handrit. Á árinu
1666 var stofnuð sérstök deild
„Antikvitetskollegiet“ í Uppsöl-
unr, sem átti að taka að sér
söfnun fornrita og í þeirri deild
voru íslenzk handrit mjög eftir-
sótt. Fyrsti forstjóri þessarar
stofnunar var Georg Stjern-
hjelm. Keypt voru íslenzk hand
rit hvar sem þau fengust. Rug-
man var sendur til fslands og
varð mikið ágepgt. Einnig voru
aðrir íslendingar ráðnir til
stofnunarinnar, sem útvcguðu
handrit þangað og tóku afrit af
þeim, sem þeir fengu ekki keypt.
Danska ríkisstjómin brást hin
versta við þessari starfsemi Sví
anna og Kristján fimmti Dana-
konungur lét birta lög um, að
bannað væri að flytja íslenzk
handrit úr landi. fslenzka hand
ritasafnið í Uppsala, var orð-
ið mjög stórt og dýrmætt og
var flutt til Stokkhólms árið
1692. Á árinu 1780 var hand-
ritasafnið flutt í konungsbók-
hlöðuna og er þar ennþá.
(Framh.)