Nýr Stormur - 17.12.1965, Blaðsíða 22
21
FÖSTUDAGUR 17. desember 1965
Bör Börsson júníór
Teiknari: Jón Axel Egils
Þeir Bör og Óli voru nú orðnir einir
eftir í búðinni. Þá sagði Bör, strangur á
svip. Ég er hræddur um að ég verði að
Iáta sýslumanninn athuga þessa seðla,
Óli.
— Hvaða uppátæki er nú þetta? sagði
Óli, hálfhræddur og reiður. Bör setti
peningana í nýja seðlaveskið sitt og
sagði svo: — Það er bezt fyrir þig, Óli,
að meðganga strax.
— Meðganga! Meðganga hvað? æpti
Óli, náfölur. — Þessir peningar eru
mínir peningar, sagði Bör. — Þú lýgur
því, hrópaði Óli. — Jú, þetta eru mín-
ir peningar, seðlarnir mínir voru merkt-
ir, sem þú tókst, þegar þú fannst seðla
veskið í Þórseyjarhlíðinni og þetta
heyrir undir lagaformúluna um stór-
þjófnað. Þú skalt meðganga strax áður
en ég sæki sýslumanninn.
Óli í Fitjakoti stóð og starði niður
fyrir fætur sér. Ennþá einu sinni höfðu
peningarnir orðið honum að falli. Tafl
ið var tapað. Hefði hann ekki peninga,
lá honum við dauða, ef hann hafði
þá, urðu þeir honum að fótakefli. Hann
hafði lifað þrjár vikur í dýrð og fögn-
uði, en nú var úti um allt. Myndin
af voðalega sýslumanninum leið nú
fyrir hugskot hans.
Og Óli baðst vægðar. Bör dró við sig
fyrirgefninguna og lét Óla stikna á
sinni eigin glóð. — Þú verður þá að
skrifa undir! — Já, ég skal skrifa undir
hvað sem er, bara ef þú sækir ekki
sýslumanninn. Og Óli skrifaði undir
viðurkenningu á því að hann hefði
stolið peningunum og lofaði að greiða
5 krónur per. mánuð. Nú varð ÓIi að
biðja um „krit“ sem hann fékk, en Bör
naut þess að finna hver var herrann
og hver þrællinn.
í búðinni á Öldurstað sást varla leng
ur peningar. Allt var skrifað. Meira að
segja eldspýtur, sem ekki kostuðu meira
en einn eyri, varð ,.að kríta í bráðina“.
Bör Börsson spratt upp frá skrifborð-
inu þegar Fraukenin á prestsetrinu kom
inn.
— Jæja, svo þér eruð úti að ganga og
hlustið á næturgalana, sagði hann. Bör
hafði verið viðbúinn að hún kæmi og
ætlaði að hafa djúp og ógleymanleg
áhrif á hana.
Bör tók limonaðiflösku og tvö glös og
setti á borðið og skenkti í bæði glösin.
— Veskú, yður megið ekki afþakka
eitt glas af límonaði frá „Niðaróss-gos-
drykkja- og Iímonaðifabrikku-útibúi“.
— Nei, þökk, ég er ekki þyrst. — Svona
í öllu lítillæti, skál. — Skál, Börsson,
sagði hún og hló og dreypti örlítið á
glasinu. Bör Börsson júníór drakk í
botn og skclti glasinu á borðið og þurrk
aði sér á handarbakinu.
— Nú drekk í botn. Hann benti á
glasið. — Þakka yður fyrir, sagði hún,
en hreyfði ekki glasið. Orrorrorr! Bör
ropaði beint framan í fraukenina. —
Þér eruð kannske bindindismanneskja?
En hún hristi höfuðið og lét glasið ó-
hreyft. — Nú þá verð ég víst að drekka
það sjálfur. Hann drakk úr glasinu og
ropaði. Orrorrorro!
Nú fór Bör að spýta í allar áttir.
Hann spýtti á vörukassana, ofninn og
allstaðar. Hann hafði lært þessa Iist
af sýsluskrifaranum á Vaðsey. Mynd-
arstrákur það! Bör Börsson tók sykur-
brauð og vóg í hendi sinni. — Viltu, nei,
viljið þér ekki fá einn hveitisnúð með
púðursykri? — Nei, takk, ég er ekki
svöng. — En smakkaðu á fröken, við
skulum bara éta. Hún hristi höfuðið og
bað um eitt pund af osti.
Það lá við að Bör firtist. Hvurn andsk.
Hún skildi bara bíða! Hann skildi sýna
henni hver kynni mannasiði.
Þegar hann væri orðinn konsúll, bíddu
bara! Hann bjó um þrjú pund af osti.
— Þetta er of mikið, ég ætlaði bara
að fá hálfpund. Bör Börsson júníór hló
mannalega. — Allt í lagi, ég ætla ekki
að telja þetta eftir. — Nei, nei, sagði
fröken Finkel. — Takið ostinn og velbe-
kommen! — Hvað kostar þetta þá?
— Kostar? Ekkert!
Börsson tók upp lyklakyppuna og
pýrði í gegnum einn lykilinn.
— Það er engin meining í þessu,
Börsson. — Það er víst full meining í
því, sagði Bör.
— Nei — en — jája þá, þakka
yður kærlega fyrir! Vonin kom yfir
Börsson og hann rétti fram hendurnar
eins og hann ætlaði að faðma fröken
Finkel, en þá þurfti Anna gamla í Haga
allt í einu að rekast inn í búðina. Hún
gekk við staf og hélt á tómum olíu-
brúsa í hendinni,
Þeir vildu endast illa, aurarnir henn
ar Önnu gömlu og ekki hafði það batn-
að siðan búðin kom hér á Öldurstað.
Hún þurfti að fá skrifað í dag og fór
nú að skjalla Bör. — Þú ert nú meiri
maðurinn, Bör litli, orðinn einn af
þeim stóru! Fröken Finkel sveiflaði sér
út úr dyrunum og Bör sýndist hún líta
til sín, já ástaraugum. Hann yrði sjálf-
sagt að Iíta t.il hennar á laugardags-