Nýr Stormur - 26.11.1965, Blaðsíða 8

Nýr Stormur - 26.11.1965, Blaðsíða 8
8. flSðMMUB FÖSTUDAGUR 26. nóvember 1965 Frá 525 f. Kr. til 404 f. Kr. MANNKYNS SAGA Heimsdrottnarinn Aiexander mikli er látinn Hinn ungi herforingi lézt í Babylon, aðeins 32 ára gamall, eftir fárra daga sjúkdómsiegu. — Heimsríki hans á barmi upplausnar. Babylon, 13. júní 323 f. Kr. Alexander mikli, hinn ungi hershöfðingi og sigrurvegari hins austlæga heims, lézt skyndilega hér í borginni eftir fárra daga sjúkdómslegu. Hinir tryggu liðs foringjar hans stóðu umhverfis hvílu hans, er hann meðvitund- arlaus hvarf á vit dauðans. I öllu hans volduga ríki bíða nú menn milli vonar og ótta hvað við taki . Alexander mikli, sem nú er fallinn frá fyrir aldur fram, hef ir á hinu stutta æfiskeiði sínu afrekað meiru en nokkur ann- ar herforingi og sigurvegari hef ir megnað á langri ævi. Að vísu reisti hann ekki ríki sitt af grunni, því að föðurland hans Makedonía, undir stjóm föður hans Filippusar, hafði áður risið upp og borið sigurorð yfir Grikkj um og sjálfri Aþenu. Faðir Alexanders, Filippus, var myrtur Á árunum eftir stríðið milli Hellena og Persa, komst nokk- urn vegin fast form á samstöðu grísku ríkjanna, en er friður hafði varað um stund, brauzt ó- einingin út á ný. Fyrir norðan grísku ríkin var hálendið Make donía, hið frjósama landsvæði, sem Grikkir höfðu ekki talið til sérstaks ríkis. Er Filipus varð konungur Makedoníumanna, færði hann þeim forystu, sem dugði til heimsveldis. i Hinn 32 ára gamli sigurvegari lætur eftir sig heimsríki án erfingja. Filippus konungur, faðir Alexand ers — launmyrtur er Alexander var 20 ára gamall. Alexander sigraði með nýrri hernaðartækni Hin Makedóniska breiöfylking var afgerandi hernaö- araöferö í hinum mörgu styrjöldum Alexanders mikla Hið ævintýralega stríðsgengi Alexanders, var auðvitað hamingju hans og guðunum að þakka, en eins og allir aðrir sigursælir hershöfðingjar, hafði hann undir hönd- um nýjungar í stríðstækni, til að styðjast við. Það voru ekki nýjar gerðir vopna eða nýjir málmar, heldur nýjar að- ferðir, hin makedoniska breifffylking. Veikleiki Persa var hér, eins og í flotahernaffinum, allt of mikill þunglamaleiki. í orrustunni við Issos hafði Dareios skipulagt her sinn út í yztu æsar eftir snjöllu kerfi. En aðeins með einföldu herbragði tókst Alexander að sigra: í stað þess að leggja til orrustu við hinn mikla Persaher, fór hann yfir fljótið, sem Dareios hafði að baki, sér til stuðnings, og réðist að baki her Persa og til hliðar. Hinn þungi her var ekki hreyfanlegur og allt endaffi í upplausn og sigurinn varð Alexanders. Það hófst með því að Filippus byrjaði að blanda sér í málefni Grikkja, gersigraði hina stríðs- óðu Spartverja og tók völdin í sjálfri Aþenu. Hann stefndi öll- um grísku ríkjunum til ráðstefnu í Korintu til að undirbúa inn- rás í ríki Persa, til að tryggja Grikki um alla framtíð fyrir ásælni úr austri. En á ráðstefn- unni var Filippus myrtur úr laun sátri. Tók völdin 20 ára gamall Er þetta skeði var sonur hans, Alexander aðeins 20 ára gamall. Hann hafði fengið mjög gott upp eldi og kennslu og var kennari hans sjálfur Aristoteles. Við dauða föður síns tók hann strax völdin í sínar hendur og gerði iierferð gégn',þjóðfl'ókk'uin £ • i-ii ■y 'T *Tfíy ÍQOjL . CCTj Alexander konungur var ávallt meðal hersveita sinna þar sem bardaginn var harðastur, þar sem hann barðist við hliff hinna hraustu hermanna sinna. í norðri til að trýggja Grikklánd að baki. Grísku ríkin reyndu að gera uppreisn, en Alexander barði hana strax niður aftur og lét hina grísku borg, Þebu, greiða sektir fyrir léttúðina. Hann tók borgina herskyldi og seldi alla íbúa hennar, 30.000 menn, kon- ur og börn í ánauð. Hann hélt nú með her sinn í austur og sigraði við Granikos. Konungur Persa, Dareios, beið hans við Issos, en Alexander fór yfir fljótið og kom að baki her gersa og sigraði þá aftur. Borgina Tyrus hertók hann og Jerúsalem gafst upp mótstöðu- laust. Egyptaland gekkst undir yfirráð hans, án þess að sverði væri brugðið. Dareios og hinn mikli her hans var gersigraður við Gaugamela. Dareios sendi honum hvert frið- artilboðið á fætur öðru, en Alex ander svaraði þeim öllum neit- andi. Þá safnaði Dareios saman stærsta her allra tíma — her sem taldi milljón manna — en Alexander hélt óttalaus til fund ar við hann með 40.000 riddara og 7 þúsund fótgönguliða og opnaði borgarhlið sín fyrir hin- vann fullnaðar sigur við Gauga- mela. Her Persa var eyðilagður og Dareios flýði, en var myrtur á flóttanum. Hin gamla Babylon um unga herforingja og sígur- vegara. Frá Babylon hélt nann með her sinn til höfuðborgar Persaríkis, Persepolis, og sem hefnd fyrir eyðileggingu Persa í Grikklandi, lét hann brenna borgina til ösku. Til hægri og vinstri gáfu lönd in sig undir vald hans og hann hélt stöðugt lengra og lengra til austurs. Því lengra sem hann fór í austur, því austurlenzkari varð hann í háttum sínum og íburði. Þótti hinum harðfengu vopnabræðrum hans nóg um og voru ekki ánægðir með breyting una, sem á honum hafði oröið. Hann krafðist þess að fallið væri á kné fyrir framan sig, eins og austurlenzkra höfðingja var sið ur, og dauðadómunum fór fjölg andi. íj^ iny.i íf$ríio uv ' • . Varð að gefast upp við að sigra Indland Árið 327, í dag fyrir réttum fjórum árum síðan, lagði hann upp í herferð til Indlands. Hann hafði 120.000 manna her og 15000 riddaraliðs. Við fljótið Indus sigraði hann konunginn Parus, en gaf honum land hans til baka og varð vinur hans. Er að fljótinu Hylas kom stöðv aðist hinn mikli ævintýraleið- angur. Menn hans neituðu að fylgja honum lengra. Sjálfur vildi hann halda áfram alla leið til fljótsins Ganges, sem hann hafði heyrt talað um, en við þessu var ekkert að gera. Hann varð að snúa við og sér til mikillar gremju, varð hann að gefast upp við að sigra og leggja undir sig hið mikla ævin- týraland, Indland. Hann fór hægt til baka gegn um ríki sín og hélt til Babylon, sem hann gerði að aðsetri sínu. Það er hér, sem hann er nú skyndilega allur, mitt í hinu mikla starfi sínu við að skipu- leggja hið óhemju víðlenda heimsríki sitt í eina samfellda heild, því hann var ekki aðeins mikill hershöfðingi. Hann skildi að heimurinn varð að hafa menn ingu, skipulag, sem gerði það mögulegt að notfæra hina miklu menningu til blessunar öllum heimi, án þess að eiginhagsmun ir einstaklinga og ríkja, færðu allt í glötun. Dauði hans er æð islegt vandamál fyrir hið nýja heimsríki hans. Engin er til stað ar til að taka við af honum, enginn megnar að framkvæma hinar víðtæku áætlanir hans og menn bíða þess að löndin segi skilið hvert við annað og hinir víðtæku áætlanir hans og menn bíða þess að löndin segi skilið hvert við annað og hinir gömlu stjómendur taki við á nýjan leik, eða þá að hershöfðingjar Alex- anders mikla skeri sér hver sinn bita af hinu volduga heimsveldi. Himinhátt verð á ungum og fögrum ambáttum Aþenu, 400 f. Kr. Á markaðnum í dag voru fáir þrælar til sölu ,og verðið var því ört stígandi. Hæsta boðið var næstum tvö þúsund drökmur. Venjulega kostar þræll milli nokkur hundruð og eitt þúsund drökmur, eftir aldri, heilsufari og verkkunnáttuu. Á hæsta verði fór ungur negra þræll í góðu ástandi, tveir geld ingar ásamt nokkrum norræn- um ambáttum. Þrælahaldið í Aþenu »r greini lega orðið svo mikið og eftir- spurnin svo ör, að þrælasalarnir geta ekki annað henni. Það er ekki óalgengt að góð Aþensk fjölskylda hafi um 50 bræla og þeir sem eru vel efnum búnir, allt að eitt þúsund. Stærsti hluti þrælanna er flutt ur inn af sjóræningjum, úr leið- öngrum til evrópsk- og litlu-Asíu stranda. Næsti markaður verður að venju haldinn fyrsta dag aæsta mánaðar.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.