Nýr Stormur - 17.12.1965, Qupperneq 7

Nýr Stormur - 17.12.1965, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 17. desember 1965 7 MANNKYNS SAGA í dagblaðsformi Vitringarnir frá Austurlöndum Þrír vitringar frá Austuriöndum komu langa leið, samkvæmt vitrun og eftir leiðbeiningu stjörnu, til að votta hinum nýfædda konungi hoilustu sína. FÖRIN TIL EGYPTALANDS Boðun Maríu — Framh. af síðu 6. Og sjá þú, munt þunguð verða og fæða son; og þú skalt láta hann heita JESÚM. Hann mun verða mikill og verða kallaður sonur hins hæsta, og Drottinn mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á riki hans mun enginn endir verða. Og María svaraði: Hvernig getur þetta verið, þar eð ég hefi ekki karlmanns kennt? Og eng- illinn svaraði og sagði: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta yfir- skyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonum Guðs. Og s já Elísa bet frændkona þín, í elli sinni er hún einnig orðin þunguð að syni, og er þetta hinn sjötti mánuður hennar, hún sem köll uð var óbyrja; því að ekkert orð frá Guði er ómáttugt. En María sagði: Sjá, ég er ambátt Drottins, verði mér eftir orðum þínum. En engillinn fór burt frá henni. En á þessum dögum tók María sig upp og fór með flýti til fjallabyggðarinnar, til Júda borgar nokkurrar, og kom inn í hús Sakaría og heilsaði Elísa- bet. Þá varð það. þegar Elísa- bet heyrði kveðju Maríu, að barnið tók vi'ðbragð í kvlð henn ar og Elísabet fylltist heilðgum anda, kallaði upp með hárri röddu og mælti: Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður sé ávöxtur kviðar þíns. Og hvað- an kemur mér þetta að móðir Drottins míns kemur til mín? Því sjá, þegar hljómurinn af kveðju þinni barst til eyma mér. tók barnið viðbragð af gleði í kviði mér. Og sæl er hún, sem trúði því, er talað var við hana af Drottni. Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn hefir glaðst í Guði, frels- ara mínum. Því að hann hefir litið á lítilmótleika ambáttar ar sinnar; þvi sjá, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja. En er Jesús var fæddur í Betle- hem á dögum Heródesar kon- ungs, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonungur? Því að vér höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir til að veita honum lotning. En er Herodes heyrði þetta, varð hann felmst fullur og öll Jerúsalem með hon- um. Og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestunum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá hvar Kristur ætti að fæðast. Og þeir svöruðu hon- um: í Betlehem í Júdeu. Því þannig er ritað af spámannin- um: Og þú Betlehem, land Júda, ert engan vegin hin minnsta meðal höfðingja Júda; því að frá þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns, ísra- els. Þá kallaði Herodes til sín vitringana á laun og fékk hjá þeim glögga grein fyrir því hve lengi stjarnan hefði sést; lét hann þá síðan fara til Betlehem og sagði: Farið og haldið vand- lega spurnum fyrir um barnið, og þegar þér hafið fundið það, þá látið mig vita, til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotning. En er þeir höfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan sem þeir höfðu séð austurfrá, fór fyr- ir þeim og staðnæmdist þar yfir, sem barnið var. En er þeir sáu stjömuna, glöddust þeir harla mjög. Og þeir gengu inn í hús- ið og sáu bamið ásamt Maríu móður þess, og féllu fram og veittu því lotning. Og þeir opn- uðu fjárhirzlur sínar og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru. Og er þelr höfðu fengið bending í draumi um það að hverfa ekki aftur til Heródesar, fóru þeir aðra leið heim til lands síns. Herodes konungur var nú orð- in alvarlega hræddur um veldi sitt, er hann frétti um fæðingu hins nýja konungs og tók nú til sinna ráða. Um það segir heimildarmaður vor: En er þeir (þ. e. vitringamir) voru burt farnir, sjá, þá vitrast engill Drottins Jósep i draumi og segir: Rís upp og tak bamið og móður þess með þér og flý til Egyptalands, og ver þar þang að til ég segi þér, því að Heródes mun leita bamsins til að fyrir- fara því. Og hann reis upp, tók barnið og móður þess með sér um nótt- ina og fór til Egyptalands, og þar dvaldist hann allt til dauða Herodesar, svo að rætast skyldi það er talað er fyrir Drottni fyr- ir munn spámannsins, er segir: Frá Egyptalandi kallaði ég son minn. En er Herodes sá að hann var gabbaður af vitringunum, varð hann afarreiður og lét senda út og myrða öll sveinbörn í Betlehem og öllum nálægum héruðum, tvævetur og þaðan af yngri, eftir þeirri tímalengd, sem hann hafði komizt að hjá vitr- ingunum. Rættist það þá, sem mælt hafði verið af Jeremías spá- manni, er hann segir: Rödd heyrðist í Rama, grátur og kveinstafir miklir, — Rakel grætur börnin sín; og hún vill ekki huggast láta, því að þau eru ekki framar lífs. M Jósep og María fara til Nazaret En er Herodesi var dáinn, sjá, þá vitrast engill Drottins Jósep í draumi í Egyptalandi og segir: Rís upp og tak barnið og móður þess og far til Israelslands, því að þeir eru dánir, er sátu um líf barnsins. Og hann reis upp, tók barnið og móður þess méð sér til ísraelslands. En er hann heyrði að Arkelás réði ríkjum í Júdeu, í stað Heró- desar föður síns, varð hann hræddur og hélt til Galíleu- byggða. Og er hann kom þang- að settist hann að í borg, sem heitir Nazaret, til að það skyldi rætast, sem spámennirnir hafa sagt: Nazaret skal hann kallast. Gabríel vitrast Zacarías JOHANNES SKÍRARI Jóhannes Zacaríasson undirbjó komu Krists, og sagði: Eg skíri yður að vísu með vatni, en sá kemur, er mér er mátkari, og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans; hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi . . . En á þeim dögum kemur Jó- hannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Judeu og segir: — Gjörið iðrun, því að himnaríki er nálægt. Því að hann er sá er Jesaja spámaður talar um, er hann segir: Rödd manns, er hrópar í óbyggðinni: Greiðið veg Drottlns, gjörið beinar brautir hans. En Jóhannes — hann bar klæðnað úr úlfaldahári og leð- urbelti um lendar sér; en fæða hans var engisprettur og villi- hunang. Þá kom öll Júdea út til hans og öll Júdea og allt land ið umhverfis Jórdan. Og þeir létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar. En er hann sá marga af fariséum og Saddúkeum koma til skírnar sinnar, sagði hann: Þér nöðru- afkvæmi, hver kenndi yður að fljúa undan hinni komandi reiði? Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni, og ætlið ekki að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður; því að ég segi yður, að Guð getur vak- ið Abrahams börn af steini þess- um. En öxin er þegar lögð að rótum trjánna, verður þá hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upp höggvið og á eld kastað. Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá er mér máttugari, sem kemur etir mér. og er ég ekki verður að bera skó hans; hann mun skíra með heilögum anda og eldi. Hann stendur með varpskófluna í hendi sinni. og hann gjörhreinsar láfa sinn og safnar hveiti sínu í hlöðuna, en hismið mun hann brenna í ó- slökkvandi eldi. Þá kemur Jesús frá Galíleu til þess að skírast af honum, en Jó- hannes varnar honum það og segir: Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til min. Jesús svaraði og sagði við hann: Lát bað nú eftir, því þannig ber okk ur að fullnægja öllu réttlæti. Þá lætur hann það eftir honum. Og er Jesús var skírður, sté hann iafnskjótt upp úr vatninu, og sjá. himnarnir opnuðust fyrir honum og hann sá Guðs anda stíga ofan eins og dúfu og og koma yfir hann; og sjá, rödd af himnum saeði: Þessi er son- ur minn, sem ég hefi velþókn- un á. Flóttinn til Egyptalands

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.