Nýr Stormur - 26.11.1965, Síða 10
10
'IfoRlflUR
FÖSXUDAGUR 26. nóvember 1965
Bör Börsson
júníór
Teiknari: Jón Axel Egiis
Þegar Bör Börsson yar búinn að loka
búðinni þennan dag, át hann hveiti-
brauð og drakk Iímonaði. Þetta gerðu
þeir í Niðarósi; þeir fóru bara í Ráð-
húskjallarann og fengu sér allskonar
fínan og Iéttan mat. Eftir matinn fékk
Bör sér rauðan brjóstsykurmola og saug.
Síðan kveikti hann í fínum sígara á kr.
7,50 per kassa mínus 10 prósent per
30 daga.
Oro-rrorroo, hann ropaði. Mikið fjári
var annars góð Iykt af límonaðinu frá
„Niðaróss Gosdrykkjafabrikku-útibú“
Prima ropi! orrorro. Hann skyldi svei
mér drekka límonaði áður en hann fær'
að biðja Jósefínu. Hann þyrfti ekki ann-
að en að snúa að henni andlitinu og þá
myndi hún finna að hennar útvaldi
var príma! En þyrfti hann að fara upp
í skóg og finna veskið.
Bör Börsson náði í skóflu í hjallin-
um og Iaumaðist upp í skóginn. Er
þangað kom varð hann gagntekinn
æskugleði og söng og ropaði. Hann
dreymdi um hamingju og þá gleði að
cignast peninga og hann fór að syngja,
syngja um peninga. El^kert nema pen-
ingar geta gert mann sælan og glað-
ann. Hann vildi syngja um stórar summ
ur — þúsundir og milljónir. Bara að
hann yrði nú svo heppinn að finna
veskið.
Þegar hann kom uppeftir, byrjaði
hann að moka. Svei hvað þetta var
skítugt og blautt! Hann fékk lítið ann-
að en gruggugt vatn á skófluna. —
Skammt frá stóð annar maður bak við
stórt furutré. Hann var með stórann
hatt, sem hann lét slúta.
Ilann bölvaði líka og hló. ÓIi í Fitja-
koti hló svo að hann hristist allur.
Aldrei á æfi sinni hafði honum verið
eins skemmt. Að sjá kramarahelvítið!
Heima í Þórsey stóð Andrés og Þór-
dís út við glugga að gá að manna-
ferðum. Þau voru nú sannfærð um að
Furuvallastrákurinn væri að elta dótt-
ur þeirra. Þau heituðust við hann og
Þórdís eggjaði mann sirin. Jósefína var
undrandi á hegðun foreldra sinna og er
hún spurði hverju sætti, sögðu þau
henni að skipta sér ekki af því og voru
ekki hýr á svip.
Á fimmtudagskvöldið kom Níels á
Furuvöllum heim að Þórsey í mesta
sakleysi. Andrés tók á móti honum með
svo voðalegu augnaráði, að Níels varð
dauðhræddur. — Nú ertu loksins kom-
inn og tiú ska! ég sýna þér í tvo lieim-
ana, og Andrés greiddi honum slíkt
roknahögg að Níels steyptist til jarð-
ar. Það surgaði í mölinni og hann sá
bláar og rauðar stjömur dansa fyrir
augum hans.
Ar.drés hlaut að vera orðinn brjálað-
ur og þegar hann leit upp, stóð Þórs-
eyjarkerlingin yfir honum með lurk,
sem hún reyddi til höggs og lét bylja
á bakinu á honum. — O, þú skalt ekki
æpa eða skrækja, kvikindið þitt, æpti
hún en nú skaltu fá fyrir ferðina svo
að þú þurfir ekki meir.
Níels braust um og tókst að losa sig
og nú urðu skjót umskipti. Hann var
sterkur og harðsnúinn og auk þess
fólskur í skapi. Og nú tók hann þau
bæði og þeytti þeim á jörðina, þreif
birkilurkinn úr hendi kcrlingar og lú-
barði þau bæði. — Hjálp, hjálp. Morð!
morð, æptu þau i skelfingu, en hann
þeytti frá sér lurkinum og gekk leiðar
sinnar.
Níels á Furuvöllum fór beint til sýslu-
mannsins og kærði Þórseyjarhjónin
fyrir líkamsárás. Sýslumaðurinn tók
honum fegins hendi því þeir Andrés í
Þórsey voru Iitlir vinir. Þeir höfðu
einu sinni lent í máli út af skógarspildu.
, J
Eg set rétt, og nú skal Andrés í Þórsey
fá að, kenna á hegningarlögunum, og
blekið frussaðist úr pcnna hans, er hann
skrifaði í þykka doðrantinn.
Hjónin í Þórsey lögðust í rúmið og
smurðu sig hátt og lágt með joði. Þau
voru eins og múlattar, öll holblá og
marin og flekkótt af joði. Húsfreyjan
fékk grátköst og réði sér ekki fyrir
heyft, en húsbóndinn lá þögull og hugs-
aði ráð sitt. Nú skyldi Furuvallastrák-
urinn fá fyrir ferðina. Hann myndi
Iáta taka hann fastann, þar sem hann
væri „hættulegur fyrir almennt ör-
yggi.“
Jósefína stóð við gluggann og hugs-
aði um Bör. Hann var vafalaust orðinn
of fínn fyrir sveita-almúga-stúlku. Og
Jósefina var farin að andvarpa af
hryggð og þrá. Skyndilega kallaði hún
upp yfir sig: — Sýslumaðurinn kemur
akandi og hann er eitthvað svo reiði-
legur á svipinn. — Bara að ég væri svo
hress að geta farið í veg fyrir hann,
sagði Andrés. — Hann kemur, hingað
kallaði Jósefína.
Sýslumaðurinn æddi inn í stofuna
eins og fellibylur. — Þið eruð kærð fyr-
ir líkamsárás, kallaði hann og fleygði
doðantinum á borðið, — og skammist
þið ykkar, sagði hann æfur. — Ég ætti
að tugthúsa ykkur bæði tvö. — Það
var Furuvallastrákurinn, sem barði okk-
ur til óbóta, við erum saklaus bæði
tvö, veinaði Andrés. — Þegið þið, eftir
viku verður réttur settur. Að svo mæltu
skelti hann doðrantinum og þaut út
um dyrnar.
Fengitími okraranna —
Framh. af 3. síðu
ur í vasa samvizkulausra fanta,
sem ekkert hugsa um afféiðing-
arnar af glæpastarfsemi sinni.
Almenningur verður ■ N greiða
nkurvextina i dýrari vörum,
dvrari hinnustu n- dvrtíði’n vex
og þeir einir grn ‘ sem !;ki
hafa til þess unnið
í næstu Möðum verða birt
nöfn ýmissa manna. sem stunda
!'■' iðju að lána út fé og les-
endum verður látið eftir að
geta til um með hvaðn kjör-
um þessir menn Iána. Væntan-
lega verður fróðlegt fyrir fram-
talsnefndina að kanna framtöí
bessara manna og sjá hve sam-
vizkusamlega talið verður fram.