Nýr Stormur - 17.12.1965, Síða 6

Nýr Stormur - 17.12.1965, Síða 6
6 “SÝOBMUR FÖSXUDAGUR 17. dasember 1965 MANNKYNS SAGA , YÐUR ERÍDAG FRELSARIFÆDDUR’ SEM ER DROTTINN KRISTUR I BORG DAVÍÐS” MESSlAS SPADOM- AR JESAJA Trúarbrögð þjóðarinnar, sem byggir Júdeu, eru frábrugðin trúarbrögðum annara þjóða. Þeir trúa á aðeins einn guð, sem þeir nefna Drottinn (Jahve). Meðal þeirra hafa verið margir spámenn og hafa þeir spáð því að fæðast muni meðal þjóðarinnar, mikill konungur, sem þeir nefna Messías (hinn smurði). Telja þeir nú að þessi konungur sé fæddur. Einn þessara spámanna hét Jesaja og fer hér á eftir hluti af spádómum hans: Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar. Hughreystið Jerúsal em og boðið henni að áþján henn ar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvö falt af hendi Drottins fyrir all- ar syndir sínar! Heyr, kallað í eyðimörkinni: Greiðið götu Drottins, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni. Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall lækka; hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum! Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það, því að munnur Drottins hefir talað það! Heyr! einhver segir: Kalla þú!“ og ég svara: Hvað skal ég kalla? „Allt hold er gras, og all- ur yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar, blóm- in fölna þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras: Grasið visnar, blómin falla, en orð Guðs vors stendur stöð- ugt eilíflega." Stíg upp á hátt fjall, þú Zíon fagnaðarboði; hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalems fagnaðarboði, hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í. Júda: Sjá Guð yðar kemur. Sjá Drottinn kemur sem hetja og armleggur hans aflar honum yf- irráða; sjá endurgjald hans fylg ir honum, og fengur hans fer á undan honum. Eins og hirðir. mun hann halda þjóð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar. Sjá þjón minn, sem ég leiöi mér við hönd, minn útvalda, sem sál mín hefir þóknun á: ég legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt. Hann kall- ar ekki, og hefir ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína. á strætunum. narf ^ Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og daprann körkveik stökkur hann ekki; hann boðar réttin með trúfestu. Hann dapr- ast eigi og gefst eigi upp, fyrr en hann fær komið rétti á jörðu, og fjarlægar heimsálfur bíða eft- ir boðskap hans. Svo segir Drottinn, sá er skóp heiminn og þandi hann út, sá er breiddi út jörðina með öllu því sem á henni vex, sá er and- ardrátt gaf mannfólkinu á jörð- inni og lífsanda þeim, er á henni ganga: Ég, Drottinn, hefi kallað þig til réttlætis, og held í hönd þína, og ég mun varðveita þig og gjöra þig að sáttmála fyrir lýðinn og að ljósi fyrir þjóðim- ar, til að opna hin blindu augu, til að leiða út úr varðhaldi þá, er bundnir eru, og úr dyflisunni þá er í myrkrinu sitja. JSSi Andi Drottins, er yfir mér, af því Drottin hefir smurt mig til að flytja nauðstöddum gleðileg- an boðskap, og sent mig til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn, til að boða náðarár Drottins. JSl Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér. Herodes konungur hefir mikinn viðbúnað og fyrirskipar að deyða öll sveinbörn í Betle- hem og nálægum sveitum, því spáð er að hinn mikli konungur muni fæðast þar. Fregnir berast, eins og eldur í sinu, að fæddur sé langþráður konungur Gyð- inga, Messías, sem spáð hafði verið að koma myndi og verða mestur allra. — Heimildarmaður vor í Júdeu lýsir þessum atburðum og aðdraganda þeirra:.. Engill Drottins vitjar Jesaja með eldi En það bar við um þessar mundir, að boð komu frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, er Kýreníus var landstjóri á Sýr- landi. Og fóru allir þá til að láta skrásetja sig, hver til sinn- ar borgar. Fóru þá einnig Jósep úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu til borgar Davíðs sem heitir Betlehem, því hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, á- samt heitkonu sinni Maríu. sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar, kom að því að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirð ar útl í haga og gættu um nótt- ina hjarðar sinnar. Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kringum þá og þeir urðu mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið ó- hræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; þvi að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reif að og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friöur á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Og englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðirnir hver við annan: Vér skulum fara ‘ rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefir kunngjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir þeir, sem heyrðu það, undruðust það. sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þau orð og hugleiddi þau meö sjálfri sér. Þegar átta dagar voru umliðn- ir og hann skyldi umskera, var hann látinn heita JESÚS. BODUN MARIU Það er forsaga þessa máls að á dögum Heródesar konungs í Júdeu var uppi prestur nokkur, að nafni Sakaría og kona hans hét Elísabet. Þau voru réttlát og lifðu eftir boðum Guðs, en þau áttu ekkert barn, því að Elísabet var óbyrja, og bæði voru þau hnigin á efri aldur. En svo bar við að hann var að sinna orestþjónustu frammi fyrir Guði að engill Drottins birtist hon- um, en honum var hverft við. Engillinn mælti: Vertu óhrædd- ur, Sakaría, því að bæn þín er heyrð og Elísabet kona þín mun fæða þér son, og þú skalt láta hann heita Jóhannes og þér mun veitast gleði og fögnuður og margir munu gleðjast yfir fæðingu hans. Sakarías trúði honum ekki, þvi kona hans var komin á efri aldur. Og engill- inn svaraði og sagði við hann: Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guðl, og var sendur til að tala við þig og flytja þér þessi gleðitíðindi. En eftir þessa daga varð Elísabet kona hans þunguð, og hún leyndi sér í fimm mán- uði og sagði: Þannig hefir Drott inn gjört við mig, er hann leit til mín, til þess að afmá hneisu mína í augum manna. BoSun Maríu En á sjötta mánuð var Gabrí- el engill sendur frá Guði til borg ar í Galíleu, sem heitir Nazaret, til meyjar, er föstnuð var manni sem Jósep hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér. En henni varð hverft við þessi orð, og tók að hugltiða, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrædd María, því að þú hefir fundið náð hjá Guðf Framh. á bls. 7.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.