Nýr Stormur - 21.01.1966, Side 4
HlfeMiim
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966.
|
!
I
Ódeigur sKrifar pistiíinn
Allt frá því forfeður okk-
ar íslendinga gerðust land-
nemar hér í ósnortnu landi,
sem í þá daga var „skógi
vaxið milli fjalls og fjöru,“
hefur það verið lyndisein-
kenni landsmanna, að deila
um alla skapaða og óskap-
aða hluti. Fornsögur geyma
heimildir um það, að ís-
lenzka þjóðarheildin sé bók
staílega til orðin vegna
þess, hversu skapríkir og
deilugjarnir einstaklingar
voru, sem hingað fluttust
„undan ofríki Haralds hár
fagra.“
Skógurinn er að sönnu
horfinn burt af yfirborði
þessa eylands, en deilur
tungnanna hafa sízt hjaðn
að meðal íslendinga.
Nágrannakritur og
keriingataut
Það þætti lítill þjóðar-
bragur að því samb*Ii hér-
lendis, ef ekki væri meira
eða minna kítt og kritað
eða rifist og rægt. íslend-
ingar sjá gjarnan betur ör-
smáa flís í bróðurauga,
heldur en aðrar þjóðir. Við
erum svo .skyggnir íslend-
ingar og velsjáandi á allt í
fari annarra, og þó sér-
staklega það sem miður
þykir fara, að mesrnustu
furðu gætir. Það er ekki
beinlínis þörf á neinum
stjörnukíki hjá landanum
ef auganu er beint að yfir-
sjón eða ófarnaði náung-
ans. Það þykir ekki til tíð-
inda, þótt kerlingar kiti á
stigagangi um „þeimsvið-
burði“ innanhúss, og eng-
inn verður fisksali til lengd
ar, ef hann kann ekki að
svara á viðeigandi hátt
kröftugu tauti um slorugan
þorsk.
Rógburður og rætni
Að sjálfsögðu færist þjóð
armetnaður í aukana, þar
sem fleiri eru saman komn
ir en færri, og verður þá
gjarnan meinlaust rifrildi,
áður en varir, að illgjarnri
rætni og óguðlegum róg-
burði um menn og máiefni.
Á Alþingi íslendinga kast-
ar fyrst tólfunum í þessum
efnum, því þar búa „spek-
in og hyggindin" í nábýli,
og þar hnakkrífast sextíu
þjóðkjörnir fulltrúar lands
manna „um iandsins gagn
og nauðsynjar.“ Mest ber
þar á sígildum deilumál-
um, eins og t. d. friðun
rjúpunnar. Eins og vera ber
lyktar málsýfingunum á-
vallt með því, að rjúpurn
ar eru skotnar, en þing-
mennirnir friðaðir sjálfir.
Auðsæld eykur fátækt
Afleiðingarnar verða svo
þær, að eftir því sem auð-
sæld þjóðarinnar eykst,
verður hún fátækari, því
íslendingar hafa tamið sér
sundurlyndið svo rækilega,
að þeir hafa étið sig út á
gaddinn. En við þessu
kunnum við ráð, því við
erum „fáir, fátækir og smá,
ir“ í eigin augum og ann-
arra. Við getum státað af
því í dag, að vera. orðnir
betlarar og beiningamenn
meðal stærri þjóða, og jafn
vel án þess að nokkuð sé
tekið eftir því.
Þessi er þróunin, að af-
komendur flóttamannanna
frá Noregi forðum eru nú
stærsta „Viðreisnarþjóð"
veraldar.
Hæstiréttur teflir
við ríkisstjórn!
Og íslendingum fer sann
arlega fram á öfgasViðlnu,
því nú er svo komið, að Al-
þingi má skammast sín fyr
ir þaö, hversu framlágir
þingmeijnirnir eru orðnir
í forheimsku dgilnanna.
Málunum er nú þannig
háttað, að Hæstiréttur er
sjálfur farinn að leika
furðulega skák við ríkis-
stjórnina. Áður hefur það
verið haft að orötaki: „Að
eigi tjái að deila við dóm-
arann,“ en nú hefur þessu
verið snúið við.
Þannig er þá málum kom
ið í velferðarríkinu íslenzka
að hinn virðulegi og hlut-
lausi Hæstiréttur er farinn
að gjóa augum að skipun-
arvaldi ríkisstjórnarinnar,
sem fer með framkvæmd-
arvaldiö. Svo er málum
háttað hérlendis, sam-
kvæmt stjörnarskránni, að
algjörlega á að vera að-
skilið dómsvald, fram-
kvæmdavald og löggjafar-
vald. í þessu felst pappírs
lega a. m. k. að ísland er
taliö í flokki lýðræðislanda,
en talsvert þykir mér sem
ruglast hafi reitir, þegar
þessi þríhöfði ríkisins er
farinn að nudda hver inn
an í annars haus.
Má ef til vill hugga al-
menning með þessum orð-
línum: ,
„Um heilabúið aðeins eitt
ég yrkja vii,
það blæðir aldrei inn
á neitt,
sem ekki er til . . .“
sitt gagnvart öðrum aðilum
í lögfræðingastétt, sem
vissulega ættu sama heið-
ur skilið, en hafa hingað
til verið sniðgengnir.
. Hlýt ég að rekja þetta
uppátæki Hæstaréttar til
þess hnútukasts, sem æðsti
réttur þjóðarinnar hefur
orðið fyrir, bæði frá for-
sætisráðherra, og raunar
Alþingi í heild. Hyggilegra
hefði verið af Hæstarétti
að halda að sér höndum,
því einhver kynni ef til vill
að vantreysta virðulegum
æðsta dómstóli landsins í
öðrum málefnum, þegar
dómstóllinn verður upp-
vís að slíku. Við betta bæti
ég þó einu, að í Hæsta-
rétti sitja einungis menn,
en eigi vængjaðir englar.
Maklegur heiður
Almenningur
öldungis hlessa
Sá hráskinnaleikur, sem
á sér stað milli Hæstaréttar
og ríkisstjörnarinar hefur
orðið mörgum þenkjandi
manni nokkurt áhyggju-
efni. Alþýða manna heldur
í það hálmstrá enn, að rétt-
lætið fái að ríkja, en rangs
leitni að hverfa. Og víst er
um það, að réttvísin mun
að lokum sigra, þótt ekki
blási byrlega fyrir henni
þessa stundina. Enginn lá-
. ir Þeim> sem 1,ndr'
Það sem varð tilefni of- an^j og steinhissa horfir
Ú-'JC' 11« VU í> OWgOÍI
angreindra orða er það tií-
tæki Hæstaréttar, er fram
kvæmt var í desember sl.,
þegar virðulegur dómur tók
sig til, og heiðraði þá Jón
Finnsson og Björn Svein-
björnsson, með því að út-
nefna þá báða sem hæsta
réttarlögmenn, án þess að
þeir þreyttu nokkur próf-
mál fyrir dóminum áður.
Verður þessi gerningur
Hæstaréttar eigi skilinn
öðru vísi en þannig. að hér
hafi hvítur leikið af sér í
tafli sínu við ríkisstjórnina
enda þótt maklegt sé fylli
lega, að báðir ofannefndir
menn fái þann heiður, sem
þeim hefur í skaut fallið.
Hlutleysisbrot dómara
Hitt er svo annað mál, að
með þessu hefir Hæstirétt
ur seilst út fyrir hlutleysi
upp á þessar aðfarir dóms-
valds og rikisstjórnar,
enda hefur meiri ringul-
reið aldrei verið í mál-
efnum þjóðarinnar, heldur
en nú. Hvert á almúgamað
urinn að leita? Hvort skal
hann leita skjóls hjá dóms
valdi eða ríkisstjórn? Lög-
gjafarvaldið sjálft er alveg
utangátta, því dómarar
eiga einungis að farn eftir
lögunum í störfum sínum,
en ríkisstjórnin er krafin
siðgæðis, sem þessa stund-
ina virðist ekki liggja á
lausu á þeim bæ. Ætli sé
ekki kominn tími til að
biðja Guð að hjálpa, því
mannahjálp er ónýt.
Nú á svartur leik
Forvitnilegt er það sann
arlega, hvernig ríkisstjórn-
in bregst við, þegar hvítur
hefur leikið svona af sér.
Væntanlega þarf forsætis-
ráðherra að umþófta sig,
áður en hann leikur næst.
Mér er engin launung á því,
að ríkisstjórninni þyki nú,
sem hún hafi hlotið háan
vinning í happdrætti og
hugsi sér að notfæra hann
sér vel í hag. Hins ber að
gæta, að sá Hæstiréttur,
sem nú situr, er eigi sá
sami og lék af sér og gerir
það yissulega nokkurt strik
í reikninginn fyrir ríkis-
stjórnina. Núverandi for-
seti Hæstaréttar hefur að
mínu áliti alls engan
hlut átt að þessari yfirsjón.
Trúlega hefur meirihluti
Hæstaréttar þess, sem
starfaði fram til áramóta,
viljað launa ómaklegar ár-
ásir á Gizur Bergsteinsson,
núverandi forseta, en alls
eigi trúi ég því, að Gizur
hafi sjálfur á nokkurn
hátt komið þar nærri. enda
væri það ólíkt þeim ágætis-
dreng.
„Það er kunnara
en frá þurfi að segja...“
Þegar forsætisráðherra
ritar eitthvað, má til sanns
vegar færa, að nánast við
hver greinarskil byrji hann
orðaflaum sinn svona:
„Það er kunnara en frá
þurfi að segja“! Og í næstu
línu ber' hann á borð fyrir
almenning hól um sjálfan
sig, jafnframt þvi að lýsa
yfir ógæfu annarra. Ávallt
hefur ríkisstjórninni samt
tekist undir forustu Bjarna
Benediktssonar, að leika af
sér.
Þetta kallast á máli rík-
isstjórnarinnar „Viðreisn".
Jæja — svartur á næsta
leik, og forsætisráðherra
handleikur nú sína svörtu
menn.
„Það er kunnara en frá
þurfi að segja,“ að alveg
er ugglaust, að rikisstjórn-
in leikur af sér í næsta
leik! Aðeins það er for-
vitnilegt, með hvaða hætti
forsætisráðhena gerir það.
Nú bíður almenningur, á-
samt Hæstarétti, í ofvæni
— hvernig leikur svartur
af sér næst . . . ?
ÓDEIGUR
I
!
I
í
l
i
I
I
Miðilsfundur —
Framh. a bls. 2.
um sérskilningi. Hvað veit
hann um önnur trúarbrögð?
Oftast ekkert.-
Ég'er ekki í neinum vafa
um að ýmsir hafa öðlast
trú, sem þeim er vissa og þá
er vandinn leystur fyrir þá.
En það komast bara ekki all-
ir svo létt a'5 hlutunum, og
talsvert ber á því að þessir
menn fái þá flugu í höfuðið
að allir aðrir en þeir fari í
verri staðinn. Ef slík yfir-
helling kostaði það, að ég
vistaði nágrannann í Víti þá
vil ég vera laus við hana, leita
!
og láta ráðast hvað upp kem
ur í lokin. Trúin á annað líf
hefir fylgt mannkyninu svo
lengi, sem vitað er, þó óljóst
hafi verið flestum hvernig
því lífi væri háttað eftir um-
skiptin, og efinn og óttinn við
dauðann hafa fylgt henni eins
og nóttin deginum. Þeir eru
svo fáir sem hafa fengið vissu
að vegna allra hinna getur
trúin ekki verið endanleet tak
mark. Heldur leið að marki,
það míkilli vissu sem fáanleg
er. Þar eiga allar heiðarlegar
rannsóknir að hafa fullan
rétt. Spurningarnar eru marg
ar? Er til nokkuð annað líf?
Lifum við kannski mörg æfi-
skeið hér og þroskumst smám
saman? Og með hverjum
hætti lifum við þá eftir and-
látið?. Þetta og ótal margt
fleira hlýtur að leita á hvern
þann, sem hefir opinn hug og
er ekki staðnaður í trú.
Ég held, að litlu skipti hvað
barist er um á kössum og
rökrætt fram og aftur t. d.
hvort til sé fleiri en ein helg
bók! (Ég tel tildæmis „Móð-
ur og barn“ eftir Tagore helga
bók og svo er um allt.ritað
orð sem er mann- og siðbæt-
andi).
Hvort eigi að dýfa á kaf við
skírnina. Hvoit syndin hafi
komið inn í heiminn með
þessu epli, tómat eða hvað
það nú var. Hvort dauðinn
sé refsing íAuðvitað er hann
það ekki, hann ér sjálfsagt
eðlilegur, sem annað). Þetta
og ótalmargt annað rífast trú
arflokkarnir innan kirkjunn-
ar um og er þá von að vel
fari og að trúin hjá almenn-
ingi verði margra fiska virði.
Það eina sem manninum er
samboðið er rannsókn iafnt
á andlegum, sem efnislegum
heimi. hvort sem farnar eru
leiðir atomvísinda, Spírit-
isma eða aðrar. Heimurinn er
áreiðanlega efnic1ega sem
andlega meira en við skynjum
nú.
Ég hefi nú lítillega blandað
hér í þessari frægu álvktun
Sigurðar Vigfússonar á Kirkju
fundinum, sem var víst ekki
fjölsóttur. en ef þetta telst
svaravert, þá geur hver hirt
sitt. Annars sýnist mér oað
allt sama tóbakið.
Ég vil svo taka fram að
þessi grein, er samin og birt
án vitundar þeirra aðila. sem
fyrir aðkastinu hafa orðið hjá
lögfræðingnum og Sigurði
þessum Vigfússyni og því að
öllu leyti á minni ábyrgð.