Nýr Stormur - 17.12.1965, Síða 8

Nýr Stormur - 17.12.1965, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. desember 1965 SKÍRNARFONTURINN I DÖMKIRKJUNNI Gjöf Alberts Thorvaldsen. Ræða H. G. Thordarsonar, biskups við vígzlu hans í Dómkirkjunni 7. sunnudag eftir Trín. 1839. Ég álít það skyldu mína, heiðraði drottins söfnuður, að ávarpa yður nokkrum orðum, áður en ég geng til að bæta einum meðlimi við yðvart fé- lag fyrir skímarinnar heilagt sakramenti. Orsökin til þe'ss, að ég gjörí það nú fremur venju, er sú, að í fyrsta sinni 1 dag verður skírt í nýjum fonti, sem þessari kirkju hefir verið gefinn af einum landa vorum, Bertel Thorvaldsen, sem í slíkum verkum þykir nú vera einhver mesti meistari í heiminum, og má það einnig sjá af þessu verki, með hverju hann hefir prýtt þessa kirkju og heiðrað sitt föðurland; og erum vér glaðir þess, þar sem önnur lönd eiga svo mörg hans snilliverk, að vér þó eigum eitt. En það sýnir mannsins smekk og andagift, að hann batt sína minningu til föður- landsins með heilögu verki, en heilagt verk kalla ég hvað eina, sem gjört er með helgri andagift, og að sá nýi skírn- arfontur sé þannig gjörður, má liggja öllum í augum uppi, sem hann hafa séð. Á einni hlið sjá menn Maríu með barnið Jesúm, og svein- inn Jóhannes þar hjá; þar sem móðirin heldur á barni sínu, er manni settur fyrir sjónir móðurkærleikinn, sem ber þá fyrstu umhyggju fyrir barninu, bæði í líkamlegan og andlegan máta, því enginn mun neita því, að mikinn kraft hafi móðurinnar orð á það unga og elskandi hjarta — það er móðirin, sem gefur baminu ekki einungis líkam- lega, heldur líka andlega nær ingu. María með barnið Jesúm er því fyrirmynd fyrir allar mæður, og hvergi ættu þær fremur að minnast hennar en við skímina, þá þeim er fyrir sjónir sett barnsins himneska köllun, og um leið það mikla, sem þær fá þar að unnið, eink um á barnsaldrinum. — Þar sem barnið Jesús lætur blíð- lega að sveininum Jóhannesi, þá bendir þetta til þess sam- félags, sem oft byrjar snemma milli eðla og líkra sálna, og sem svo oft, einkum þegar það á kemst í æsku, varir alla þeirra æfi, og leiðir til sam- einaðra viðburða í því góða. Þetta bendir og til kristin- dómsins undirbúnings, því eins og Jesús var stiptari krist indómsins, svo var Jóhannes fyrirrennari hans; hann stóð mitt á milli þess gamla og nýja testamentis, og greiddi götu drottins. En kristindóm- urinn, eins og öll stórvirki 1' heiminum, þurfti sinn undir- búning. Jóhannes hóf í þessu skyni skírnina, er hann skírði til umvendunar eða lífernis- bóta, og þar með um leið til trúar á Messías og hans til- komandi andlega ríki. Annars vegar sjáum vér aft ur báða fullorðna, Jóhannes og Jesúm, í því bili er Jesús meðtók af honnm heiiaga skírn,, svo hann bæði helgaði skímina, og líka byrjaði sitt embætti með minnisverðu upp hafi; sig sjálfan þurfti hann eigi að helga — þvi hann var heilagur frá upphafi — en hann vildi helga þá, sem hann virtist bræður og systur að kalla. Hér er oss fyrir sjónir sett kristindómsins byrjun, hver eð hófst með Jesú skírn, og upp frá þessum tíma hefir sérhver kristinn maður látið skírast í nafni föður og sonar og heilags anda. En það er eigi nóg að skír- ast af vatni; vér eigum að end urfæðast út af vatni og anda; og andi kristindómsins verð- ur oss eftirminnilega leidd- ur fyrir sjónir, þar sem á einni hliðinni frelsarinn sést bless- andi börnin; og þegar vér sjá- um, hversu blíðlega annað hefir lagt höfuðið á hans kné, en hitt flýtir sér að ná til hans, þá getur oss eigi annað en komið til hugar það, sem hann sagði: „Nema þér verðið sem börn, kunnið þér ekki inn að ganga í guðs ríki.“ Sú löng un, sem annað barnið sýnir, að komast tll hans, táknar þann innri áhuga, með hverj- um kristinn maður á að leita Jesú, og að frelsarinn bless- ar það áður en það alveg er komið að hans knjám, vottar hversu hann er fljótur til að meðtaka þá og blessa, sem til hans vilja koma. Hitt barn- ið, sem hvílir svo rólegt og sakleysislegt við hans kné, vottar þann frið og sælu, sem þeir finna sálum sínum, er sig hafa með einlægri trú og trausti gefið á Jesú vald, sem með kærleika og trú hafa fall ið og bamið I skauti föður eða móður. Bömin eru hér ímynd þess anda, sem búa á í hjörtum kristinna manna, bæði af því, að vér eigum að álíta guð sem allra föður, og því stunda eftir barnahugar- farinu, sem oft er áminnzt í kristindóminum, og líka er ungbarnsins sakleysi, kærleik- ur, traust, Iítillæti og fleira, uppvakning fyrir hvern krist- inn til eftirbreytni, að hann fyrir náðina megi verða það, sem hann áður var af nátt- úrunni, að hann fyrir eigin framför í kristindómi megi á sínum fullorðins árum hefja sig til þeirrar guðsmyndar, sem honum upphaflega var gefin í sakleysisstandinu, að hann af Jesú megi læra að verða aftur eins og barn, og finna barnsins frið, að hann af honum, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið, láti leiða sig í himnaríki, til hans, sem er faðir yfir allt, sem börn kallast, bæði á himni og á jörðu, því til þess kom Jesús í heiminn, að heim- urinn frelsaðist fyrir hann, og að hann gæfi mann kyninu aftur það mista sak- leysi, því eins og margir eru syndugir orðnir fyrir eins manns óhlýðni, svo verða og fyrir þess eina Jesú Krists hlýðni margir réttlátir. Ennþá sjáum vér engla- myndir, og var þetta ómiss- andi, til að minna oss á, að allt þetta verk ætti ekki ver- aldlega, heldur andlega að dæmast. Englarnir minna oss á himininn, og þar með á kristindómsins upphaf og augnamið. Frá eilífð hafði sonurinn verið í föðurslns skauti, en 1 tímans fylllngu lét hann hann taka upp á sig mannlegt hold, og fæðast af kvinnu. Það verk sem hann framkvæmdi hér á jörðu, hafði faðirinn feng- ið honum, og þau orð, sem hann talaði, voru föðursins orð; öll sú ráðstöfun, sem Jesús gjörði til mannkynslns frelsunar og sáluhjálpar, var þannig frá guði sjálfum, var himnesk og andleg. Upphaf kristindómsins var því eigi jarðneskt, heldur var hann, eins og Kristur sjálfur, kom- inn af hímnum ofan. En þeir boða einnig, að eins Þetta boða englarnÞ. og á og Kristur kom frá himni, svo fór hann aftur til himins, til föðursins, sem hafði útsent hann, og að það er hans vilji, að eins og hann fór til föð- ursins, svo skuli og allir kom- ast til föðursins fyrir hann; hann opnar mönnum himin- inn, og sýnir þeim álengdar, þeirra sanna föðurland. það því betur við, sem guð- spjallssagan getur mest um engla opinberun bæði við upp haf og enda Jesú jarðneska lífs, með hverju hans koma í heiminn og burtför úr honum er svo áþreifanlega bundin við himininn. En til þess enn fremur að auglýsa kristíns manns himnesku köllun, er kransinn settur efst, sem einmitt bendir til þess sigurkrans, sem heit- inn er öllum trúum Jesú Krists striðsmönnum, þeim sem kappsamlega þeyta skeið ið, varðveita trúna og góða samvizku; og með þessu er þá sýnt, hver sá vegur sé, sem til himinsins liggi, að barnið muni hætta að vera barn, að fyrir því liggi stríð og barátta, en að allt sé undir því komið að sigra í baráttunni, og eftir unninn sigur að ná aftur þeim friði og sakleysi, sem barn- inu var gefið. — Kransinn er ekki af svo miklum meistara settur einungis til prýðis, heldur með ásetningi; þegar barnsins höfði er hallað nið- ur að honum, til að ausa það vatni, er sem hann umkrlngi Kórinn í Dómkirkjunni í Reykjavík barnsins höfuð, og er þá fög- ur ímynd þeirrar lífsins, þeirr ar réttlætisins, þeirrar dýrð- arinnar kórónu, sem heitin er og geymd öllum trúum þjón- um, og sem allir fyrir skírnina verða kallaðir og skyldaðir til að stunda eftir, svo sem því æðsta hnossi kristins manns; því það er þýðing skírnarinn- ar, að hún setur oss fyrir sjón- ir vora andlegu köllun, það eilífa og óforgengilega líf, til hvers vér kallaðir erum fyrir vorn drottinn Jesúm Krist. Þetta merkir kransinn, sem liggur í kringum skírnarvatn ið. ★ Ég hefi farið hér um þess- um orðum, af því hér var um að gjöra hið fyrsta meistara- verk af þessari tegund, sem ísland á. Líka vildi ég sæist, hvernig meistarahendinni hef ir tekizt að setja líf og anda í dauðan marmara. Og ég segi, að verkið sé heilagt verk, því það er auðsjáanlega gjört með helgum anda, með tilliti til þess heilaga sakramentis, og með þekkjaiilegri lotningu fyr ir kristindómsins leyndardóm um. — Kirkjan fagnar því þessu meistaraverki, og landið gleðst út af þvl, svo sem dýr- mætri gjöf, svo sem gleðjandi boðskap af fjarlægu landi um ræktarsemi og snilli einhvers síns ágætasta sonar, hvern það aldrei sá, og líklega aldrei mun sjá, en hvers minningu það geymir í sinni kirkju, um vafða helgri þakklátsemi. En þér, sem skoðið þennan font, leitizt við að virða hann fyrir yður með þeim anda, sem stýrði auga og hendi lista- mannsins. Þér, sem hingað komið, til að láta skíra börn yðar, látið styrkjast í þeim á- setningi, að helga þau Jesú Kristi til æfinlegrar eignar, svo þér leggið alla yðar við- burði fram, til að undirbúa þau svo, að þau mættu verða erfingjar eilífs lífs, og hreppa þá lífsins kórónu, sem yður hér er fyrirmynduð. — Að visu er eigi Kristur sýnilega nálægur á meðal vor, svo þér getið leitt til hans börn yðar, eins og þeir gjörðu, er honum voru samtiða, þó er hann með al vor, og hver sem hans léit ar, finnur hann — hann býr. í trúuðu og guðræknu hjarta — og vér færum honum börn vor, þegar vér innrætum þeim trú og elsku á honum, og hann mun þá eigi síður blessa bau, en þau börn, sem guð- snjöllin um geta. Hugsið um þetta, hvenær þér hér sjáið hans mynd og börnin fyrir framan hann; hugsið til þess að þér eigið hingað að koma með yðar börn, til þess að

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.