Nýr Stormur - 17.12.1965, Blaðsíða 17
FOSTUDAGUR 17. desember 1965
%RNUR
17
JÓLABÆKUR LEIFTURS
í síðasta blaði var getið um
og birt úr hinni ágætu og sér
stæðu bók, er Leiftur gefur út
nú í ár, FIMMDÆGRU. Þótt
efnið sé að vísu dálítið fram-
andi og misjafnt að gæðum
að sjálfsögðu, er sú bók full
af !»peki, sem tilheyrir and-
anum en ekki efninu, sem nú
er skrifað öllu öðru ofar á
okkar tímum.
Leiftur sendir frá sér fleiri
góðar bækur, sem ástæða er
til að vekja athygli á. Þótt ís-
lenzkar bækur séu yfirleitt
ekki dýrari en efni standa
til og að því leyti standi einn
ig fyllilegan samanburð við
erlendar bækur, hefir Leiftur
þó yfirleitt lagt kapp á að
hafa sínar bækur ódýrar og
er ekki örgrant að sumir aðr-
ir bókaútgefendur hafi litið
útgefandarm hornauga fyrir
vikið.
Auk Fimmdægru, sem er I
sérflokki bóka á markaðnum,
gefur Leiftur út Sakamála-
sögur Jónasar á Hrafnagili.
Jónas á Hrafnagili kannast
hvert íslenzkt mannsbarn við
og er í rauninni óþarft að
mæla með þessari bók. Ein
sagan, um Randíði á Hvassa-
felli, gerist á fimmtándu öld,
en hinar á átjándu. Á þessu
tímabili er fremur fátt um ís-
lenzkar sagnir. Svartnætti
miðalda grúfði yfir þjóðinni
og menning hennar var í
niðurníðslu af völdum erlendr
ar kúgunar. Sögnin af Rand-
íði í Hvassafelh er táknræn
um fjárkúgun konungs og
kirkjuvaldsins, er ekki skirrð
ist við að bera fólk röngum
sökum og beita valdi til að ná
undir sig eignum þess.
Bók þessi ætti, eins og önn-
ur rit Jónasar að vera til í
hverju heimilisbókasafni.
Dulræn fyrirbrigði og sálar
rannsóknir eru í tízku nú á
tímum. Því miður eru uppi
hatrammar deilur um þessi
mál. Ættu þó allir að samein
ast um að fara hógværlega
að hlutum, sem þeir geta ekki
krufið til mergjar og hafa
enga möguleika á. Annað líf
er bundið trú og vísindin eiga
lítið erindi inn á þau svið.
Við ráðum hvort eð er engu
um þær leiðir eða samastaði
sem bíða okkar í öðru lífi. Ef
sálarrannsóknir geta orðið til
þess að styrkja trúna á hið
góða, eiga þær rétt á sér, ann
ars ekki. Bók Hugrúnar skáld
konu Draumar og vitranir, er
dulræns eðlis, en rituð af hóg
værð og góðvild. Hún mun
áreiðanlega hvorki vekja deil-
ur eða hroll hjá fólki og má
segja að skáldkonan hafi auk
ið við orðsti sinn með þessari
bók.
Guðrún frá Lundi er sjálf
orðin þjóðsagnapersóna í
þessu landi. Roskinn kom
henni til hugar að fara að
skrifa sögur og kom því í verk.
Þegar Gunnar Einarsson hóf
að gefa út bækur hennar,
hafði hann ekki hugmynd um
að hér væri hann að koma á
framfæri rithöfundi, sem
myndi slá aftur fyrir sig marg
sigldum, hámenntuðum og
margskrumuðum höfundum,
sem síðan hafa haft horn í
siðu þessarar almúgakonu.
Fjárlögín eru ekki afgreidd
með halla vegna þess að Guð-
rún frá Lundi hafi verið svo
þurftarfrek á listamannalaun
um. Bitaslagurinn við þá jötu
hefir farið fram hjá henni. En
fólkið vill hins vegar lesa bæk
ur hennar og afmenning þjóð
arinnar er áreiðanlega ekki
hennar sök. Ef að líkum læt-
ur verður þessi bók, Sólmánuð
ur í Sellandi lesin og keypt
upp til agna, eins og hinar
fyrri.
Hinn frægi höfundur Sir
Arthur Conan Doyle á SJÖ
SÖGUR á bókalistanum hjá
Leiftri. Ekki þarf að kynna
hann, en þessar sögur eru
nokkuð annars eðlis en hin-
ar frægu leynilögreglusagnir.
Þessar sögur eru listaverk,
eins og aðrar bækur þessa
fræga og sígilda höfundar.
Auglýsing
um lausar lögregluþjónsstöður í
Reykjavík
Nokkrar lögregluþj ónsstöSur í Reykjavík eru lausar
til umsóknar.
Byrjunarlaun samkvaemt 13. fl. launasamnings opin-
berra starfsmanna, auk 33% álags á nætur- og
helgidagavaktir.
Upplýsingar um starfiS gefur yfirlögregluþjónn og
aSalvarð stj órar lögreglunnar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík
7. desember 1965.
JÓREYKUR heitir ein bókin
og fjallar um hestamennzku
og ferðalög. Þótt þessi bók sé
ekki íslenzk frásögn, hefir hún
engu síður gildi fyrir því.
Höfundur þessarar bókar
lifir sig inn í heim þann er
hann lýsir. Samfélag hans við
hestinn er ívaf í frásögn hans
af fólkinu, sem hann kynnist
á ferðalögum sínum og hið
æfaforna farartæki, hestur-
inn gefur öllum öðrum frem-
ur, en postulunum möguleika
á að kynnast umhverfinu og
komast í snertingu við þá. í
þessari bók, sem höfundur
varð víðfrægur fyrir, lýsir
hann þessu öllu af framúrskar
andi nærfærni og skilningi.
Maja Baldvins íslenzkaði bók
ina.
ÁSTMEY KONUNGSINS
heitir bók, sem Hersteinn Páls
son hefir þýtt fyrir Leiftur.
Höfundur bókarinnar, Lion
Feuchtwanger er heimsfræg-
ur og í þessari bók hefir hann
valið sér söguefni úr mjög
klassisku efni. Baráttan milli
Mára og kristinna manna á
Pyreneaskaga hafa orðið
mörgum að yrkisefni og hef-
ir að sjálfsögðu verið gerð mis
jafnlega góð skil. í þessari bók
sem er hin myndarlegasta er
farið höndum um þetta efni
af listamanni, sem kann sitt
fag. Bókin er mjög góð og út-
gefandinn segir sjálfur að hún
sé meístaraverk, sem verði öll
um ógleymanleg.
Það er því miður ekkí kost-
ur að gera öllum útgáfubók-
um Leifturs skil að þessu sinni
svo viðhlýtandi sé. En ekki
verður svo skilið við þetta mál
að ekki sé minnst á bækurn-
ar Gerviaugaff, eftir Erle Garn
er, en hér er um frægan höf-
und að ræða og ætti að vera
nægilegt að minna Iesendur
á, að aðalsöguhetjan er hvorki
meira né minna, en sjálfur
Perry Mason.
Sofandi kona fjallar um hið
sígilda efni: Ástir og afbrýði-
semi. Þjófá- og lögreglu, gull
og auðæfi og fagrar konur.
Höfundurinn heitir Georg
Alexander og bókin er þýdd af
Ingibjörgu Jónsdóttur.
BÓKIN GLEÐISÖNGUR AÐ
MORGNI er eftir frægan höf-
und, sem kunnur er hér af
bókinni „Gróður í gjósti“, sem
út kom hér fyrir nokkrum ár-
um og naut mikilla vinsælda.
Þessi bók er talin hinni fremri
og er þegar búið að kvik-
mynda hana, og verður mynd
in sýnd hér bráðlega.
Leiftur gefur aff vanda út
margar barnabækur, átján
talsins. Útgáfa barnabóka
hefir veriff sérgrein þessa fyr
irtækis, allt frá stofnun þess.
Má segja aff Gunnar hafi ekki
látiff deigan síga á þeim
vettvangi er hann tók viff
stjórn útgáfunnar. Ætti þvf
aff vera nóg aff leita í Leift-
ursbókum til aff finna bók viff
hæfi drengsins effa telpunn-
ar.
CjfeÉifecý jóf!
CJ’aráœft mjtt ár!
Dagsbrún f
^mmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmimmmmmmmtmmmmmimmmmmtmmmmK^
^mmmmmmmtmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmNiiiHc^
Hinir afarvinsælu, sterku og góðu
I frönsku
karlmannaskór
eru komnir aftur.
Fallegir — sterkir — ódýrir
Verð kr. 472,00
5FS11J fiQllsnj:
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17 — Framnesvegi 2
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiNiniii^
^miiimiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitiiimiiiiiimiiimmmr/^
I Kaupmenn, kaupfélög |
Enn sem fyrr höfum vér ti! sölu úrvals llmvötn f
og Kölnarvötn frá Frakklandi, Englandi, Spáni, f
Vestur-Þýzkalandi, USA, Tékkóslóvakíu, Rúss- I
landi, Danmörku, Austur-Þýzkalandi, Monaco og [
Sviss.
Ennfremu reru ávallt fyrirliggjandi ýmsar teg- f
undir af Rakspíritus, Hárvötnum og Andlitsvötn- f
um. !
GERIÐ JÖLAPANTANIRNAR TÍMANLEGA
| Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins [
Skrifstofur: Borgartúni 7, simi 2-42-80 i
AfgreiSslntíml frá kl. 9—12,30 og 1—16, nema Iangar-
daga kL 9—12, og mánudaga kl. 9—12,30 og 1—17,30.
Á timabillnu L júni—1. október ern skrifstofurnar lok-
affar á Iaugardðgum. =
'iiiiiniiHiiiniiiiiniiininurami
iiiiiiiliiiiiiiiiiuiiiiiiiinmmiiiiiniiiinmiimmmmimmmiiMiMtiii.'
iiimiiiiiimiiiimtiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimmimiiimmiiiiiiiiiMMiiiiiimiiiiimiiiiiimmiiiiiiMiimmmiiimimiimiiiimmiimiiiimiiiimiiiimmi