Nýr Stormur - 26.11.1965, Side 11
FÖSTUDAGUR 26. nóvember 1965
^ÍfORMIIIt
11
GUNNAR HALL:
Þættir úr stjórnmálasögu
íslands eftir árið 1900
Flokkaskiptingin á Alþingi
1906
Á Alþingi sátu alls 40 þing-
menn. 1 Efri-deild sátu 14 þing-
menn, 6 konungkjörnir og 8
þjóðkjörnir. Heimastjórnarmenn
fóru með stjórn landsins undir
forustu Hannesar Hafstein, ráð
herra.
Heimastjórnarmenn:
Ágúst Flygering. Björn M. Ol-
sen. Eiríkur Briem: Guðjón Guð-
laugsson. Guttormur Vigfússon.
Ari Arnalds, ritstj. Dagfara
Jón Jakobsson. Júlíus Hafstein.
Steingrímur Jónsson. Þórarinn
Jónsson.
Þjóðræðismenn:
Jóhannes Jóhannesson. Sig-
urður Stefánsson. Valtýr Guð-
mundsson. Þorgrímur Þórðar-
son.
Landvarnarmenn:
Sigurður Jensson.
Neðrideild, þar sátu 26 þjóð-
kjörnir þingmenn.
Heimast jórnarmenn:
Árni Jónsson. Björn Bjarna-
son. Eggert Pálsson. Guðlaugur
Guðmundsson. Guðmundur
Björnsson. Hannes Þorsteinsson.
Hannes Hafstein. Hermann Jón-
asson. Jón Jónsson. Jón Magnús
son. Lárus H. Bjarnason. Magn-
ús Kristjánsson. Magnús Steph-
ensen. Pétur Jónsson. Stefán
Stefánsson. Tryggvi Gunnarsson.
Þórhallur Bjarnason.
Þ jóðræðismenn:
Björn Kristjánsson. Einar
Þórðarson. Ólafur Briem. Ólaf-
ur Ólafsson. Stefán Stefánsson.
Utanflokka:
Magnús Andrésson. Ólafur
Thorlacius.
Magnús Andrésson hafði áð-
ur verið í Þjóðræðisflokknum en
sagt sig úr honum. Ólafur Thorl-
acius hafði verið í flokki heima
stjórnarmanna, en sagt sig íir
honum.
Landvarnarflokkurinn
Hinn 11. ágúst 1902 var land-
varnarflokkurinn stofnaður.
Landvarnarflokknum varð gott
til liðs. Hvarf þangað skjótlega
þorri yngri manna og margir
aðrir. Höfuðstefnumál flokksins
er í upphafi krafan um afnám
ríkisráðsákvæðisins. Landvörn
efldist mjög og verður flokkur
þeirra, sem mestu þykir skipta,
að staðið sé á verðbergi um lands
réttindi. Um höfuðstefnumál
flokksins ritaði Jón Jensson
bækling sem hann nefndi Upp-
gjöf landsréttinda og Einar Bene
diktsson ritaði einnig bækling
„Ný-Valtýskan og Landsréttind-
in.
Formaður flokksins var Jón
Jensson, yfirdómari og fylltu
flokkinn nær allir hinir yngri
Jón Jensson, yfirdómari
Einar Benediktsson
stúdentar og mátti svo að orði
kveða, að Stúdentafélag Reykja
víkur yrði þá hreint flokksfélag
um langa hríð. Snemma árs 1903
hefst útgáfa blaðsins Landvarn
ar og voru ritstjórar þess, Ein-
ar Benediktsson, Einar Gunnars
son og Benedikt Sveins-
son. Af blaði þessu komu
út aðeins 10 tbl. Á sama
ári hefst útgáfa blaðsins Ingólf
ur og er Bjarni Jónsson frá Vogi
ritstjóri blaðsins til ársloka
1904. Þá tekur við ritstjórn Bene
dikt Sveinsson og er ritstjóri 3.
4. og 5. árs og 5.—6. árs ásamt
Ara Arnalds. Ritstjórn 7. árgangs
annast þeir að mestu leyti, á-
samt Sigurði Lýðssyni og Kon-
ráði Stefánssyni. 8 ár eru þeir
Konráð Stefánsson, Andrés
Björnsson óg Gunnar Egilsson
ritstjórar og 9. ár Gunnar Eg-
ilsson. 10. ár Gunnar Egilsson
og síðar á árinu Benedikt Sveins
son, sem síðan var ritstjóri blaðs
ins til þess það hætti útkomu
1915.
Blöð út á landi sem studdu
stefnu Landvarnarmanna voru
Dagfari á Eskifirði, Valurinn á
ísafirði og í Reykjavík 1907 Fjall
konan, en þá urðu ritstjóraskipti
við hana, hætti Einar Hjörleifs-
son en við tók Einar Gunnars-
son. Eitt þeirra mála sem fiokk-
urinn hafði forgöngu fyrir var
fánamálið, og áttu landvarnar-
menn um það harðar deilur
(verður þeirra getið síðar).
Þingmannaförin
Eftir heimkomu þingmanna
heyrðist margt um ágætar við-
tökur og veizluhöld, en fátt um
kröfur þeirra eða undirtektir
Dana, nema afslepp og óákveðin
orðatiltæki þeirra um það, eð
„taka málið til athugunar"
„vænta góðs samkomulags" og
þar fram eftir götum. Meira
tók að bera á losi og sundrung
í heimastjórnarflokknum og
skömmu eftir heimkomuna kiisu
tólf þingménn flokksins sér-
staka stjórn. Raddir aeyrðust
Framh á bls. 4.
Bjarni Jónsson frá Vogl
Tillögurnar voru samdar af
hr. Bonnet forsætisráðherra
Frakka og urðu síðar grundvöll-
urinn fyrir áætlanirnar um
Evrópuherinn. Þær voru lagðar
fyrir franska þjóðþingið hinn
25. október af Pleven og voru
samþykktar. Pleven-áætlunin
gerði ráð fyrir evrópskum her,
sem allar bandalagsþjóðirnar
legðu til. Gert var ráð fyrir sam
eiginlegri yfirstjórn undir evr-
ópskum hermálaráðherra, sem
lyti yfirstjórn Evrópuþings. Auk
þess yrði stofnað evrópskt land-
varnarráð, sem í ættu sæti evr-
ópskir ráðherrar. Ráðstefna var
boðuð í París í febrúar 1951.
VerkamannaflokkSstjórnin var
fullviss um að England gæti ekki
samþykkt þessar ráðagerðir og
Bevin óttaðist að þetta kynni
að seinka uppbyggingu Evrópu
of mikið. Það sýndi sig að þessi
ótti átti við rök að styðjast hvað
viðvék þýzka vandamálinu. En
þrátt fyrir annmarka sína höfðu
þó ráðagerðirnar um. sameigin-
legan Evrópuher mikilvægar af
leiðingar.
Þær mörkuðu fyrstu línurnar
í bættri sambúo Þjóðverja og
Frakka, sem miög mikilvægt er
fyrir íramtíð Evrópu.
Frakkar sýndu bæöi lipurð og
festu á þessari ráðstefnu í Par-
ís, þar sem í júnílok náðist sam
komulag um helztu drætti Plev-
en-áætlunarinnar. Tilsvarandi
ráðstefna var á sama tíma haid
in í Bonn til að ræða tvíþætta
áætlun, sem studd var af USA
og Englandi, með hliðsjón af
beinu framlagl Þjóðverja til
NATO. Þessi áætlun var ekki
íramkvæmanleg, svo að EDC var
eina leiðin sem fær var til að
Þjóðverjar gætu lagt sinn skerf
af mörkum. Hinn 14. september
studdi utanríkisráðherrann, hr.
Morrison, á fundi í Washington
ráðherrana Schumann og Ache
son með svofelldri yfirlýsingu:
England óskar þess að skapa
sem mesta samstöðu með meg-
inlandsríkjum Vestur-Evrópu í
öllum þáttum þessa samkomu-
lags. -
Þannig var ástandið þegar ég
sneri til baka í utanríkisráðu-
neytið. þann 27. óktóber 1951.
Eg var ekki mótfallinn tilhugs-
uninni um eprópskt varnar-
bandalag. Þvert á móti nánum
samtökum þjóðanna á megln-
landinu. Við höfðum mátt líða
of mikið einmitt vegna skorts
á þessari einingu og tilhneiging
arnar hjá einstökum ríkjum meg
inlandsins til að standa ein,
höfðu einkum verið ríkar á okk
ar tímum. Eg óttaðist að áætlun
in, svo vel meint sem hún ann-
ars var, myndi mistakast af iæss
um ástæðum og skilja Evrópu
eftir í rúst.
Á hinn bóginn var ég reiðubú
inn til að viðurkenna, að ég
kynni að hafa haft rangt fyrif
mér í þessu efni, sem orsakað-
ist af tilhneigingu okkar Eng-
lendinga til að taka málin í á-
föngum í stað þess að ifgreiða
þau i einu stökki.
Tvennt urðum við einkum að
gera okkur ljóst. í fyrsta iagi,
hvort við gætum raunverulega
tekið þátt í her, sem væri sam-
eiginlegur her Evrópu; ég var
sammála fyrirrennara mínum í
því, að það gætum við ekki.
Hinn var sá, hvort við gætum
ekki gert bandamönnum okkar
jafn mikið gagn með því að
j standa utan við hernaðarbanda-
' lag Evrópuþjóða.
Síðast í nóvember fór ég til
Róm til að taka þátt í tundi
Atlantshafsbandalagsins. Ég
komst þar að raun um að
Ameríkumenn voru sama sinn-
is og við: að England myndi
þjóna bandamönnum sínum bet
ur með því að vera utan sam-
takanna.
Ég ræddi þetta mál við Eisen-
hower hershöfðingja og var
hann á sama máli um, að
Bretar og Bandaríkjamenn ættu
að styrkja Evrópuþjóðirnar á
sviði stjórnmála og hermála, en
taka hins vegar ekki beinan
þátt í stofnun hins fyrirhugaða
hers.
Er við Churchill heimsóttum
París um miðjan nóvember, gerð
um við allt sem við gátum til að
fullvissa frönsku stjórnina um
að það væri fastur ásetniniur
okkar að hjálpa Evrópuþjóðnn-
um í sambandi við þessi mál.
Viðræðurnar gengu vel og i sam
eiginlegri tilkynningu, sem við
sendum út um þær þann 18.
desember, sagði að:
Brezka stjórnin vill oindast
EDC (þ. e. varnarbandalagi
Evrópuþjóða) svo t.raustum
böndum, sem mögulegt er í öll
um greinum. bæði hernaðarleg
um og pólitískum.
Brezki herinn, undir stjórn
yfirhershöfðingja Bandamanna
mun telja sig bundinn herstyrk
varnarbandalagsins, hvað þjálf
un snertir, hergögn og 'iðgerð-
ir á landi, lofti og til sjós.
Næst segir Eden frá heimsókn
þeirra Churchills til Washington
í janúar 1952, og viðræðum sin
um við Truman forseta. Banda-
ríkjastjórn féllst á sjónarmið
Breta, að þeir tækju ekki bein-
an þátt í stofnun Evrópuhers,
en þeir hlutu ádeilur í banda-
rískum blöðum fyrir afstöðu
sína. Eden var fullvissaður um
að Bandaríkjamenn myndu ekki
missa áhuga fyrir Evrópuher,
þótt Evrópuherinn yrði að veru-
leika og hétu að stuðla að þýzkri
þátttöku í vörnum Vestur-
Evrópu.
Eden var í þessari ferð gerður
að heiðursdoktor við Columbia
háskólann og hélt ræðu við það
tækifæri, þar sem hann skýrði
sjónarmið Breta og sérstöðu
þeirra í sambandi við brezka sam
veldið, og sagði m. a.:
Heímur Englands og á-
hugamál ná langt út fyrir meg-
inland Evrópu. Hugur okkar
nær yfir höfin til hinna mörgu
samveldislanda okkar, þar sem
okkar fólk hefir sínu hlutverki
að gegna í öllum heimshlutum.
Það er okkar líf: án þess rær-
um við ekki annað en nokkrar
milljónir manna, sem búa á eyju
við strendur Evrópu og enginn
hefði sérstakan áhuga á.
Skömmu eftir að ég kom heim
barst sú sorglega fregn að Hans
hátign konungurinn væri lát-
inn. Forsætisráðherrann færði
mér fregnina i síma og hóf sam-
talið með þessum orðum: „Það
versta, sem gat skeð, er skeð“.